Sigurður: Hávaxtastefna Seðlabankans ein meginástæða hrunsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. mars 2012 11:59 Sigurður Einarsson skaut föstum skotum að Seðlabankanum þegar hann bar vitni í dag. mynd/ gva. Það eru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing varð eins illa úti í hruninu og raun bar vitni. Þetta sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fyrir Landsdómi í dag. Sigurður nefndi i fyrsta lagi hina alþjóðlegu kreppu sem reið yfir. „Þetta er versta kreppa sem hefur komið í um 100 ár. Ég held að það sé langsótt að telja að fyrrverandi forsætisráðherra eða einhver bankastjóri hafi getað gert eitthvað í því," sagði Sigurður. Sigurður sagði að önnur ástæðan væri „gegndalaus hávaxtastefna Seðlabankans sem hafi neytt almenning og fyrirtæki út í lántökur erlendis," eins og hann orðaði það. Peningamagn í umferð hafi aukist mjög mikið. „Það getur ekki farið öðruvísi en svo að að gengi gjaldmiðilsins hrynur," sagði Sigurður. Sigurður sagði að þetta væru tvær meginástæður þess að svo fór sem fór. Þriðja ástæðan hafi verið neyðarlögin þar sem kröfuhöfum var mismunað og lögum verið breytt. Í fjórða lagi hafi það verið yfirtaka breskra yfirvalda á Singer & Friedlander. Með þeirri yfirtöku hafi Kaupþing orðið tæknilega gjaldþrota. Skýrslutakan yfir Sigurði hófst um hálftólf. Það fækkaði dálítið í salnum eftir að Ingibjörg, sem var fyrst til að gefa skýrslu í dag, yfirgaf salinn. Langflestir stjórnmálamennirnir sem voru hér í Þjóðmenningarhúsinu eru farnir. Í staðinn komu fulltrúar frá sérstökum saksóknara sem eru að rannsaka efnahagsbrot sem Sigurður Einarsson og aðrir stjórnendur Kaupþings eru grunaðir um að vera viðriðnir. Landsdómur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Það eru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing varð eins illa úti í hruninu og raun bar vitni. Þetta sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fyrir Landsdómi í dag. Sigurður nefndi i fyrsta lagi hina alþjóðlegu kreppu sem reið yfir. „Þetta er versta kreppa sem hefur komið í um 100 ár. Ég held að það sé langsótt að telja að fyrrverandi forsætisráðherra eða einhver bankastjóri hafi getað gert eitthvað í því," sagði Sigurður. Sigurður sagði að önnur ástæðan væri „gegndalaus hávaxtastefna Seðlabankans sem hafi neytt almenning og fyrirtæki út í lántökur erlendis," eins og hann orðaði það. Peningamagn í umferð hafi aukist mjög mikið. „Það getur ekki farið öðruvísi en svo að að gengi gjaldmiðilsins hrynur," sagði Sigurður. Sigurður sagði að þetta væru tvær meginástæður þess að svo fór sem fór. Þriðja ástæðan hafi verið neyðarlögin þar sem kröfuhöfum var mismunað og lögum verið breytt. Í fjórða lagi hafi það verið yfirtaka breskra yfirvalda á Singer & Friedlander. Með þeirri yfirtöku hafi Kaupþing orðið tæknilega gjaldþrota. Skýrslutakan yfir Sigurði hófst um hálftólf. Það fækkaði dálítið í salnum eftir að Ingibjörg, sem var fyrst til að gefa skýrslu í dag, yfirgaf salinn. Langflestir stjórnmálamennirnir sem voru hér í Þjóðmenningarhúsinu eru farnir. Í staðinn komu fulltrúar frá sérstökum saksóknara sem eru að rannsaka efnahagsbrot sem Sigurður Einarsson og aðrir stjórnendur Kaupþings eru grunaðir um að vera viðriðnir.
Landsdómur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði