Umfjöllun og viðtöl : Fram - Grótta 23-21 Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2012 15:11 Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Heimamenn byrjuðu leikinn örlítið betur og voru einu skrefi á undan Gróttu fyrstu tíu mínúturnar. Þegar leið á hálfleikinn komust gestirnir meira í takt við leikinn en á sama tíma féllu Framarar niður á virkilega lágt plan. Heimamenn skoruðu ekki mark í tíu mínútur á einum kafla í fyrri hálfleiknum og allt í einu var Grótta komin með þriggja marka forskot, 10-7. Tveimur mörkum munaði síðan á liðunum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og það gat ekki annað en skánað. Framarar léku örlítið betur í síðari hálfleiknum og komust rólega inn í leikinn. Gróttumenn léku alltaf virkilega skynsamlega og voru alltaf vel inn í leiknum. Heimamenn voru sterkari undir lokin og sýndu loksins úr hverju þeir voru gerðir. Menn fóru að spila boltanum á milli sín í stað þess að gera hlutina upp á sitt einsdæmi. Fram náði að lokum að leggja Gróttu af velli og fengu tvö gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni.Sigurður: Vorum ekki góðir í kvöld„Við vorum ekki góðir í kvöld," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Liðið var ágætt varnarlega en svona heilt yfir þá var leikur okkar lélegur. Það vantaði mikið af leikmönnum í liðið í kvöld og það sást vel". „Við vorum allt of mikið í því að stinga boltanum niður og reyna gera hlutina upp á okkar einsdæmi. Við fórum aðeins að láta boltann ganga undir lokin og þá fóru hlutirnir að ganga mun betur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð hér að ofan.Lárus: Þetta hlýtur að fara detta fyrir okkur„Mér fannst við hreinlega eiga leikinn og áttum skilið að taka stigin tvö heim með okkar," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Þetta hefur gerst í tvígang í vetur hjá okkur þar sem við erum með leikinn í hendi okkar en missum hann frá okkur á lokasprettinum". „Með svona spilamennsku eins og í kvöld þá hlýtur að styttast í fyrsta sigurleik liðsins. Við leggjum alla leiki upp með að spila gríðarlega skynsamlega og nýta öll þau færi sem við fáum. Það gekk vel í kvöld en dugði bara ekki til". Hægt er að sjá viðtalið við Lárus með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Heimamenn byrjuðu leikinn örlítið betur og voru einu skrefi á undan Gróttu fyrstu tíu mínúturnar. Þegar leið á hálfleikinn komust gestirnir meira í takt við leikinn en á sama tíma féllu Framarar niður á virkilega lágt plan. Heimamenn skoruðu ekki mark í tíu mínútur á einum kafla í fyrri hálfleiknum og allt í einu var Grótta komin með þriggja marka forskot, 10-7. Tveimur mörkum munaði síðan á liðunum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og það gat ekki annað en skánað. Framarar léku örlítið betur í síðari hálfleiknum og komust rólega inn í leikinn. Gróttumenn léku alltaf virkilega skynsamlega og voru alltaf vel inn í leiknum. Heimamenn voru sterkari undir lokin og sýndu loksins úr hverju þeir voru gerðir. Menn fóru að spila boltanum á milli sín í stað þess að gera hlutina upp á sitt einsdæmi. Fram náði að lokum að leggja Gróttu af velli og fengu tvö gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni.Sigurður: Vorum ekki góðir í kvöld„Við vorum ekki góðir í kvöld," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Liðið var ágætt varnarlega en svona heilt yfir þá var leikur okkar lélegur. Það vantaði mikið af leikmönnum í liðið í kvöld og það sást vel". „Við vorum allt of mikið í því að stinga boltanum niður og reyna gera hlutina upp á okkar einsdæmi. Við fórum aðeins að láta boltann ganga undir lokin og þá fóru hlutirnir að ganga mun betur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð hér að ofan.Lárus: Þetta hlýtur að fara detta fyrir okkur„Mér fannst við hreinlega eiga leikinn og áttum skilið að taka stigin tvö heim með okkar," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Þetta hefur gerst í tvígang í vetur hjá okkur þar sem við erum með leikinn í hendi okkar en missum hann frá okkur á lokasprettinum". „Með svona spilamennsku eins og í kvöld þá hlýtur að styttast í fyrsta sigurleik liðsins. Við leggjum alla leiki upp með að spila gríðarlega skynsamlega og nýta öll þau færi sem við fáum. Það gekk vel í kvöld en dugði bara ekki til". Hægt er að sjá viðtalið við Lárus með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira