Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 56-74 | Njarðvík leiðir 2-0 Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 7. apríl 2012 15:30 Njarðvík vann öruggan sigur, 74-56, á Haukum í öðrum leik liðana um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og leiða því einvígið 2-0. Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn lengst af í fyrri hálfleiknum en leikurinn var allan tímann virkilega spennandi. Shanae Baker-Brice, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum í fyrri hálfleiknum og gerði 15 stig eða tæplega helmingur allra stiga Njarðvíkinga í hálfleiknum. Þegar leið á hálfleikinn komust Haukar meira og meira í takt við leikinn og aðeins munaði einu stigi á liðunum þegar stelpurnar gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleiknum var í raun aðeins eitt lið inná vellinum og það voru gestirnir frá Njarðvík. Shanae Baker-Brice stjórnaði leiknum eins og herforingi og Lele Hardy átti gjörsamlega frákastabaráttuna undir körfunni. Hardy tók 20 fráköst í leiknum auk þess sem hún skoraði 18 stig. Baker-Brice gerði 27 stig fyrir Njarðvík í leiknum. Njarðvík vann að lokum 18 stiga sigur 74-56 og eru komnar með átta putta á titilinn en leikur þrjú fer fram næstkomandi miðvikudag í Njarðvík.Sverrir: Þetta er alls ekki komið hjá okkur„Það er flott að vera komnar í 2-0 en þetta er samt sem áður engan vegið búið," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Það þarf að vinna þrjá leiki og við megum alls ekki fara fagna þessum titli of snemma. Lið hafa oft brennt sig á því að halda að einvígi séu búinn þegar þú kemst í 2-0, þannig hugsunarháttur má ekki koma upp hjá okkur." „Þegar maður er komin svona langt í úrslitakeppni og er að berjast við eins sterkt lið og Haukar eru þá er ekkert gefins. Við verðum að mæta alveg 100% í næsta leik í Njarðvík." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverri hér að ofan.Bjarni: Þurfum að hafa trú á því að þetta sé hægt„Þetta er ekki staðan sem við ætluðum að koma okkur í dag," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við getum bara sjálfum okkur um kennt og engum öðrum. Við vorum auðvita að spila á móti hörku liði en mér finnst við eiga mun meira inni en þetta." „Við þurfum fyrst og fremst að bæta hugarfarið hjá okkur. Liðið verður að hafa trú á því sem það er að gera. Við erum varla sáttar með það eitt að hafa komist í úrslit." „Við eigum eftir að mæta grimmar í næsta leik í Njarðvík og við erum staðráðnar í því að spila annan leik í þessu húsi."Hægt er að sjá viðtalið með því að ýta hér.Hér að neðan má lesa textalýsinguna sem var á meðan leik stóð.Fyrir leik: Það er allt klárt hér í Hafnafirðinum og leikurinn við það að hefjast.1. leikhluti: Heimastúlkur eru ákveðnari til að byrja með og leiða 9-7.1. leikhluti: Njarðvíkurstúlkur eru komnar af stað og hafa tekið völdin á vellinum. Staðan er 17-12 fyrir þeim grænu.2. leikhluti: Virkilega spennandi leikur hér í Hafnafirðinum en staðan er 24-22 fyrir Njarðvíkurstúlkur.2.leikhluti: Shanae Baker-Brice hefur farið mikinn fyrir gestina til að byrja með og hefur skoraði 12 stig. Staðan er 26-22 fyrir Njarðvík.2. leikhluti: Jafnt á öllum tölum en Haukastúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið. Hálfleikur og staðan er 31-30 fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Haukar byrja síðari hálfleikinn vel og hafa eins stig forystu 36-35. Boltinn er farinn að ganga betur á milli leikmanna og þær þurfa hafa minna fyrir hverju stigi.3. leikhluti: Heimastúlkur hafa enn eins stigs forystu 40-39 en það er nokkuð ljóst að þessi leikur verður jafn til enda.3. leikhluti: Ingibjörg Vilbergsdóttir var að setja niður risa þrist fyrir Njarðvík og kemur gestunum fimm stigum yfir 47-42. Þriðja leikhlutanum er að ljúka.3. leikhluti: Staðan er 47-44 fyrir Njarðvík eftir þrjá leikhluta. Spennan verður svakaleg í þeim fjórða.4. leikhluti: Fínt áhlaup hjá Haukum og þær eru komnar yfir 50-49.4. leikhluti: Það varði ekki lengi hjá Haukum. Njarðvík er komið yfir á ný 53-50 og fimm mínútur eftir.4. leikhluti: Það er spurning hvort Njarðvík sé að klára leikinn núna. Staðan er 58-50 og fjórar mínútur eftir. Það gengur lítið upp hjá heimastúlkum þessa stundina.4. leikhluti: Petrúnella Skúla var að negla niður þristi fyrir Njarðvík. Staðan er 63-53, þetta verður erfitt fyrir heimastúlkur héðan af. 3 mínútur eftir.4. leikhluti: Þetta er búið. Staðan er 65-53 fyrir Njarðvík og ein og hálf mínútu eftir af leiknum. Leik lokið: Njarðvík er komið í 2-0 í einvíginu og þurfa því aðeins ein sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með 74-56 sigri Njarðvíkinga. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Njarðvík vann öruggan sigur, 74-56, á Haukum í öðrum leik liðana um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og leiða því einvígið 2-0. Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn lengst af í fyrri hálfleiknum en leikurinn var allan tímann virkilega spennandi. Shanae Baker-Brice, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum í fyrri hálfleiknum og gerði 15 stig eða tæplega helmingur allra stiga Njarðvíkinga í hálfleiknum. Þegar leið á hálfleikinn komust Haukar meira og meira í takt við leikinn og aðeins munaði einu stigi á liðunum þegar stelpurnar gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleiknum var í raun aðeins eitt lið inná vellinum og það voru gestirnir frá Njarðvík. Shanae Baker-Brice stjórnaði leiknum eins og herforingi og Lele Hardy átti gjörsamlega frákastabaráttuna undir körfunni. Hardy tók 20 fráköst í leiknum auk þess sem hún skoraði 18 stig. Baker-Brice gerði 27 stig fyrir Njarðvík í leiknum. Njarðvík vann að lokum 18 stiga sigur 74-56 og eru komnar með átta putta á titilinn en leikur þrjú fer fram næstkomandi miðvikudag í Njarðvík.Sverrir: Þetta er alls ekki komið hjá okkur„Það er flott að vera komnar í 2-0 en þetta er samt sem áður engan vegið búið," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Það þarf að vinna þrjá leiki og við megum alls ekki fara fagna þessum titli of snemma. Lið hafa oft brennt sig á því að halda að einvígi séu búinn þegar þú kemst í 2-0, þannig hugsunarháttur má ekki koma upp hjá okkur." „Þegar maður er komin svona langt í úrslitakeppni og er að berjast við eins sterkt lið og Haukar eru þá er ekkert gefins. Við verðum að mæta alveg 100% í næsta leik í Njarðvík." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverri hér að ofan.Bjarni: Þurfum að hafa trú á því að þetta sé hægt„Þetta er ekki staðan sem við ætluðum að koma okkur í dag," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við getum bara sjálfum okkur um kennt og engum öðrum. Við vorum auðvita að spila á móti hörku liði en mér finnst við eiga mun meira inni en þetta." „Við þurfum fyrst og fremst að bæta hugarfarið hjá okkur. Liðið verður að hafa trú á því sem það er að gera. Við erum varla sáttar með það eitt að hafa komist í úrslit." „Við eigum eftir að mæta grimmar í næsta leik í Njarðvík og við erum staðráðnar í því að spila annan leik í þessu húsi."Hægt er að sjá viðtalið með því að ýta hér.Hér að neðan má lesa textalýsinguna sem var á meðan leik stóð.Fyrir leik: Það er allt klárt hér í Hafnafirðinum og leikurinn við það að hefjast.1. leikhluti: Heimastúlkur eru ákveðnari til að byrja með og leiða 9-7.1. leikhluti: Njarðvíkurstúlkur eru komnar af stað og hafa tekið völdin á vellinum. Staðan er 17-12 fyrir þeim grænu.2. leikhluti: Virkilega spennandi leikur hér í Hafnafirðinum en staðan er 24-22 fyrir Njarðvíkurstúlkur.2.leikhluti: Shanae Baker-Brice hefur farið mikinn fyrir gestina til að byrja með og hefur skoraði 12 stig. Staðan er 26-22 fyrir Njarðvík.2. leikhluti: Jafnt á öllum tölum en Haukastúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið. Hálfleikur og staðan er 31-30 fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Haukar byrja síðari hálfleikinn vel og hafa eins stig forystu 36-35. Boltinn er farinn að ganga betur á milli leikmanna og þær þurfa hafa minna fyrir hverju stigi.3. leikhluti: Heimastúlkur hafa enn eins stigs forystu 40-39 en það er nokkuð ljóst að þessi leikur verður jafn til enda.3. leikhluti: Ingibjörg Vilbergsdóttir var að setja niður risa þrist fyrir Njarðvík og kemur gestunum fimm stigum yfir 47-42. Þriðja leikhlutanum er að ljúka.3. leikhluti: Staðan er 47-44 fyrir Njarðvík eftir þrjá leikhluta. Spennan verður svakaleg í þeim fjórða.4. leikhluti: Fínt áhlaup hjá Haukum og þær eru komnar yfir 50-49.4. leikhluti: Það varði ekki lengi hjá Haukum. Njarðvík er komið yfir á ný 53-50 og fimm mínútur eftir.4. leikhluti: Það er spurning hvort Njarðvík sé að klára leikinn núna. Staðan er 58-50 og fjórar mínútur eftir. Það gengur lítið upp hjá heimastúlkum þessa stundina.4. leikhluti: Petrúnella Skúla var að negla niður þristi fyrir Njarðvík. Staðan er 63-53, þetta verður erfitt fyrir heimastúlkur héðan af. 3 mínútur eftir.4. leikhluti: Þetta er búið. Staðan er 65-53 fyrir Njarðvík og ein og hálf mínútu eftir af leiknum. Leik lokið: Njarðvík er komið í 2-0 í einvíginu og þurfa því aðeins ein sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með 74-56 sigri Njarðvíkinga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum