Handbolti

Sólveig Lára valin best

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sólveig Lára í leik með Stjörnunni.
Sólveig Lára í leik með Stjörnunni.
Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna í umferðum 9-16. Þá var úrvalslið umferðanna einnig valið í dag.

Deildarmeistarar Vals eiga fjóra leikmenn í úrvalsliðinu en Stjarnan, Fram og ÍBV einn leikmann hvert. Stefán Arnarson, þjálfari Vals, var valinn besti þjálfarinn.

Úrslitakeppnin í N1-deild kvenna hefst á morgun. Þá mætast ÍBV og Grótta annars vegar og hins vegar Stjarnan og HK.

Sigurvegarar þessarar tveggja rimma mæta svo Fram og Val í undanúrslitum úrslitakeppninnar sem hefjast á fimmtudaginn næsta.

Úrvalsliðið:

Markvörður: Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val.

Vinstra horn: Dagný Skúladóttir, Val.

Vinstri skytta: Stella Sigurðardóttir, Fram.

Leikstjórnandi: Ester Óskarsdóttir, ÍBV.

Hægri skytta: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val.

Hægra horn: Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni.

Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×