Þóra Arnórs: Margir lenda í því að slást eftir ball 12. apríl 2012 22:49 Svavar Halldórsson og Þóra Arnórsdóttir. mynd/fréttablaðið Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, segir að það sé ekkert að því að tala um líkamsárás sem Svavar Halldórsson, sambýlismaður hennar, var dæmdur fyrir þegar hann var 22 ára, á meðan sagt sé satt og rétt frá. Svavar hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. Í viðtali við Fréttatímann, sem kemur út á morgun, segir Svavar að hann hafi lent í slagsmálum eftir ball þegar hann var tuttugu og tveggja ára. „Það upphófst mikið rifrildi út af stelpu sem endaði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur. Það hefur hvílt á mér alla tíð og ég sé mjög eftir þessu," segir Svavar. Leiðr þeirra lágu saman nokkrum árum síðar og þeir settust niður og ræddu málin. „Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tímann gert nokkrum manni á ævi minni." Svavar segir að þeir eigi marga sameiginlega vini og í gegnum þá hafi hann frétt af því að hann væri orðinn alvarlega veikur. „Það sem hefur gert þetta verra er að einhverjir hafa verið að tengja þetta saman. Það er líka erfitt fyrir hann, í sínum veikindum, að standa í að svara fyrir slíkt. Við höfum fengið mjög truflandi, nafnlaus bréf þar að lútandi. Við vitum einnig til þess að fólk hafi verið að dreifa mjög ýktum og röngum sögum af þessu," segir Svavar í Fréttatímanum. Þóra segir um þetta mál að það sé allt í lagi að tala um það á meðan það er sagt satt og rétt frá. „Að lenda í slagsmálum tvítugur og fá skilorðsbundinn dóm er alvarlegt mál fyrir þann unga mann sem í því lendir. Það er samt sem áður bara það sem gerðist. Margir lenda í því að slást eftir ball. En þegar ég fæ nafnlaust bréf um það að menn liggi alvarlega veikir eftir maninn minn... Auðvitað vissum við að það yrðu alltaf einhverjar sögur en þetta er ekki fallegt," segir Þóra. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, segir að það sé ekkert að því að tala um líkamsárás sem Svavar Halldórsson, sambýlismaður hennar, var dæmdur fyrir þegar hann var 22 ára, á meðan sagt sé satt og rétt frá. Svavar hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. Í viðtali við Fréttatímann, sem kemur út á morgun, segir Svavar að hann hafi lent í slagsmálum eftir ball þegar hann var tuttugu og tveggja ára. „Það upphófst mikið rifrildi út af stelpu sem endaði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur. Það hefur hvílt á mér alla tíð og ég sé mjög eftir þessu," segir Svavar. Leiðr þeirra lágu saman nokkrum árum síðar og þeir settust niður og ræddu málin. „Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tímann gert nokkrum manni á ævi minni." Svavar segir að þeir eigi marga sameiginlega vini og í gegnum þá hafi hann frétt af því að hann væri orðinn alvarlega veikur. „Það sem hefur gert þetta verra er að einhverjir hafa verið að tengja þetta saman. Það er líka erfitt fyrir hann, í sínum veikindum, að standa í að svara fyrir slíkt. Við höfum fengið mjög truflandi, nafnlaus bréf þar að lútandi. Við vitum einnig til þess að fólk hafi verið að dreifa mjög ýktum og röngum sögum af þessu," segir Svavar í Fréttatímanum. Þóra segir um þetta mál að það sé allt í lagi að tala um það á meðan það er sagt satt og rétt frá. „Að lenda í slagsmálum tvítugur og fá skilorðsbundinn dóm er alvarlegt mál fyrir þann unga mann sem í því lendir. Það er samt sem áður bara það sem gerðist. Margir lenda í því að slást eftir ball. En þegar ég fæ nafnlaust bréf um það að menn liggi alvarlega veikir eftir maninn minn... Auðvitað vissum við að það yrðu alltaf einhverjar sögur en þetta er ekki fallegt," segir Þóra.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira