Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 26-23 | HK í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. mars 2012 15:05 Mynd/Stefán HK vann í kvöld þriggja marka sigur á Fram og tryggði sér þar með fjórða sæti N1-deildar karla. Fram sat eftir og komst ekki í úrslitakeppnina. Þetta var sanngjarn sigur hjá HK en Fram náði þó að jafna leikinn í seinni hálfleik og halda spennu í honum þar til á lokamínútunum. Með sigrinum er ljóst að HK endar í fjórða sæti N1-deildar karla en Fram situr eftir í því fimmta og því komið í sumarfrí. Það var til mikils ætlast af Fram í vetur enda var leikmannahópurinn styrktur með góðum leikmönnum í sumar. En það var ljóst í hvað stefndi á upphafsmínútunum. HK komst í 4-0 og voru betri á öllum sviðum, sérstaklega hvað varðar varnarleik og markvörslu. Framarar náðu þó að rífa sig upp og koma sér aftur inn í leikinn og á köflum sýndu þeir hvað þeir geta þegar þeir spila best. Fram náði að jafna metin í stöðunni 14-14 og þá opnaðist leikurinn upp á gátt. Leikmenn röðuðu inn mörkunum næstu mínúturnar og leikmenn keyrðu upp hraðann. Heimamenn náðu svo aftur tökum á leiknum þegar að sóknarleikur Framara fór aftur að hiksta. Heilt yfir var varnarleikur HK-inga betri og skilaði það sigrinum í kvöld. Ólafur Víðir Ólafsson átti einnig öfluga innkomu í kvöld og skoraði fimm góð mörk, þar af fjögur í seinni hálfleik. Tandri Konráðsson átti einnig ágæta spretti, aðallega í upphafi og lok leiksins, og aðrir í liði HK áttu heilt yfir ágætan dag. Stefán Baldvin Stefánsson var besti leikmaður Fram í kvöld og Sebastian Alexandersson átti stóran þátt í því að Fram náði að jafna leikinn í seinni hálfleik. En heildarsvipurinn á leik Fram var ekki nógu góður hjá Fram að þessu sinni sem var nokkuð lýsandi fyrir tímabilið í heild sinni hjá þeim bláklæddu. Einar Jónsson: Vonbrigðin gríðarlegEinar Jónsson tapaði öðrum úrslitaleik sínum á þremur dögum þegar að Fram tapaði fyrir HK í kvöld. Hann þjálfar einnig kvennalið Fram sem tapaði fyrir Val í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitil kvenna á miðvikudagskvöldið. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Það er erfitt að lýsa því orðum hvað þetta er sárt," sagði Einar og var ansi niðurlútur. Fram byrjaði vel í haust en svo fór að fjara undan. „Önnur umferðin var mjög slök hjá okkur. Menn geta reynt að rýna í ástæðurnar - við lendum í einhverjum meiðslum og fleira sem hægt er að týna til. En það er ýmislegt sem veldur því að við komumst ekki í úrslitakeppnina en ég ætla ekki að úttala mig um það strax eftir þennan leik." Hann var ekki ánægður með samstöðu og baráttuvilja leikmanna á vellinum í kvöld. „Nei. Ekki í sókninni að minnsta kosti. Ég get alveg sagt það." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Það eru einhverjar þreifingar í gangi. Hvað verður veit ég ekki eins og er. Það verður bara að koma í ljós og borgar sig að segja sem minnst eftir lokaleik deildarinnar." „En ég viðurkenni fúslega að þetta eru mikil vonbrigði. Ég er vanur því að vera í úrslitaleikjum og var ég farinn að gæla við það að koma okkur í fleiri úrslitaleiki á tímabili. En þessi leikur lýsir tímabilinu vel - þetta hefur verið upp og niður. Við áttum ekkert meira skilið og vonbrigðin eru gríðarleg." Kristinn: Verður ærið verkefni að stöðva HaukaKristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á Fram í kvöld sem og sætið í úrslitakeppninni. „Við vorum með svör við öllu því sem þeir voru að gera. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel og 6-0 vörnin okkar stóð vel." „Við lentum svo í vandræðum með þá þegar þeir keyrðu upp hraðann í seinni hálfleiknum. Þá ákváðum við að klippa út Róbert og það gekk eftir." Hann segir að HK hafi stefnt hærra en fjórða sætið. „Það voru vonbrigði að ná ekki öðru sætinu því við ætluðum okkur að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Það var markmiðið." „En með því að komast áfram erum við með miða um að geta gert eitthvað meira. Við ætluðum okkur meira en deildin var jöfn og spennandi og vorum við hársbreidd frá því. Við erum sáttir við að vera í úrslitakeppninni." Deildarmeistarar Hauka eru andstæðingar HK í úrslitakeppninni og sló Erlingur á létta strengi þegar hann var spurður um það einvígi. „Við eigum ekki nokkurn séns í þá. Þeir þurfa ekkert að æfa fyrir leikina og geta bara slappað af." „Nei, nei. Auðvitað eigum við séns. En Haukar eru gríðarlega vel skipulagðir og eru með besta þjálfara deildarinnar hingað til. Þeir eru með frábæra vörn og langbesta markvörð landsins. Það verður ærið verkefni að stöðva þá." „En það væri stórkostlegt ef okkur tækist að slá þá út." Ingimundur: Samheldnin og liðsheildin sterk hjá FramLandsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson var augljóslega afar niðurlútur eftir leik sinna manna gegn HK í kvöld. Fram komst ekki í úrslitakeppnina en liðið ætlaði sér stóra hluti í haust. „Það er ekki hægt að segja annað - vonbrigðin eru gífurleg. Við getum ekkert annað gert en að kenna okkur sjálfum um. Þetta stendur og fellur með okkur sjálfum." „Það er erfitt að draga út eitt atriði nú strax eftir leik. Nú þurfum við að setjast niður og meta veturinn í heild sinni." „Við komumst aldrei í takt við leikinn í kvöld. Við byrjuðum skelfilega og það var augljóst að við vorum ekki klárir í leikinn. Ég set spurningamerki við hugarfarið hjá okkur því það var klárlega ekki rétt." „Engu að síður náðum við að vinna okkur aftur inn í leikinn og jafna hann í síðari hálfleik. En við náum ekki að fara lengra en það." Hann segir að samstaðan og liðsheildin sé sterk hjá Fram. „Við erum með frábæran hóp og þetta eru flottir strákar. Samheldnin er fín en við höfum ekki fundið ástæðu fyrir því af hverju við náum ekki betur saman inni á vellinum." „Við erum heild og eins og í öllum hópíþróttum þá vinnum við saman og töpum líka saman. En það eru engin vandamál innan hópsins - því fer fjarri." Óvíst er hvað tekur við hjá Ingimundi en samningur hans rennur út í lok tímabilsins. „Það verður bara að koma í ljós. Tímabilið átti að vera lengra en þetta - þetta er ansi óvænt staða. Þau mál verða tekin upp þegar þar að kemur." Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
HK vann í kvöld þriggja marka sigur á Fram og tryggði sér þar með fjórða sæti N1-deildar karla. Fram sat eftir og komst ekki í úrslitakeppnina. Þetta var sanngjarn sigur hjá HK en Fram náði þó að jafna leikinn í seinni hálfleik og halda spennu í honum þar til á lokamínútunum. Með sigrinum er ljóst að HK endar í fjórða sæti N1-deildar karla en Fram situr eftir í því fimmta og því komið í sumarfrí. Það var til mikils ætlast af Fram í vetur enda var leikmannahópurinn styrktur með góðum leikmönnum í sumar. En það var ljóst í hvað stefndi á upphafsmínútunum. HK komst í 4-0 og voru betri á öllum sviðum, sérstaklega hvað varðar varnarleik og markvörslu. Framarar náðu þó að rífa sig upp og koma sér aftur inn í leikinn og á köflum sýndu þeir hvað þeir geta þegar þeir spila best. Fram náði að jafna metin í stöðunni 14-14 og þá opnaðist leikurinn upp á gátt. Leikmenn röðuðu inn mörkunum næstu mínúturnar og leikmenn keyrðu upp hraðann. Heimamenn náðu svo aftur tökum á leiknum þegar að sóknarleikur Framara fór aftur að hiksta. Heilt yfir var varnarleikur HK-inga betri og skilaði það sigrinum í kvöld. Ólafur Víðir Ólafsson átti einnig öfluga innkomu í kvöld og skoraði fimm góð mörk, þar af fjögur í seinni hálfleik. Tandri Konráðsson átti einnig ágæta spretti, aðallega í upphafi og lok leiksins, og aðrir í liði HK áttu heilt yfir ágætan dag. Stefán Baldvin Stefánsson var besti leikmaður Fram í kvöld og Sebastian Alexandersson átti stóran þátt í því að Fram náði að jafna leikinn í seinni hálfleik. En heildarsvipurinn á leik Fram var ekki nógu góður hjá Fram að þessu sinni sem var nokkuð lýsandi fyrir tímabilið í heild sinni hjá þeim bláklæddu. Einar Jónsson: Vonbrigðin gríðarlegEinar Jónsson tapaði öðrum úrslitaleik sínum á þremur dögum þegar að Fram tapaði fyrir HK í kvöld. Hann þjálfar einnig kvennalið Fram sem tapaði fyrir Val í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitil kvenna á miðvikudagskvöldið. