Fótbolti

Stórliðin Barcelona og AC Milan mætast - Chelsea fékk Benfica

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er búið að draga í Meistaradeildinni og nú er orðið ljóst hvaða leið liðin fara í gegnum bæði átta liða úrslitin og undanúrslitin.

Stórleikur átta liða úrslita Meistaradeildarinnar verður örugglega leikur Barcelona og AC Milan og þá er einnig lorðið jóst að spænsku liðin Barcelona og Real Madrid mætast ekki fyrr en í úrslitaleiknum fari þau alla leið.

Real Madrid hafði heppnina með sér þegar liðið lenti á móti spútnikliði APOEL Nikósía frá Kýpur en í undanúrslitunum bíður síðan sigurvegarinn úr viðureign Marseille og Bayern München.

Chelsea lenti á móti portúgalska liðinu Benfica en komist liðið áfram í undanúrslitin þá bíður liðsins leikur á móti annaðhvort AC Milan eða Barcelona.



Þessi lið mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar:

1) APOEL Nikósía - Real Madrid

2) Marseille - Bayern München

3) Benfica - Chelsea

4) AC Milan - Barcelona



Þessi lið mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar:

1) Marseille/Bayern München - APOEL Nikósía - Real Madrid

2) Benfica/Chelsea - AC Milan/Barcelona



Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara fram á tímabilinu 27.-28. mars. Síðari leikirnir fara fram 3.-4. apríl. Undanúrslitin fara síðan fram 17./18. apríl og 24./25. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×