Sturla viðtal: Erlendir bankamenn báru ekkert traust til Kaupþings 9. mars 2012 13:40 Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands, gaf skýrslu fyrir dómi í Landsdómi í morgun. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fékk einkaviðtal við Sturlu að lokinni skýrslutöku þar sem hann skýrði ýmis atriði sem hann bar fyrir dómi. Viðtalið má sjá með því að smella á hlekk hér fyrir ofan. Sturla fór ásamt Davíð Oddssyni til Lundúna í febrúar 2008, en Davíð hefur sagt að á þeim fundi hafi erlendir sérfræðingar, bæði banka- og matsfyrirtækja, varað við alvarlegri stöðu íslensku bankanna. Í kjölfar heimkomu til Íslands fundaði Davíð með forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðherra og gerði þeim grein fyrir stöðunni 7. febrúar 2008. Ingibjörg Sólrún kallaði fundinn „eins manns útaustur" í andmælabréfi sínu til rannsóknarnefndar Alþingis. Vitnað er til þessa fundar í ákæruskjali gegn Geir Haarde, en hann er m.a sakaður um aðgerðaleysi í kjölfar þessa fundar, sem þó hafi gefið tilefni til aðgerða. Sturla staðfestir orð Davíðs um aðvaranir bankamanna í Lundúnum. Hann segir að erlendu sérfræðingarnir hafi ekki treyst Kaupþingi og töldu óútskýrða hluti í ársreikningum bankans sem stjórnendur hans hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á. Þá kemur fram í viðtalinu við Sturlu að Icesave-reikningarnir hafi ekki aðeins verið lífæð Landsbankans heldur bankakerfisins alls fyrr á árinu 2008, því hefði þeim verið kippt úr sambandi hefði allt bankakerfið riðað til falls í þeim skilningi að falli einn íslenskur banki, fallir þeir allir. Sem rættist síðan. Landsdómur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands, gaf skýrslu fyrir dómi í Landsdómi í morgun. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fékk einkaviðtal við Sturlu að lokinni skýrslutöku þar sem hann skýrði ýmis atriði sem hann bar fyrir dómi. Viðtalið má sjá með því að smella á hlekk hér fyrir ofan. Sturla fór ásamt Davíð Oddssyni til Lundúna í febrúar 2008, en Davíð hefur sagt að á þeim fundi hafi erlendir sérfræðingar, bæði banka- og matsfyrirtækja, varað við alvarlegri stöðu íslensku bankanna. Í kjölfar heimkomu til Íslands fundaði Davíð með forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðherra og gerði þeim grein fyrir stöðunni 7. febrúar 2008. Ingibjörg Sólrún kallaði fundinn „eins manns útaustur" í andmælabréfi sínu til rannsóknarnefndar Alþingis. Vitnað er til þessa fundar í ákæruskjali gegn Geir Haarde, en hann er m.a sakaður um aðgerðaleysi í kjölfar þessa fundar, sem þó hafi gefið tilefni til aðgerða. Sturla staðfestir orð Davíðs um aðvaranir bankamanna í Lundúnum. Hann segir að erlendu sérfræðingarnir hafi ekki treyst Kaupþingi og töldu óútskýrða hluti í ársreikningum bankans sem stjórnendur hans hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á. Þá kemur fram í viðtalinu við Sturlu að Icesave-reikningarnir hafi ekki aðeins verið lífæð Landsbankans heldur bankakerfisins alls fyrr á árinu 2008, því hefði þeim verið kippt úr sambandi hefði allt bankakerfið riðað til falls í þeim skilningi að falli einn íslenskur banki, fallir þeir allir. Sem rættist síðan.
Landsdómur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira