Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-19 Elvar Geir Magnússon skrifar 23. mars 2012 14:29 Mynd/Elvis Haukar eru orðnir deildarmeistarar í handbolta þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af N1-deild karla. Þeir unnu Aftureldingu í kvöld en á sama tíma mistókst FH að vinna HK. Þetta er þriðji titill Hauka á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Leikurinn í Schenkerhöllinni í kvöld var mjög sérstakur. Haukaliðið var eins og svart og hvítt eftir hálfleikjum. Í fyrri hálfleik voru þeir eins og byrjendur í faginu en sýndu karakter í seinni hálfleik og unnu á endanum 21-19. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, er vanur stórleikjum. Hann á stóran þátt í því að Haukar náðu að snúa leiknum við. Varði á mikilvægum augnablikum og dreif sína menn áfram. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklum pirringi hjá heimamönnum og værukærð en eins og í góðu ævintýri endaði þetta með því að bikarinn fór á loft.Birkir Ívar: Glaður á bekknum meðan Aron ver 20 bolta í leik "Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að vinna titla, þetta var verðskuldað þar að auki," sagði Birkir Ívar eftir leikinn "Við höfum lagt hart að okkur í vetur og það hefur verið stígandi í flestum aðgerðum. Þetta var mjög erfiður leikur í dag en ég er mjög ánægður með viljann og karakterinn sem menn sýndu í seinni hálfleik til að klára dæmið." "Það er gott að geta komið með eitthvað jákvætt í leikinn. Ég er með frábæran félaga em hefur staðið sig vel í vetur, Aron Rafn, og ég skal glaður sitja á bekknum ef hann heldur áfram að verja 20 bolta í leik."Aron Kristjáns: Töluðum íslensku í hálfleik "Þetta var mjög erfiður leikur og við komum skakkt inn í hann. Það spilaði margt saman, vafaatriði í dómgæslunni fóru á móti okkur og við fengum hraðaupphlaup í bakið. Afturelding er með baráttuglatt lið," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. "Liðið sýndi svakalegan karakter í seinni hálfleik. Birkir Ívar kom inn sem sannur fyrirliði og spilaði frábærlega. Hann reif félaga sína áfram. Við töluðum saman íslensku í hálfleik og menn rifu sig upp af rassgatinu í seinni hálfleik. Olís-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Haukar eru orðnir deildarmeistarar í handbolta þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af N1-deild karla. Þeir unnu Aftureldingu í kvöld en á sama tíma mistókst FH að vinna HK. Þetta er þriðji titill Hauka á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Leikurinn í Schenkerhöllinni í kvöld var mjög sérstakur. Haukaliðið var eins og svart og hvítt eftir hálfleikjum. Í fyrri hálfleik voru þeir eins og byrjendur í faginu en sýndu karakter í seinni hálfleik og unnu á endanum 21-19. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, er vanur stórleikjum. Hann á stóran þátt í því að Haukar náðu að snúa leiknum við. Varði á mikilvægum augnablikum og dreif sína menn áfram. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklum pirringi hjá heimamönnum og værukærð en eins og í góðu ævintýri endaði þetta með því að bikarinn fór á loft.Birkir Ívar: Glaður á bekknum meðan Aron ver 20 bolta í leik "Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að vinna titla, þetta var verðskuldað þar að auki," sagði Birkir Ívar eftir leikinn "Við höfum lagt hart að okkur í vetur og það hefur verið stígandi í flestum aðgerðum. Þetta var mjög erfiður leikur í dag en ég er mjög ánægður með viljann og karakterinn sem menn sýndu í seinni hálfleik til að klára dæmið." "Það er gott að geta komið með eitthvað jákvætt í leikinn. Ég er með frábæran félaga em hefur staðið sig vel í vetur, Aron Rafn, og ég skal glaður sitja á bekknum ef hann heldur áfram að verja 20 bolta í leik."Aron Kristjáns: Töluðum íslensku í hálfleik "Þetta var mjög erfiður leikur og við komum skakkt inn í hann. Það spilaði margt saman, vafaatriði í dómgæslunni fóru á móti okkur og við fengum hraðaupphlaup í bakið. Afturelding er með baráttuglatt lið," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. "Liðið sýndi svakalegan karakter í seinni hálfleik. Birkir Ívar kom inn sem sannur fyrirliði og spilaði frábærlega. Hann reif félaga sína áfram. Við töluðum saman íslensku í hálfleik og menn rifu sig upp af rassgatinu í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira