Innlent

Samráðshópurinn vann drög að neyðarlögunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samráðshópur um fármálastöðugleika, undir stjórn Bolla Þórs Bollasonar, lét vinna viðbúnaðaráætlun sem varð til þess að unnin voru drög að frumvarpi til neyðarlaga. Geir Haarde hafnaði því með öllu fyrir Landsdómi í morgun að vinna hópsins hafi verið ómarkviss. Einn liður í ákæru gegn Geir snýr að starfi hópsins.

„Ég tel að það sé algjört rangnefni að tala um að vinna hópsins hafi verið ómarkviss eða að hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Hver var hinn tilætlaði árangur ef hann var ekki að undirbúa þetta, „ sagði Geir. Fjármálaeftirlitið hafi síðan fengið tillögur frá samráðshópnum og menn í Fjármálaeftirlitð eða lögfræðingar sem Fjármálaeftirlitið kallaði til sem unnu frumvarpið. Hann sagði að forsætisráðuneytð á Íslandi væri svo lítið að það hefði aldrei haft burði til að vinna frumvarp eins og neyðarlagafrumvarpið.

Geir spurði hvort einhver hefði ætlast til þess að samsráðshópurinn kæmi í veg fyrir fjármálahrunið. „Ég held að það detti það ekki nokkrum manni í hug," sagði Geir.

Sigríður spurði Geir hvort leynd hefði hvílt yfir starfi hópsins en Geir kvað það ekki hafa verið. „Það lá fyrir að þessi hópur var til," sagði Geir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×