Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta 24. mars 2012 15:54 Bessastaðir Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta á Bessastaði, eða rúm 66 prósent landsmanna. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Capacent Gallup. Tæplega 34 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnunni vildu helst sjá Ólaf Ragnar Grímsson gegna embætti forseta Íslands áfram. Í tilkynningu frá hópnum Betri valkost á Bessastaði, sem lét framkvæmda könnunina, segir að þrjár konur hafi oftast verið nefndar sem þeir valkostir sem fólk vildi helst fá í staðinn fyrir sitjandi forseta. „Þetta eru þær Þóra Arnórsdóttir, Elín Hirst og Salvör Nordal. Næstir á eftir komu Páll Skúlason, Stefán Jón Hafstein og Þórólfur Árnason. Athygli vekur að nær tvöfalt fleiri nefndu Þóru sem sitt fyrsta val, en þau sem koma í næstu sætum á eftir." Alls völdu 30,3% þeirra sem nefndu að minnsta kosti einn valkost í könnuninni Þóru sem sitt fyrsta, annað eða þriðja val, en 41,5% þeirra völdu Ólaf í eitthvað sæti. Þá völdu rúmlega 22% Elínu Hirst og tæplega 19% Salvöru Nordal sem sitt fyrsta til þriðja val. Aðrir sem spurt var um i könnuninni voru valdir í eitthvað sæti af um 17% eða færri. „Samkvæmt þessu virðist fjöldi frambjóðenda geta ráðið mestu um það hvort núverandi forseti haldi velli eða ekki. Þá vekur það athygli að 83% af þeim sem svöruðu tóku afstöðu," segir í tilkynningunni. Þátttakendur í könnuninni voru beðnir um að velja sinn fyrsta, annan og þriðja valkost sem næsta forseta landsins. Könnunin fór fram dagana 15. - 23. mars 2012. Spurt var: Hvert eftirtalinna myndir þú helst vilja sjá sem forseta Íslands? Svarhlutfall var 62,8% og úrtaksstærð 1346 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr viðhorfshópi Capacent Gallup. Könnunin var gerð fyrir hópinn Betri valkost á Bessastaði, sem stofnaður var fyrr í þessum mánuði. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta á Bessastaði, eða rúm 66 prósent landsmanna. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Capacent Gallup. Tæplega 34 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnunni vildu helst sjá Ólaf Ragnar Grímsson gegna embætti forseta Íslands áfram. Í tilkynningu frá hópnum Betri valkost á Bessastaði, sem lét framkvæmda könnunina, segir að þrjár konur hafi oftast verið nefndar sem þeir valkostir sem fólk vildi helst fá í staðinn fyrir sitjandi forseta. „Þetta eru þær Þóra Arnórsdóttir, Elín Hirst og Salvör Nordal. Næstir á eftir komu Páll Skúlason, Stefán Jón Hafstein og Þórólfur Árnason. Athygli vekur að nær tvöfalt fleiri nefndu Þóru sem sitt fyrsta val, en þau sem koma í næstu sætum á eftir." Alls völdu 30,3% þeirra sem nefndu að minnsta kosti einn valkost í könnuninni Þóru sem sitt fyrsta, annað eða þriðja val, en 41,5% þeirra völdu Ólaf í eitthvað sæti. Þá völdu rúmlega 22% Elínu Hirst og tæplega 19% Salvöru Nordal sem sitt fyrsta til þriðja val. Aðrir sem spurt var um i könnuninni voru valdir í eitthvað sæti af um 17% eða færri. „Samkvæmt þessu virðist fjöldi frambjóðenda geta ráðið mestu um það hvort núverandi forseti haldi velli eða ekki. Þá vekur það athygli að 83% af þeim sem svöruðu tóku afstöðu," segir í tilkynningunni. Þátttakendur í könnuninni voru beðnir um að velja sinn fyrsta, annan og þriðja valkost sem næsta forseta landsins. Könnunin fór fram dagana 15. - 23. mars 2012. Spurt var: Hvert eftirtalinna myndir þú helst vilja sjá sem forseta Íslands? Svarhlutfall var 62,8% og úrtaksstærð 1346 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr viðhorfshópi Capacent Gallup. Könnunin var gerð fyrir hópinn Betri valkost á Bessastaði, sem stofnaður var fyrr í þessum mánuði.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira