Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. AP Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. Tiger Woods hefur glímt við meiðsli í hásin undanfarin misseri en svo virðist sem að meiðslin séu úr sögunni í bili. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum - alls 18. „Mér líður vel, það er allt eins og það á að vera. Vonandi verður þetta svona áfram," sagði Woods að loknum fyrsta keppnisdeginum. Charlie Wie frá Suður-Kóreu og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru efstir og jafnir á 66 höggum. Bandaríkjamaðurinn Nick Watney er á 68 höggum í þriðja sæti mótsins. „Ég gerði ekkert sem var stórkostlegt á fyrsta hringnum en ég gerði fá mistök," bætti Woods við. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. Tiger Woods hefur glímt við meiðsli í hásin undanfarin misseri en svo virðist sem að meiðslin séu úr sögunni í bili. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum - alls 18. „Mér líður vel, það er allt eins og það á að vera. Vonandi verður þetta svona áfram," sagði Woods að loknum fyrsta keppnisdeginum. Charlie Wie frá Suður-Kóreu og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru efstir og jafnir á 66 höggum. Bandaríkjamaðurinn Nick Watney er á 68 höggum í þriðja sæti mótsins. „Ég gerði ekkert sem var stórkostlegt á fyrsta hringnum en ég gerði fá mistök," bætti Woods við.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira