Næsta PlayStation kölluð "Orbis" 29. mars 2012 22:30 Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. mynd/sony Tæknifréttasíðan Kotaku greindi frá því fyrr í vikunni að næsta PlayStation leikjatölvan verði kölluð „Orbis." Síðan ræddi við óþekktan heimildarmann hjá Sony. Hann heldur því fram að leikjatölvan verði margfalt öflugri en PlayStation 3. Þannig mun leikjatölvan styðja upplausn allt upp í 4096x2160. Afar fá sjónvörp styðja slíka upplausn. Tæknifyrirtækið Toshiba hefur þó hafið þróun á slíku háskerpu sjónvarpi og er búist við að fleiri fyrirtæki eigi eftir að gera hið saman. Heimildarmaðurinn segir að leikjatölvan sé kölluð Orbis. Hann gat þó ekki staðfest hvort að þetta væri vinnuheiti eða raunverulegt nafn leikjatölvunnar. Þá er talið að nýja leikjatölvan muni ekki styðja notaða tölvuleiki. Talið var að Sony myndi kynna leikjatölvuna á E3 tölvuleikjaráðstefnunni í sumar en fulltrúar fyrirtækisins hafa staðfest að svo er ekki. Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. Hægt er að nálgast umfjöllun Kotaku hér. Leikjavísir Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Tæknifréttasíðan Kotaku greindi frá því fyrr í vikunni að næsta PlayStation leikjatölvan verði kölluð „Orbis." Síðan ræddi við óþekktan heimildarmann hjá Sony. Hann heldur því fram að leikjatölvan verði margfalt öflugri en PlayStation 3. Þannig mun leikjatölvan styðja upplausn allt upp í 4096x2160. Afar fá sjónvörp styðja slíka upplausn. Tæknifyrirtækið Toshiba hefur þó hafið þróun á slíku háskerpu sjónvarpi og er búist við að fleiri fyrirtæki eigi eftir að gera hið saman. Heimildarmaðurinn segir að leikjatölvan sé kölluð Orbis. Hann gat þó ekki staðfest hvort að þetta væri vinnuheiti eða raunverulegt nafn leikjatölvunnar. Þá er talið að nýja leikjatölvan muni ekki styðja notaða tölvuleiki. Talið var að Sony myndi kynna leikjatölvuna á E3 tölvuleikjaráðstefnunni í sumar en fulltrúar fyrirtækisins hafa staðfest að svo er ekki. Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. Hægt er að nálgast umfjöllun Kotaku hér.
Leikjavísir Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira