Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 23-24 | Fram í bikarúrslitin Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesi skrifar 13. febrúar 2012 12:53 Mynd/Stefán Fram mætir Haukum í úrslitum Eimskipsbikars karla eftir ótrúlegan sigur á HK 24-23 á útivelli í kvöld þar sem Sigurður Eggertsson skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Fram leiddi leikinn nánast frá byrjun en HK réð illa við 5-1 vörn Fram auk þess sem markvarsla liðsins var nánast engin. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir þegar flautað var til leikhlés 14-10. HK mætti mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleiks og skoraði þrjú fyrstu mörkin en Fram svaraði að bragði og hélt frumkvæðinu. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var fimm marka munur 20-15 og ekkert sem benti til þess að leikurinn yrði spennandi í lokin. Þá dró Ólafur Bjarki Ragnarsson lið sitt inn í leikinn auk þess sem vörn HK fór að smella. Staðan var orðin jöfn þegar þrjár mínútur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu en áhorfendur fjölmenntu sem aldrei fyrr og mikill hávaði var í húsinu. HK vann boltann þegar mínúta var eftir en tókst ekki að ná góðu skoti á markið og Fram fékk síðustu sókn leiksins þegar 19 sekúndur voru eftir. Fram náði aldrei að ógna markinu en fengu aukakastið sem Sigurður tók. Sigurður setti boltann á miðjan vegginn þar sem myndaðist glufa og boltinn söng í netinu. Fram því komið í úrslit Eimskipsbikarsins í fyrsta sinn frá árinu 2008. Einar: Klikkaðir menn sigurvegarar á svona stundumMynd/Stefán"Þetta var alvöru, algjör snilld. Ég var að blóta því hvað Siggi væri að taka þetta en hann svaraði kallinu," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. "Annað liðið þurfti að vinna. Við vorum yfir allan leikinn og vorum mjög flottir í leiknum. Við vorum orðnir þreyttir undir lokin og með menn nýstigna upp úr meiðslum. Róbert Aron, Ingimundur og Jóhann Gunnar allir að spila sína fyrstu leiki á árinu og eðlilega vorum við orðnir þreyttir en við héldum haus og ég er ótrúlega stoltur af liðinu að klára þetta." "Við sýndum hversu megnugir við erum. Nú er dúkurinn framundan. Ég get ekkert verið heima að horfa á sjónvarpið þegar það eru bikarúrslit. Þess vegna tók ég við karlaliðinu," sagði Einar sem stýrt hefur kvennaliði Fram til sigurs í bikarnum tvö síðustu árin. "5-1 vörnin var mjög góð allan leikinn og mér fannst þeir aldrei leysa hana. Óli Bjarki sýndi hvað hann er góður í handbolta og kom þeim inn í leikinn einn síns liðs. Hann reyndi en við náðum að klára þetta og það er frábært." "Ég hef oft verið með klikkaða menn og það er á svona stundum sem þeir eru sigurvegarar og nú erum við að græða á því," sagði Einar að lokum. Vilhelm: Áttum að klára þettaMynd/Stefán"Ég er að reyna að átta mig á því hvað gerist í veggnum í lokin. Það er eins og menn þori ekki að vera fyrir boltanum. Siggi er fastur en það er höllin undir," sagði Vilhelm Gauti fyrirliði HK í leikslok. "Vogun vinnur, vogun tapar, ef þú hendir þér fyrir boltann þá erum við á leið í framlengingu en ég veit ekki hvort hann stígur frá eða ekki." "Þetta var spennandi leikur, við grófum okkur djúpa holu en vorum komnir upp úr henni og í séns. Við áttum að klára þetta. Þetta var stöngin inn eða stöngin út og þetta var því miður stöngin inn hjá Fram. Við erum betri en þeir en þeir kláruðu þetta, þeir hittu á sinn dag," sagði Vilhelm að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Fram mætir Haukum í úrslitum Eimskipsbikars karla eftir ótrúlegan sigur á HK 24-23 á útivelli í kvöld þar sem Sigurður Eggertsson skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Fram leiddi leikinn nánast frá byrjun en HK réð illa við 5-1 vörn Fram auk þess sem markvarsla liðsins var nánast engin. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir þegar flautað var til leikhlés 14-10. HK mætti mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleiks og skoraði þrjú fyrstu mörkin en Fram svaraði að bragði og hélt frumkvæðinu. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var fimm marka munur 20-15 og ekkert sem benti til þess að leikurinn yrði spennandi í lokin. Þá dró Ólafur Bjarki Ragnarsson lið sitt inn í leikinn auk þess sem vörn HK fór að smella. Staðan var orðin jöfn þegar þrjár mínútur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu en áhorfendur fjölmenntu sem aldrei fyrr og mikill hávaði var í húsinu. HK vann boltann þegar mínúta var eftir en tókst ekki að ná góðu skoti á markið og Fram fékk síðustu sókn leiksins þegar 19 sekúndur voru eftir. Fram náði aldrei að ógna markinu en fengu aukakastið sem Sigurður tók. Sigurður setti boltann á miðjan vegginn þar sem myndaðist glufa og boltinn söng í netinu. Fram því komið í úrslit Eimskipsbikarsins í fyrsta sinn frá árinu 2008. Einar: Klikkaðir menn sigurvegarar á svona stundumMynd/Stefán"Þetta var alvöru, algjör snilld. Ég var að blóta því hvað Siggi væri að taka þetta en hann svaraði kallinu," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. "Annað liðið þurfti að vinna. Við vorum yfir allan leikinn og vorum mjög flottir í leiknum. Við vorum orðnir þreyttir undir lokin og með menn nýstigna upp úr meiðslum. Róbert Aron, Ingimundur og Jóhann Gunnar allir að spila sína fyrstu leiki á árinu og eðlilega vorum við orðnir þreyttir en við héldum haus og ég er ótrúlega stoltur af liðinu að klára þetta." "Við sýndum hversu megnugir við erum. Nú er dúkurinn framundan. Ég get ekkert verið heima að horfa á sjónvarpið þegar það eru bikarúrslit. Þess vegna tók ég við karlaliðinu," sagði Einar sem stýrt hefur kvennaliði Fram til sigurs í bikarnum tvö síðustu árin. "5-1 vörnin var mjög góð allan leikinn og mér fannst þeir aldrei leysa hana. Óli Bjarki sýndi hvað hann er góður í handbolta og kom þeim inn í leikinn einn síns liðs. Hann reyndi en við náðum að klára þetta og það er frábært." "Ég hef oft verið með klikkaða menn og það er á svona stundum sem þeir eru sigurvegarar og nú erum við að græða á því," sagði Einar að lokum. Vilhelm: Áttum að klára þettaMynd/Stefán"Ég er að reyna að átta mig á því hvað gerist í veggnum í lokin. Það er eins og menn þori ekki að vera fyrir boltanum. Siggi er fastur en það er höllin undir," sagði Vilhelm Gauti fyrirliði HK í leikslok. "Vogun vinnur, vogun tapar, ef þú hendir þér fyrir boltann þá erum við á leið í framlengingu en ég veit ekki hvort hann stígur frá eða ekki." "Þetta var spennandi leikur, við grófum okkur djúpa holu en vorum komnir upp úr henni og í séns. Við áttum að klára þetta. Þetta var stöngin inn eða stöngin út og þetta var því miður stöngin inn hjá Fram. Við erum betri en þeir en þeir kláruðu þetta, þeir hittu á sinn dag," sagði Vilhelm að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira