Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75 - 73 Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. febrúar 2012 19:18 Shanae Baker-Brice Mynd/Stefán Shanae Baker-Brice tryggði Njarðvíkingum sæti í úrslitum Powerade bikarsins í 75-73 sigri Njarðvíkur á Haukum. Hún skoraði sigurkörfuna þegar 9 sekúndur voru eftir af framlengingunni en Haukastúlkur náðu ekki að svara því. Þessi lið mættust fyrir aðeins 2 dögum og fóru þá Njarðvíkurstúlkur með 71-64 sigur og höfðu Haukastúlkur því harma að hefna. Jafnt var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þá tóku Njarðvíkurstúlkur við sér og settu í gír. 11-2 kafli aðskildi liðin og tóku þær 10 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 26-16. Þristunum rigndi niður hjá Njarðvíkingum sem skoruðu 5 gegn engum frá Haukum í fyrsta leikhluta. Haukastúlkur virtust þó vakna í öðrum leikhluta og hófu að saxa á forskot Njarðvíkur en náðu aldrei að jafna leikinn. Hope Elam setti niður flautukörfu í lok annars leikhluta sem minnkaði muninn niður í 4 stig en þetta var fyrsta þriggja stiga karfa Hauka í leiknum. Haukastúlkur héldu áfram að saxa á forskot Njarðvíkur og jöfnuðu leikinn í upphafi þriðja leikhluta. Leikurinn var hnífjafn í þeim leikhluta en að lokum náðu Njarðvíkingar að sigla framúr og tóku 53-49 forskot inn í fjórða leikhluta. Snemma í fjórða leikhluta virtust Njarðvíkurstúlkur ætla að gera út um leikinn, þær náðu sífellt að auka forskot sitt. Haukastúlkur neituðu þó að gefast upp og unnu sig aftur inn í leikinn þegar líða tók á leikhlutann. Þegar aðeins 11 sekúndur voru eftir á klukkunni voru Njarðvík með 3 stiga forskot en Jence Ann Rhoads setti niður stóran þrist sem þaggaði í háværum stuðningsmönnum Njarðvíkur. Njarðvík náði ekki að nýta sér síðustu 3 sekúndur leiksins og þurfti því framlengingu. Allt var í járnum í framlengingunni en að lokum skoraði Shanae sigurkörfuna þegar aðeins 9 sekúndur voru eftir, gestirnir fengu möguleika til að jafna en skotið geigaði. Shanae átti stórleik fyrir Njarðvík með 38 stig/12 fráköst/7 stoðsendingar en í liði Hauka var Jence Ann Rhoads atkvæðamest með 29 stig/10 fráköst. Njarðvík: Shanae-Baker-Brice 38/12/7,Petrúnella Skúladóttir 16, Lele Hardy 13/16, Ina Maria Einarsdóttir, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Ólöf Helga Pálsdóttir 1.Haukar: Jence Ann Rhoads 29/10/6, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 20, Hope Elam 11/17, Íris Sverrisdóttir 7, María Lind Sigurðardóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 2, Sara Pálmadóttir 2. Petrúnella: Fullviss um að við myndum klára þetta„Við erum búnar að bíða gríðarlega lengi eftir þessu tækifæri, að komast í Laugardalshöllina er gríðarlega gaman," sagði Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir leikinn. „Síðasti leikur liðanna var ekkert miðað við þetta, það vantaði allan kraft í þann leik. Það var voðalega skrýtinn leikur, það var eiginlega eins og æfingarleikur." „Á móti svona góðu liði eins og Haukum er ekki hægt að slaka á í eina mínútu, það var gríðarlega svekkjandi að sjá þristinn detta ofan í þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir en ég var fullviss um að við værum með mannskapinn í að klára þetta." „Vonandi mæta allir sem voru hér í kvöld í höllina á laugardaginn,við vorum vel studdar hér í kvöld og erum mjög þakklátar fyrir það. Við náum vonandi að koma okkur í sögubækurnar hér í Njarðvík með að vinna fyrsta bikarmeistaratitilinn í kvennakörfunni á laugardaginn," sagði Petrúnella. Margrét Rósa: Gríðarlega svekkjandi„Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé gríðarlega svekkjandi," sagði Margrét Rósa Hálfdánadóttir, leikmaður Hauka eftir leikinn. „Ég hélt að við myndum vinna þennan leik, þær unnu leikinn í deildinni fyrir 2 dögum og ég vildi miklu frekar vinna leikinn hérna í dag. Við vorum vel studdar í dag og ég vil þakka aðdáendum það en þetta datt ekki hjá okkur í dag." „Það er alltaf erfitt að elta svona lengi, það tekur á. Mér langaði svo mikið í Laugardalshöllina og ég er alveg hrikalega svekkt." „Við verðum þá bara að taka Íslandsmeistarabikarinn, við ætluðum okkur að vinna þennan bikar en við verðum bara að bæta það upp með deildarkeppninni," sagði Margrét. Sverrir: Alveg búinn á því„Þetta reyndi mikið á taugarnar, maður er alveg búinn á því eftir þetta. Þær fá svakalega jöfnunarkörfu í venjulegum leiktíma og fá möguleikann aftur í framlengingu en hittu ekki," sagði Sverri Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Við erum búnar að bíða lengi eftir að spila þennan leik, þessi kæra tók langan tíma og loksins getum við hlakkað til að spila úrslitaleik við gott lið Snæfells." „Þessar stúlkur hafa ekki fengið að fara í höllina sem lið og markmiðið er á laugardaginn að næla okkur í okkar fyrsta fána." „Við stýrðum leiknum allan leikinn en Haukar eru með hörku leikmenn og náðu trekk í trekk að jafna. Sem betur fer náðum við að sigla þessu í gegn í lokin, Shanae átti stórleik þrátt fyrir að vera veik hérna í dag. Ég þurfti að taka leikhlé á köflum til að leyfa henni að ná andanum," sagði Sverrir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Shanae Baker-Brice tryggði Njarðvíkingum sæti í úrslitum Powerade bikarsins í 75-73 sigri Njarðvíkur á Haukum. Hún skoraði sigurkörfuna þegar 9 sekúndur voru eftir af framlengingunni en Haukastúlkur náðu ekki að svara því. Þessi lið mættust fyrir aðeins 2 dögum og fóru þá Njarðvíkurstúlkur með 71-64 sigur og höfðu Haukastúlkur því harma að hefna. Jafnt var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þá tóku Njarðvíkurstúlkur við sér og settu í gír. 11-2 kafli aðskildi liðin og tóku þær 10 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 26-16. Þristunum rigndi niður hjá Njarðvíkingum sem skoruðu 5 gegn engum frá Haukum í fyrsta leikhluta. Haukastúlkur virtust þó vakna í öðrum leikhluta og hófu að saxa á forskot Njarðvíkur en náðu aldrei að jafna leikinn. Hope Elam setti niður flautukörfu í lok annars leikhluta sem minnkaði muninn niður í 4 stig en þetta var fyrsta þriggja stiga karfa Hauka í leiknum. Haukastúlkur héldu áfram að saxa á forskot Njarðvíkur og jöfnuðu leikinn í upphafi þriðja leikhluta. Leikurinn var hnífjafn í þeim leikhluta en að lokum náðu Njarðvíkingar að sigla framúr og tóku 53-49 forskot inn í fjórða leikhluta. Snemma í fjórða leikhluta virtust Njarðvíkurstúlkur ætla að gera út um leikinn, þær náðu sífellt að auka forskot sitt. Haukastúlkur neituðu þó að gefast upp og unnu sig aftur inn í leikinn þegar líða tók á leikhlutann. Þegar aðeins 11 sekúndur voru eftir á klukkunni voru Njarðvík með 3 stiga forskot en Jence Ann Rhoads setti niður stóran þrist sem þaggaði í háværum stuðningsmönnum Njarðvíkur. Njarðvík náði ekki að nýta sér síðustu 3 sekúndur leiksins og þurfti því framlengingu. Allt var í járnum í framlengingunni en að lokum skoraði Shanae sigurkörfuna þegar aðeins 9 sekúndur voru eftir, gestirnir fengu möguleika til að jafna en skotið geigaði. Shanae átti stórleik fyrir Njarðvík með 38 stig/12 fráköst/7 stoðsendingar en í liði Hauka var Jence Ann Rhoads atkvæðamest með 29 stig/10 fráköst. Njarðvík: Shanae-Baker-Brice 38/12/7,Petrúnella Skúladóttir 16, Lele Hardy 13/16, Ina Maria Einarsdóttir, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Ólöf Helga Pálsdóttir 1.Haukar: Jence Ann Rhoads 29/10/6, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 20, Hope Elam 11/17, Íris Sverrisdóttir 7, María Lind Sigurðardóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 2, Sara Pálmadóttir 2. Petrúnella: Fullviss um að við myndum klára þetta„Við erum búnar að bíða gríðarlega lengi eftir þessu tækifæri, að komast í Laugardalshöllina er gríðarlega gaman," sagði Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir leikinn. „Síðasti leikur liðanna var ekkert miðað við þetta, það vantaði allan kraft í þann leik. Það var voðalega skrýtinn leikur, það var eiginlega eins og æfingarleikur." „Á móti svona góðu liði eins og Haukum er ekki hægt að slaka á í eina mínútu, það var gríðarlega svekkjandi að sjá þristinn detta ofan í þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir en ég var fullviss um að við værum með mannskapinn í að klára þetta." „Vonandi mæta allir sem voru hér í kvöld í höllina á laugardaginn,við vorum vel studdar hér í kvöld og erum mjög þakklátar fyrir það. Við náum vonandi að koma okkur í sögubækurnar hér í Njarðvík með að vinna fyrsta bikarmeistaratitilinn í kvennakörfunni á laugardaginn," sagði Petrúnella. Margrét Rósa: Gríðarlega svekkjandi„Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé gríðarlega svekkjandi," sagði Margrét Rósa Hálfdánadóttir, leikmaður Hauka eftir leikinn. „Ég hélt að við myndum vinna þennan leik, þær unnu leikinn í deildinni fyrir 2 dögum og ég vildi miklu frekar vinna leikinn hérna í dag. Við vorum vel studdar í dag og ég vil þakka aðdáendum það en þetta datt ekki hjá okkur í dag." „Það er alltaf erfitt að elta svona lengi, það tekur á. Mér langaði svo mikið í Laugardalshöllina og ég er alveg hrikalega svekkt." „Við verðum þá bara að taka Íslandsmeistarabikarinn, við ætluðum okkur að vinna þennan bikar en við verðum bara að bæta það upp með deildarkeppninni," sagði Margrét. Sverrir: Alveg búinn á því„Þetta reyndi mikið á taugarnar, maður er alveg búinn á því eftir þetta. Þær fá svakalega jöfnunarkörfu í venjulegum leiktíma og fá möguleikann aftur í framlengingu en hittu ekki," sagði Sverri Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Við erum búnar að bíða lengi eftir að spila þennan leik, þessi kæra tók langan tíma og loksins getum við hlakkað til að spila úrslitaleik við gott lið Snæfells." „Þessar stúlkur hafa ekki fengið að fara í höllina sem lið og markmiðið er á laugardaginn að næla okkur í okkar fyrsta fána." „Við stýrðum leiknum allan leikinn en Haukar eru með hörku leikmenn og náðu trekk í trekk að jafna. Sem betur fer náðum við að sigla þessu í gegn í lokin, Shanae átti stórleik þrátt fyrir að vera veik hérna í dag. Ég þurfti að taka leikhlé á köflum til að leyfa henni að ná andanum," sagði Sverrir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti