Dýrmætar heimildir að myndast í Landsdómsmálinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2012 18:44 Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. Landsdómur hafnaði í morgun beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis um leyfi til að senda réttarhöldin yfir Geir H. Haarde út í beinni útsendingu. Þrátt fyrir að óheimilt sé samkvæmt lögum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi í sakamáli þá geta dómarar veitt undanþágur frá banninu ef sérstaklega stendur á. „Manni finnst að hafi einhvern tímann verið ástæða til þess að nýta þær þá sé það nú, ekki síst í ljósi þess að bæði saksóknari og sakborningur hafa sagt að það sé þeim að meinalausu að það sé útvarpað og sjónvarpað og áhuginn er slíkur," Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Aðeins 70 áhorfendur mega vera í dómsal og þurftu nokkrir frá að bíða eftir að komast inn í salinn eða frá að hverfa í dag. Vitnaleiðslurnar í Landsdómi eru teknar upp. Þær verða þó ekki aðgengilegar almenningi næstu áratugina. Guðni segir að til að átta sig á eðli og umfangi efnahagshrunsins þá séu við réttarhöldin að myndast dýrmætar heimildir til frekari rannsókna. „Það væri miklu öruggara að geta stuðst við frásagnir þeirra sem þarna eru leiddir eru upp í vitnastúku án milliliða," segir Guðni. Innanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við að ekki sé leyft að sjónvarpa úr dómssal. „Aðalmálið er að þessi réttarhöld fari eðlilega fram og að af þeim sé fréttaflutningur og að þau séu opin að því leyti en að öðru leyti tekur Landsdómur ákvörðun um hvernig staðið er að þessum málum," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Landsdómur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. Landsdómur hafnaði í morgun beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis um leyfi til að senda réttarhöldin yfir Geir H. Haarde út í beinni útsendingu. Þrátt fyrir að óheimilt sé samkvæmt lögum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi í sakamáli þá geta dómarar veitt undanþágur frá banninu ef sérstaklega stendur á. „Manni finnst að hafi einhvern tímann verið ástæða til þess að nýta þær þá sé það nú, ekki síst í ljósi þess að bæði saksóknari og sakborningur hafa sagt að það sé þeim að meinalausu að það sé útvarpað og sjónvarpað og áhuginn er slíkur," Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Aðeins 70 áhorfendur mega vera í dómsal og þurftu nokkrir frá að bíða eftir að komast inn í salinn eða frá að hverfa í dag. Vitnaleiðslurnar í Landsdómi eru teknar upp. Þær verða þó ekki aðgengilegar almenningi næstu áratugina. Guðni segir að til að átta sig á eðli og umfangi efnahagshrunsins þá séu við réttarhöldin að myndast dýrmætar heimildir til frekari rannsókna. „Það væri miklu öruggara að geta stuðst við frásagnir þeirra sem þarna eru leiddir eru upp í vitnastúku án milliliða," segir Guðni. Innanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við að ekki sé leyft að sjónvarpa úr dómssal. „Aðalmálið er að þessi réttarhöld fari eðlilega fram og að af þeim sé fréttaflutningur og að þau séu opin að því leyti en að öðru leyti tekur Landsdómur ákvörðun um hvernig staðið er að þessum málum," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Landsdómur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira