Ekki hægt að þvinga Landsbankann í Icesave-málinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2012 11:35 Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, mætir fyrir dóm í dag. mynd/ gva. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagðist hafa verið byrjaður að gera sér grein fyrir því í lok árs 2007 eða snemma árs 2008 að hætta myndi skapast vegna svokallaðra Icesave-reikninga í Bretlandi. Aðspurður fyrir Landsdómi, sagðist hann ekki muna eftir tilkynningu frá Landsbankanum til FME, 10. mars 2008 um að bankinn væri að opna slíka reikninga í Hollandi. Jónas segir það aftur á móti alveg ljóst að ekki hafi verið nein úrræði fyrir íslensk stjórnvöld eða eftirlitsaðila til þess að þvinga Landsbankann að færa Icesave-reikningana yfir í erlend dótturfélög. EES reglur hefðu ekki heimilað það. Það var hins vegar reynt að þrýsta á þá að gera það. „Við þrýstum á Landsbankann og vorum í samskiptum við bresk stjórnvöld frá sumri 2008," sagði Jónas Fr. fyrir dómi í dag. Jónas sagði að Bretar hefðu gert verulegar kröfur um eigið fé sem hefði þurft að fylgja í dótturfélag Landsbankans ef færa hefði átt innistæðurnar í dótturfélagið. Erfitt hefði verið fyrir Landsbankans að verða við þessum kröfum. „Menn vildu ganga þannig frá því að Landsbankinn færi ekki á hausinn sökum umtals eða vegna þess að hann færði of mikið af eignum yfir," sagði Jónas. Hann sagðist aldrei hafa verið í samskiptum við Geir Haarde vegna Icesave-reikninganna eða þá hættu sem sköpuðust af þeim. Geir Haarde er meðal annars ákærður fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Landsdómur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagðist hafa verið byrjaður að gera sér grein fyrir því í lok árs 2007 eða snemma árs 2008 að hætta myndi skapast vegna svokallaðra Icesave-reikninga í Bretlandi. Aðspurður fyrir Landsdómi, sagðist hann ekki muna eftir tilkynningu frá Landsbankanum til FME, 10. mars 2008 um að bankinn væri að opna slíka reikninga í Hollandi. Jónas segir það aftur á móti alveg ljóst að ekki hafi verið nein úrræði fyrir íslensk stjórnvöld eða eftirlitsaðila til þess að þvinga Landsbankann að færa Icesave-reikningana yfir í erlend dótturfélög. EES reglur hefðu ekki heimilað það. Það var hins vegar reynt að þrýsta á þá að gera það. „Við þrýstum á Landsbankann og vorum í samskiptum við bresk stjórnvöld frá sumri 2008," sagði Jónas Fr. fyrir dómi í dag. Jónas sagði að Bretar hefðu gert verulegar kröfur um eigið fé sem hefði þurft að fylgja í dótturfélag Landsbankans ef færa hefði átt innistæðurnar í dótturfélagið. Erfitt hefði verið fyrir Landsbankans að verða við þessum kröfum. „Menn vildu ganga þannig frá því að Landsbankinn færi ekki á hausinn sökum umtals eða vegna þess að hann færði of mikið af eignum yfir," sagði Jónas. Hann sagðist aldrei hafa verið í samskiptum við Geir Haarde vegna Icesave-reikninganna eða þá hættu sem sköpuðust af þeim. Geir Haarde er meðal annars ákærður fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins.
Landsdómur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira