Körfubolti

30 stig frá Loga ekki nóg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi í leik með íslenska landsliðinu.
Logi í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Arnþór
Logi Gunnarsson fór mikinn fyrir lið sitt, Solna Vikings, gegn LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Skoraði hann 30 stig í leiknum sem LF Basket vann þó á endanum, 82-80.

LF Basket var með forystuna lengst af í leiknum en Solna var þó aldrei langt undan. Logi náði að minnka muninn í tvö stig þegar 30 sekúdnur voru eftir af leiknum og fengu leikmenn tvö tækifæri til að jafna metin eftir það. En allt kom fyrir ekki.

Logi lék í 37 mínútur í leiknum og tók fjögur fráköst. Hann setti niður níu tveggja stiga körfur úr ellefu tilraunum og fjórar þriggja stiga úr átta tilraunum.

Solna er í sjöunda sæti deildarinnar með 32 stig en LF Basket er í því fjórða með 36. Södertälje og Norrköping eru á toppnum með 40 stig hvort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×