Fimleikaþing vill breytingar á kjöri íþróttamanns ársins 19. febrúar 2012 14:30 Alexander Petersson hefur verið valinn íþróttamaður ársins. Stjórn Fimleikasambands Íslands er ósátt við aðkomu ÍSÍ að kjöri íþróttamanns ársins og hefur skorað á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjörinu. Eftir fimleikaþing sendi Fimleikasambandið eftirfarandi ályktun frá sér."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins.Samtökum íþróttafréttamanna er að sjálfsögðu frjálst að velja íþróttamann ársins á sínum forsendum. Raunin er hinsvegar sú að almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins hverju sinni, enda eru bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess mjög áberandi á hátíðinni þar sem viðurkenningin hefur verið veitt. Vandinn við núverandi fyrirkomulag á vali á Íþróttamanni ársins er fyrst og fremst sá að mjög þröngur hópur einstaklinga ræður valinu. Mikilvægt er að auka fjölda þeirra sem hafa atkvæðisrétti í vali á íþróttamanni ársins þar sem ÍSÍ leggur nafn sitt við kjörið. Þannig aukast líkur á að valið endurspegli skoðanir íþróttahreyfingarinnar.Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt bæði íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni. Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Lagt er til að ÍSÍ endurskoði aðkomu sína að kjöri á íþróttamanni ársins, hvort sem það er gert í samvinnu við Samtök íþróttafréttamanna eða ekki." Upphaflega sendi Fimleikasambandið frá sér aðra ályktun sem sjá mér hér að neðan. Henni var skipt út fyrir þá sem er hér að ofan."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins.Almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins hverju sinni þar sem bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess hafa verið mjög áberandi á hátíðinni sem viðurkenningin hefur verið veitt. Um er að ræða mjög þröngan hóp einstaklinga sem við núverandi aðstæður kemur að vali á íþróttamanni ársins og er það gert í umboði fyrirtækja sem þeir starfa hjá.Nú er svo komið að ein fyrirtækjasamstæða heldur á nærri helmingi atkvæða í framangreindu kjöri. Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni.Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Með nútíma tækni á ÍSÍ að vera leikur einn að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjósa sjálf sinn eigin íþróttamann og íþróttakonu ársins hverju sinni, sem getur grundvallast á því vali sem farið hefur fram innan sérsambanda hverju sinni. Sem fjölmennustu félagasamtök landsins á ÍSÍ ekki að framselja umrætt val á íþróttamanni ársins til mjög þröngs hóps einstaklinga heldur setja upp fyrirkomulag með aðstoð nútímatækni þar sem jafnvel allir félagsmenn innan raða ÍSÍ geta komið að vali á íþróttamanni og íþróttakonu ársins, grundvallað á lýðræðislegum vinnubrögðum en ekki sjónarmiðum þröngs hóps einstaklinga sem kjósa í umboði þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá." Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands er ósátt við aðkomu ÍSÍ að kjöri íþróttamanns ársins og hefur skorað á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjörinu. Eftir fimleikaþing sendi Fimleikasambandið eftirfarandi ályktun frá sér."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins.Samtökum íþróttafréttamanna er að sjálfsögðu frjálst að velja íþróttamann ársins á sínum forsendum. Raunin er hinsvegar sú að almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins hverju sinni, enda eru bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess mjög áberandi á hátíðinni þar sem viðurkenningin hefur verið veitt. Vandinn við núverandi fyrirkomulag á vali á Íþróttamanni ársins er fyrst og fremst sá að mjög þröngur hópur einstaklinga ræður valinu. Mikilvægt er að auka fjölda þeirra sem hafa atkvæðisrétti í vali á íþróttamanni ársins þar sem ÍSÍ leggur nafn sitt við kjörið. Þannig aukast líkur á að valið endurspegli skoðanir íþróttahreyfingarinnar.Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt bæði íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni. Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Lagt er til að ÍSÍ endurskoði aðkomu sína að kjöri á íþróttamanni ársins, hvort sem það er gert í samvinnu við Samtök íþróttafréttamanna eða ekki." Upphaflega sendi Fimleikasambandið frá sér aðra ályktun sem sjá mér hér að neðan. Henni var skipt út fyrir þá sem er hér að ofan."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins.Almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins hverju sinni þar sem bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess hafa verið mjög áberandi á hátíðinni sem viðurkenningin hefur verið veitt. Um er að ræða mjög þröngan hóp einstaklinga sem við núverandi aðstæður kemur að vali á íþróttamanni ársins og er það gert í umboði fyrirtækja sem þeir starfa hjá.Nú er svo komið að ein fyrirtækjasamstæða heldur á nærri helmingi atkvæða í framangreindu kjöri. Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni.Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Með nútíma tækni á ÍSÍ að vera leikur einn að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjósa sjálf sinn eigin íþróttamann og íþróttakonu ársins hverju sinni, sem getur grundvallast á því vali sem farið hefur fram innan sérsambanda hverju sinni. Sem fjölmennustu félagasamtök landsins á ÍSÍ ekki að framselja umrætt val á íþróttamanni ársins til mjög þröngs hóps einstaklinga heldur setja upp fyrirkomulag með aðstoð nútímatækni þar sem jafnvel allir félagsmenn innan raða ÍSÍ geta komið að vali á íþróttamanni og íþróttakonu ársins, grundvallað á lýðræðislegum vinnubrögðum en ekki sjónarmiðum þröngs hóps einstaklinga sem kjósa í umboði þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá."
Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Sjá meira