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Það er erfitt að lýsa því orðum hvað þetta er sárt," sagði Einar og var ansi niðurlútur. Fram byrjaði vel í haust en svo fór að fjara undan. „Önnur umferðin var mjög slök hjá okkur. Menn geta reynt að rýna í ástæðurnar - við lendum í einhverjum meiðslum og fleira sem hægt er að týna til. En það er ýmislegt sem veldur því að við komumst ekki í úrslitakeppnina en ég ætla ekki að úttala mig um það strax eftir þennan leik." Hann var ekki ánægður með samstöðu og baráttuvilja leikmanna á vellinum í kvöld. „Nei. Ekki í sókninni að minnsta kosti. Ég get alveg sagt það." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Það eru einhverjar þreifingar í gangi. Hvað verður veit ég ekki eins og er. Það verður bara að koma í ljós og borgar sig að segja sem minnst eftir lokaleik deildarinnar." „En ég viðurkenni fúslega að þetta eru mikil vonbrigði. Ég er vanur því að vera í úrslitaleikjum og var ég farinn að gæla við það að koma okkur í fleiri úrslitaleiki á tímabili. En þessi leikur lýsir tímabilinu vel - þetta hefur verið upp og niður. Við áttum ekkert meira skilið og vonbrigðin eru gríðarleg." Kristinn: Verður ærið verkefni að stöðva HaukaKristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á Fram í kvöld sem og sætið í úrslitakeppninni. „Við vorum með svör við öllu því sem þeir voru að gera. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel og 6-0 vörnin okkar stóð vel." „Við lentum svo í vandræðum með þá þegar þeir keyrðu upp hraðann í seinni hálfleiknum. Þá ákváðum við að klippa út Róbert og það gekk eftir." Hann segir að HK hafi stefnt hærra en fjórða sætið. „Það voru vonbrigði að ná ekki öðru sætinu því við ætluðum okkur að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Það var markmiðið." „En með því að komast áfram erum við með miða um að geta gert eitthvað meira. Við ætluðum okkur meira en deildin var jöfn og spennandi og vorum við hársbreidd frá því. Við erum sáttir við að vera í úrslitakeppninni." Deildarmeistarar Hauka eru andstæðingar HK í úrslitakeppninni og sló Erlingur á létta strengi þegar hann var spurður um það einvígi. „Við eigum ekki nokkurn séns í þá. Þeir þurfa ekkert að æfa fyrir leikina og geta bara slappað af." „Nei, nei. Auðvitað eigum við séns. En Haukar eru gríðarlega vel skipulagðir og eru með besta þjálfara deildarinnar hingað til. Þeir eru með frábæra vörn og langbesta markvörð landsins. Það verður ærið verkefni að stöðva þá." „En það væri stórkostlegt ef okkur tækist að slá þá út." Ingimundur: Samheldnin og liðsheildin sterk hjá FramLandsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson var augljóslega afar niðurlútur eftir leik sinna manna gegn HK í kvöld. Fram komst ekki í úrslitakeppnina en liðið ætlaði sér stóra hluti í haust. „Það er ekki hægt að segja annað - vonbrigðin eru gífurleg. Við getum ekkert annað gert en að kenna okkur sjálfum um. Þetta stendur og fellur með okkur sjálfum." „Það er erfitt að draga út eitt atriði nú strax eftir leik. Nú þurfum við að setjast niður og meta veturinn í heild sinni." „Við komumst aldrei í takt við leikinn í kvöld. Við byrjuðum skelfilega og það var augljóst að við vorum ekki klárir í leikinn. Ég set spurningamerki við hugarfarið hjá okkur því það var klárlega ekki rétt." „Engu að síður náðum við að vinna okkur aftur inn í leikinn og jafna hann í síðari hálfleik. En við náum ekki að fara lengra en það." Hann segir að samstaðan og liðsheildin sé sterk hjá Fram. „Við erum með frábæran hóp og þetta eru flottir strákar. Samheldnin er fín en við höfum ekki fundið ástæðu fyrir því af hverju við náum ekki betur saman inni á vellinum." „Við erum heild og eins og í öllum hópíþróttum þá vinnum við saman og töpum líka saman. En það eru engin vandamál innan hópsins - því fer fjarri." Óvíst er hvað tekur við hjá Ingimundi en samningur hans rennur út í lok tímabilsins. „Það verður bara að koma í ljós. Tímabilið átti að vera lengra en þetta - þetta er ansi óvænt staða. Þau mál verða tekin upp þegar þar að kemur."
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira