Dýrmætar heimildir að myndast í Landsdómsmálinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2012 18:44 Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. Landsdómur hafnaði í morgun beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis um leyfi til að senda réttarhöldin yfir Geir H. Haarde út í beinni útsendingu. Þrátt fyrir að óheimilt sé samkvæmt lögum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi í sakamáli þá geta dómarar veitt undanþágur frá banninu ef sérstaklega stendur á. „Manni finnst að hafi einhvern tímann verið ástæða til þess að nýta þær þá sé það nú, ekki síst í ljósi þess að bæði saksóknari og sakborningur hafa sagt að það sé þeim að meinalausu að það sé útvarpað og sjónvarpað og áhuginn er slíkur," Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Aðeins 70 áhorfendur mega vera í dómsal og þurftu nokkrir frá að bíða eftir að komast inn í salinn eða frá að hverfa í dag. Vitnaleiðslurnar í Landsdómi eru teknar upp. Þær verða þó ekki aðgengilegar almenningi næstu áratugina. Guðni segir að til að átta sig á eðli og umfangi efnahagshrunsins þá séu við réttarhöldin að myndast dýrmætar heimildir til frekari rannsókna. „Það væri miklu öruggara að geta stuðst við frásagnir þeirra sem þarna eru leiddir eru upp í vitnastúku án milliliða," segir Guðni. Innanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við að ekki sé leyft að sjónvarpa úr dómssal. „Aðalmálið er að þessi réttarhöld fari eðlilega fram og að af þeim sé fréttaflutningur og að þau séu opin að því leyti en að öðru leyti tekur Landsdómur ákvörðun um hvernig staðið er að þessum málum," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Landsdómur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. Landsdómur hafnaði í morgun beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis um leyfi til að senda réttarhöldin yfir Geir H. Haarde út í beinni útsendingu. Þrátt fyrir að óheimilt sé samkvæmt lögum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi í sakamáli þá geta dómarar veitt undanþágur frá banninu ef sérstaklega stendur á. „Manni finnst að hafi einhvern tímann verið ástæða til þess að nýta þær þá sé það nú, ekki síst í ljósi þess að bæði saksóknari og sakborningur hafa sagt að það sé þeim að meinalausu að það sé útvarpað og sjónvarpað og áhuginn er slíkur," Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Aðeins 70 áhorfendur mega vera í dómsal og þurftu nokkrir frá að bíða eftir að komast inn í salinn eða frá að hverfa í dag. Vitnaleiðslurnar í Landsdómi eru teknar upp. Þær verða þó ekki aðgengilegar almenningi næstu áratugina. Guðni segir að til að átta sig á eðli og umfangi efnahagshrunsins þá séu við réttarhöldin að myndast dýrmætar heimildir til frekari rannsókna. „Það væri miklu öruggara að geta stuðst við frásagnir þeirra sem þarna eru leiddir eru upp í vitnastúku án milliliða," segir Guðni. Innanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við að ekki sé leyft að sjónvarpa úr dómssal. „Aðalmálið er að þessi réttarhöld fari eðlilega fram og að af þeim sé fréttaflutningur og að þau séu opin að því leyti en að öðru leyti tekur Landsdómur ákvörðun um hvernig staðið er að þessum málum," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Landsdómur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira