Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum nú síðdegis og í kvöld en Víkingar frá Ólafsvík fóru illa með BÍ/Bolungarvík þegar liðið vann 2-1 í Kórnum.
Það var Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem skoraði bæði mörk Víkings Ó. í leiknum. Dennis Nielsen skoraði eina mark BÍ/Bolungarvíkur.
Framarar unnu sjötta leik sinn í röð í Lengjubikarnum í kvöld þegar þeir fóru létt með Þróttarana 3-1. Liðið er því komið áfram í 8-liða úrslit keppninnar.
Sam Hewson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson gerðu mörk Fram í leiknum. Framarar urðu því fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum.
Fótbolti