Segir að neyðarlán frá Seðlabanka hafi enn verið í Kaupþingi við fall 14. mars 2012 14:50 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Útlit er fyrir að tugir milljarða króna af skattfé almennings séu nú glataðir vegna þessarar lánveitingar til Kaupþings banka m.a vegna þess að veðandlagið sem tryggði lánið, danski bankinn FIH Erhversbank, var ekki jafn traustur og verðmætur og menn töldu þegar lánið var veitt. Með láninu til Kaupþings tók Seðlabankinn allsherjarverð í FIH Erhversbank en við sölu danska bankans var gerður samningur sem m.a gengur út á væntingar um að tiltekið verðmæti fáist fyrir skargripafyrirtækið Pandóru, sem var í eigu FIH, en útlit er fyrir að þessi samningur hafi ekki verið mjög hagstæður fyrir Seðlabanka Íslands. Sjá nánar hér. Kaupþing lánaði Lindsor Holdings 171 milljón evra, jafnvirði um 28 milljarða króna hinn 6. október 2008. Lánið var veitt sama dag og Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán. Lánið til Lindsor, sem var aldrei borið undir lánanefnd Kaupþings banka, var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Með öðrum orðum þá var lánið sem veitt var af gjaldeyrisforða Seðlabankans notað til að kaupa skuldabréf og þar með bjarga völdum starfsmönnum Kaupþings. Að lokinni skýrslutöku í Landsdómi á mánudag spurði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Sigurð Einarsson út í 500 milljóna evra neyðarlánið frá Seðlabankanum og hvert peningarnir hafi farið. „Peningarnir voru ennþá í bankanum þegar hann féll," sagði Sigurður. Hann kinkaði jafnframt kolli þegar hann var spurður aftur hvort Kaupþing hafi átt „500 milljónir evra í cash" þegar bankinn féll, en vildi ekki tjá sig um lánnveitinguna til Lindsor Holdings. Sjá má viðtalið í heild sinni í myndskeiði fyrir ofan eða með því að smella hér. Landsdómur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Útlit er fyrir að tugir milljarða króna af skattfé almennings séu nú glataðir vegna þessarar lánveitingar til Kaupþings banka m.a vegna þess að veðandlagið sem tryggði lánið, danski bankinn FIH Erhversbank, var ekki jafn traustur og verðmætur og menn töldu þegar lánið var veitt. Með láninu til Kaupþings tók Seðlabankinn allsherjarverð í FIH Erhversbank en við sölu danska bankans var gerður samningur sem m.a gengur út á væntingar um að tiltekið verðmæti fáist fyrir skargripafyrirtækið Pandóru, sem var í eigu FIH, en útlit er fyrir að þessi samningur hafi ekki verið mjög hagstæður fyrir Seðlabanka Íslands. Sjá nánar hér. Kaupþing lánaði Lindsor Holdings 171 milljón evra, jafnvirði um 28 milljarða króna hinn 6. október 2008. Lánið var veitt sama dag og Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán. Lánið til Lindsor, sem var aldrei borið undir lánanefnd Kaupþings banka, var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Með öðrum orðum þá var lánið sem veitt var af gjaldeyrisforða Seðlabankans notað til að kaupa skuldabréf og þar með bjarga völdum starfsmönnum Kaupþings. Að lokinni skýrslutöku í Landsdómi á mánudag spurði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Sigurð Einarsson út í 500 milljóna evra neyðarlánið frá Seðlabankanum og hvert peningarnir hafi farið. „Peningarnir voru ennþá í bankanum þegar hann féll," sagði Sigurður. Hann kinkaði jafnframt kolli þegar hann var spurður aftur hvort Kaupþing hafi átt „500 milljónir evra í cash" þegar bankinn féll, en vildi ekki tjá sig um lánnveitinguna til Lindsor Holdings. Sjá má viðtalið í heild sinni í myndskeiði fyrir ofan eða með því að smella hér.
Landsdómur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira