Innlent

Fjármálaeftirlitið var allt of lítið

Jón Hákon Hal skrifar
Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME fyrir dómi í dag.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME fyrir dómi í dag.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að eftirlitið hafi verið allt of lítið af umfangi í ársbyrjun 2008 þegar hann tók við stöðu stjórnarformanns þess. „Ég tel að það hafi verið þá alveg bersýnilegt að fjöldi starfsmanna hjá eftirlitinu var langt um minna en vera þyrfti miðað við stærð bankakerfisins sem hafði vaxið á undanförnum árum," sagði Jón í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi í dag.

Jón sagði að fimmtíu manns hefðu starfað hjá stofnuninni. Þar af hefðu einungis um fimmtíu manns verið sérmenntaðir á sviði lögfræði, viðskiptafræði, eða hagfræði. Bankarnir hafi verið með margar eftirlitsskyldar stofnanir bæði erlendis og hér á landi. „Eftirlitsskyldu aðilarnir voru ekki einungis fleiri en áður heldur miklu flóknari en áður," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×