Umfjöllun og viðtöl: Fram - Akureyri 29-29 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 23. mars 2012 14:26 Mynd/Anton Fram og Akureyri skildu jöfn 29-29 í N1 deildinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og kaflaskiptur og hefðu Framarar getað unnið leikinn á lokasekúndunum en tókst ekki. Allt er opið fyrir síðustu umferð N1-deildarinnar því að öll þrjú liðin sem eru að berjast um síðustu tvö sætin inn í úrslitakeppni gerðu jafntefli í kvöld og því verður spennan rosaleg í síðustu umferðinni. Spennustigið var hátt í upphafi leiks og var greinilegt að bæði lið ætluðu að leggja allt í sölurnar í þessum leik. Framarar byrjuðu leikinn betur og komust í tveggja marka forystu með tveimur góðum mörkum frá Sigurði Eggertssyni. Akureyringar efldu vörn sína og áttu góðan sprett eftir þessa fínu byrjun Framara og náðu að jafna leikinn og komust í kjölfarið tveimur mörkum yfir um miðbik hálfleiksins. Akureyringar héldu forystunni næstu mínútur en innkoma Róberts Arons Hosters, í lið Fram efldi sóknarleik þeirra til muna og náðu þeir að jafna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum. Akureyringar náðu svo að skora síðasta mark hálfleiksins en þar var að verki Bjarni Fritzson úr vítakasti. Akureyringar leiddu því 13-14 eftir virkilega skemmtilegan og spennandi fyrri hálfleik. Akureyringar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og virtust þeir vera að ná ákveðnum tökum á leiknum þegar þeir komust í þriggja marka forystu þegar tæpar tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum. Á þessum tímapunkti fengu Framarar fyrstu tveggja mínútna brottvísun leiksins en þeir efldust virkilega við hana. Þeir skelltu í lás á næstu mínútum á meðan að sóknarleikurinn gekk eins og smurður. Framarar voru því komnir í þriggja marka forystu, 25-22 þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum og leikurinn algjörlega búinn að snúast þeim í hag. Næstu mínútur voru æsilegar og náðu Akureyringar með mikilli baráttu og eljusemi að koma sér aftur inn í leikinn og voru þeir búnir að jafna leikinn þegar rúmlega tíu sekúndur voru eftirnáðu þeir að jafna leikinn þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir. Framarar fengu gullið tækifæri til þess að klára leikinn úr opnu færi á síðustu sekúndu leiksins en Sveinbjörn Pétursson, varði meistaralega. Leikurinn var hreint út sagt frábær skemmtun, virkilega kaflaskiptur og hefði getað endað báðu megin að lokum. Jóhann Gunnar Einarsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn Fram fóru gjörsamlega á kostum í sóknarleiknum fyrir sína menn og skoruðu samtals nítján mörk. Akureyringar spiluðu virkilega vel mestan kafla leiksins þó að varnarleikur þeirra hafi dottið nokkuð niður í seinni hálfleiknum. Þeir sýndu virkilega mikinn karakter að ná að jafna leikinn undir lok leiks. Bjarni Fritzson átti virkilega góðan leik fyrir sína menn og skoraði níu mörk.Einar: Dómgæslan gjörsamlega útúr kortinu „Við áttum að vinna þennan leik. Við vorum komnir þremur mörkum yfir hérna en erum klaufar að klára þetta ekki. Dómgæslan var náttúrulega skelfileg hérna og ég ætla að fullyrða það að hún var 80/20 þeim í hag í þessum leik. Að við höfum ekki verið meira undir hérná á köflum sökum dómgæslunnar er náttúrulega alveg ótrúlegt,” sagði Einar. „Við sýndum hrikalegan karakter og er ég mjög stoltur af mínu liði. Við erum samt auðvitað að gera mikið af mistökum sjálfir og þurfum við að hugsa fyrst og fremst um það. En ég er ánægður með karakterinn hérna. Við vorum miklu fastari fyrir hérna í seinni hálfleik en það er lýsandi fyrir dómgæsluna að við fáum fyrstu tvær mínúturnar í þessum leik þrátt fyrir að hafa verið lamdir niður hérna í þrjátíu mínútur,” bætti Einar við. „Ég er stoltur af liðinu. Við erum ennþá inní þessu og það er frábært,” sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram að lokum.Atli: Sáttir með jafnteflið úr því sem komið var „Úr því sem komið var erum við mjög sáttir með jafnteflið. Við vorum samt komnir í fína forystu þarna um miðjan hálfleikinn og vorum með boltann en fórum ekki nægilega vel með þann séns. Varnarleikurinn í seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður. Við vorum að fá alltof mörg mörk á okkur. Þetta var samt flottur leikur þar sem tvö virkilega góð lið voru að mætast,” sagði Atli. „Ég vísa þessum ummælum Einars um dómgæsluna til föðurhúsanna. Þeir hefðu oft átt að fá dæmt á sig tvær mínútur þegar hangið var aftan í okkar mönnum ásamt vítaköstum sem þeir fengu en við fengum ekki. Mér finnst þessi túlkun Einars frekar gróf,” bætti Atli við. „Við ætlum okkur að fara alla leið í ár. Við fórum í úrslitaleikinn í fyrra og töpuðum þar þannig að það er ekkert minna sem við ætlum að gera í ár. Ég veit samt ekki alveg hvort að við séum öruggir inn í úrslitakeppnina en við ætlum bara að klára okkar,” sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyri í leikslok.Heimir:Frábært stig í lokin „Mér finnst við rosalega snöggir að klúðra þessari þriggja marka forystu í seinni hálfleiknum en þetta var frábært stig í lokin. Við áttum í erfiðleikum að hemja Fram-strákana í sókninni á þessum tímapunkti en það var allt inni hjá þeim,” sagði Heimir. „Við þurfum að vinna okkar síðasta leik held ég og við ætlum bara að klára hann. Þessi úrslitakeppni verður frábær þar sem fjögur mjög jöfn lið eru að mætast. Öll liðin eru mjög öflög en þó að Haukarnir hafi verið sterkastir í deildarkeppninni þá finnst mér þetta bara 5050 hjá öllum liðum,” sagði Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyri í leikslok Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Fram og Akureyri skildu jöfn 29-29 í N1 deildinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og kaflaskiptur og hefðu Framarar getað unnið leikinn á lokasekúndunum en tókst ekki. Allt er opið fyrir síðustu umferð N1-deildarinnar því að öll þrjú liðin sem eru að berjast um síðustu tvö sætin inn í úrslitakeppni gerðu jafntefli í kvöld og því verður spennan rosaleg í síðustu umferðinni. Spennustigið var hátt í upphafi leiks og var greinilegt að bæði lið ætluðu að leggja allt í sölurnar í þessum leik. Framarar byrjuðu leikinn betur og komust í tveggja marka forystu með tveimur góðum mörkum frá Sigurði Eggertssyni. Akureyringar efldu vörn sína og áttu góðan sprett eftir þessa fínu byrjun Framara og náðu að jafna leikinn og komust í kjölfarið tveimur mörkum yfir um miðbik hálfleiksins. Akureyringar héldu forystunni næstu mínútur en innkoma Róberts Arons Hosters, í lið Fram efldi sóknarleik þeirra til muna og náðu þeir að jafna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum. Akureyringar náðu svo að skora síðasta mark hálfleiksins en þar var að verki Bjarni Fritzson úr vítakasti. Akureyringar leiddu því 13-14 eftir virkilega skemmtilegan og spennandi fyrri hálfleik. Akureyringar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og virtust þeir vera að ná ákveðnum tökum á leiknum þegar þeir komust í þriggja marka forystu þegar tæpar tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum. Á þessum tímapunkti fengu Framarar fyrstu tveggja mínútna brottvísun leiksins en þeir efldust virkilega við hana. Þeir skelltu í lás á næstu mínútum á meðan að sóknarleikurinn gekk eins og smurður. Framarar voru því komnir í þriggja marka forystu, 25-22 þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum og leikurinn algjörlega búinn að snúast þeim í hag. Næstu mínútur voru æsilegar og náðu Akureyringar með mikilli baráttu og eljusemi að koma sér aftur inn í leikinn og voru þeir búnir að jafna leikinn þegar rúmlega tíu sekúndur voru eftirnáðu þeir að jafna leikinn þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir. Framarar fengu gullið tækifæri til þess að klára leikinn úr opnu færi á síðustu sekúndu leiksins en Sveinbjörn Pétursson, varði meistaralega. Leikurinn var hreint út sagt frábær skemmtun, virkilega kaflaskiptur og hefði getað endað báðu megin að lokum. Jóhann Gunnar Einarsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn Fram fóru gjörsamlega á kostum í sóknarleiknum fyrir sína menn og skoruðu samtals nítján mörk. Akureyringar spiluðu virkilega vel mestan kafla leiksins þó að varnarleikur þeirra hafi dottið nokkuð niður í seinni hálfleiknum. Þeir sýndu virkilega mikinn karakter að ná að jafna leikinn undir lok leiks. Bjarni Fritzson átti virkilega góðan leik fyrir sína menn og skoraði níu mörk.Einar: Dómgæslan gjörsamlega útúr kortinu „Við áttum að vinna þennan leik. Við vorum komnir þremur mörkum yfir hérna en erum klaufar að klára þetta ekki. Dómgæslan var náttúrulega skelfileg hérna og ég ætla að fullyrða það að hún var 80/20 þeim í hag í þessum leik. Að við höfum ekki verið meira undir hérná á köflum sökum dómgæslunnar er náttúrulega alveg ótrúlegt,” sagði Einar. „Við sýndum hrikalegan karakter og er ég mjög stoltur af mínu liði. Við erum samt auðvitað að gera mikið af mistökum sjálfir og þurfum við að hugsa fyrst og fremst um það. En ég er ánægður með karakterinn hérna. Við vorum miklu fastari fyrir hérna í seinni hálfleik en það er lýsandi fyrir dómgæsluna að við fáum fyrstu tvær mínúturnar í þessum leik þrátt fyrir að hafa verið lamdir niður hérna í þrjátíu mínútur,” bætti Einar við. „Ég er stoltur af liðinu. Við erum ennþá inní þessu og það er frábært,” sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram að lokum.Atli: Sáttir með jafnteflið úr því sem komið var „Úr því sem komið var erum við mjög sáttir með jafnteflið. Við vorum samt komnir í fína forystu þarna um miðjan hálfleikinn og vorum með boltann en fórum ekki nægilega vel með þann séns. Varnarleikurinn í seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður. Við vorum að fá alltof mörg mörk á okkur. Þetta var samt flottur leikur þar sem tvö virkilega góð lið voru að mætast,” sagði Atli. „Ég vísa þessum ummælum Einars um dómgæsluna til föðurhúsanna. Þeir hefðu oft átt að fá dæmt á sig tvær mínútur þegar hangið var aftan í okkar mönnum ásamt vítaköstum sem þeir fengu en við fengum ekki. Mér finnst þessi túlkun Einars frekar gróf,” bætti Atli við. „Við ætlum okkur að fara alla leið í ár. Við fórum í úrslitaleikinn í fyrra og töpuðum þar þannig að það er ekkert minna sem við ætlum að gera í ár. Ég veit samt ekki alveg hvort að við séum öruggir inn í úrslitakeppnina en við ætlum bara að klára okkar,” sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyri í leikslok.Heimir:Frábært stig í lokin „Mér finnst við rosalega snöggir að klúðra þessari þriggja marka forystu í seinni hálfleiknum en þetta var frábært stig í lokin. Við áttum í erfiðleikum að hemja Fram-strákana í sókninni á þessum tímapunkti en það var allt inni hjá þeim,” sagði Heimir. „Við þurfum að vinna okkar síðasta leik held ég og við ætlum bara að klára hann. Þessi úrslitakeppni verður frábær þar sem fjögur mjög jöfn lið eru að mætast. Öll liðin eru mjög öflög en þó að Haukarnir hafi verið sterkastir í deildarkeppninni þá finnst mér þetta bara 5050 hjá öllum liðum,” sagði Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyri í leikslok
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira