Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2012 21:24 Mynd/Daníel Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. „Þessi leikur þróðist á svipaðan máta og þegar við mættum þeim á Laugardalsvellinum," sagði Sigurður Ragnar við Vísi í kvöld en liðin gerðu þá markalaust jafntefli. „Við vorum miklu meira með boltann í kvöld, alveg eins og þá, og sköpuðum okkur nokkur færi. Við hefðum getað klárað leikinn en nýttum ekki færin vel." „Svo komust þær í skyndisókn og okkur var einfaldlega refsað. Þær fengu tvö færi í öllum leiknum og nýttu annað þeirra." „Mér fannst við vera með góð tök á leiknum en það var svo auðvitað áfall að fá þetta mark á okkur. Við reyndum ítrekað að finna leið fram hjá þykkum varnarmúr Belganna en það reyndist mjög erfitt. Þær spiluðu með allt sitt lið nánast á sínum varnarhelmingi." „Það verður þó að hrósa Belgunum fyrir það að leikmenn börðust fyrir sínu og áttu góðan leik. Það verður ekki tekið af þeim," bætti Sigurður Ragnar við. Belgía er nú komið í toppsæti riðilsins en Ísland er í öðru sæti, einu stigi á eftir Belgum. En Ísland á leik til góða og getur með því að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum tryggt sér farseðilinn til Svíþjóðar næsta sumar þar sem úrslitakeppni EM fer fram. „Þetta var afar svekkjandi því við ætluðum okkur að fá þrjú stig. Við teljum okkur enn vera betri í fótbolta en þær en lið sem spila þétta og góða vörn geta unnið leiki." „En okkar örlög eru enn í okkar höndum. En nú er ljóst að við megum ekkert misstíga okkur frekar. Það gæti endað þannig að við kæmumst ekki einu sinni í umspil." Ísland mætir Ungverjalandi og Búlgaríu í júní og svo Norðmönnum ytra í september. Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. „Þessi leikur þróðist á svipaðan máta og þegar við mættum þeim á Laugardalsvellinum," sagði Sigurður Ragnar við Vísi í kvöld en liðin gerðu þá markalaust jafntefli. „Við vorum miklu meira með boltann í kvöld, alveg eins og þá, og sköpuðum okkur nokkur færi. Við hefðum getað klárað leikinn en nýttum ekki færin vel." „Svo komust þær í skyndisókn og okkur var einfaldlega refsað. Þær fengu tvö færi í öllum leiknum og nýttu annað þeirra." „Mér fannst við vera með góð tök á leiknum en það var svo auðvitað áfall að fá þetta mark á okkur. Við reyndum ítrekað að finna leið fram hjá þykkum varnarmúr Belganna en það reyndist mjög erfitt. Þær spiluðu með allt sitt lið nánast á sínum varnarhelmingi." „Það verður þó að hrósa Belgunum fyrir það að leikmenn börðust fyrir sínu og áttu góðan leik. Það verður ekki tekið af þeim," bætti Sigurður Ragnar við. Belgía er nú komið í toppsæti riðilsins en Ísland er í öðru sæti, einu stigi á eftir Belgum. En Ísland á leik til góða og getur með því að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum tryggt sér farseðilinn til Svíþjóðar næsta sumar þar sem úrslitakeppni EM fer fram. „Þetta var afar svekkjandi því við ætluðum okkur að fá þrjú stig. Við teljum okkur enn vera betri í fótbolta en þær en lið sem spila þétta og góða vörn geta unnið leiki." „En okkar örlög eru enn í okkar höndum. En nú er ljóst að við megum ekkert misstíga okkur frekar. Það gæti endað þannig að við kæmumst ekki einu sinni í umspil." Ísland mætir Ungverjalandi og Búlgaríu í júní og svo Norðmönnum ytra í september.
Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira