Innlent

Segir starf samráðshópsins hafa verið markvisst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Drög að frumvarpi um neyðarlög voru kynnt í viðskiptaráðuneytinu 9. maí 2008, sagði Björgvin. G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fyrir Landsdómi í dag. Frumvarpið var undirbúið fyrir tilstuðlan samráðshóps um fjármálastöðugleika.

„Starf samráðshóps skilaði verulegum árangri. Þetta var vel heppnað starf," sagði Björgvin fyrir dómi í dag. Hann sagði að starfið hefði skilað því að það var gert ráð fyrir hverju sem er. Það var gert ráð fyrir að hvaðeina gæti dunið yfir ef kreppan dýpkaði. Á grundvelli samráðshópsins var hægt að taka grundvallaðar ákvarðanir eftir að lehman brothers féll," sagði Björgvin.

Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari spurði Björgvin hvort hann hefði haft fullnægjandi upplýsingar um starf hópsins. Forseti Landsdóms, Markús Sigurbjörnsson, var ósáttur við svör Björgvins og bað hann um að fara ekki út fyrir efnið.

Björgvin er fyrsta vitnið til að koma fyrir landsdóm en búist er við því að Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, mæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×