Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 20-26 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2012 15:18 Mynd/Anton Topplið Hauka í N1-deild karla fer ekki vel af stað eftir EM-fríið. Liðið tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð og að þessu sinni gegn erfkifjendunum í FH á heimavelli, 20-26. Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 10-10. FH-ingar voru þó mun sterkari í þeim síðari og tryggðu sér sanngjarnan sex marka sigur. Þeir hafa þar með minnkað forskot Hauka á toppnum niður í eitt stig. Haukarnir byrjuðu vel en misstu kraftinn þegar á leið fyrri hálfleikinn og FH-ingar gengu á lagið. Um leið og FH-ingar fóru að leysa betur framliggjandi vörn Haukanna voru þeim allar leiðir færar. Haukar voru búnir að vinna báða leikina við FH í vetur nokkuð örugglega en nú snérust hlutirnir við. Liðin mætast strax aftur eftir þrjá daga og þá í undanúrslitum bikarsins. FH-ingar unnu í kvöld en það verður miklu meira undir í leiknum á sunnudaginn. Haukar byrjuðu leikinn betur og Tjörvi Þorgeirsson kom þeim í 2-0 með því að skora fyrstu mörk leiksins. Birkir Ívar varði þrjú fyrstu skot FH-inga og tók alls sjö (af 9) skot á fyrstu átta mínútunum. Haukar náðu mest þriggja marka forskoti, 6-3, eftir að Freyr Brynjarsson og Gylfi Gylfason skiptust á því að stela boltanum og skora úr hraðaupphlaupi. FH-ingar komu muninum strax niður í eitt mark og náðu síðan að jafna metin í 9-9 rúmum tveimur mínútum fyrir hálfleik. Ólafur Gústafsson átti síðan lokaorð hálfleisins þegar hann jafnaði metin í 10-10 en Birkir Ívar Guðmundsson var þá búinn að verja fimm fyrstu skotin hans í leiknum. FH-ingar voru í sífellum vandræðum með framliggjandi vörn Haukaliðsins en tókst að vinna betur út úr sínum málum í lok fyrri hálfleiksins sem skilaði þeim jafnri stöðu í hálfleik. Haukar klóruðu sig örugglega í hausnum í hálfleik hvernig stæði á því að þeir væri ekki yfir í hálfleik en þeir náðu ekki nógu vel að vinna sig út úr því þegar FH-ingar tóku fastar á þeim í lok hálfleiksins. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og nú var allt annað lið inn á vellinun. Þeir leystu betur framliggjandi vörn Haukanna og tóku vel á í vörninni. FH-ingar litu síðan ekki til baka eftir þeir breyttu stöðunni úr 15-15 í 15-20. Haukarnir náðu að minnka muninn í þrjú mörk en komust aldrei nær nágrönnum sínum en það. Örn Ingi Bjarkason stjórnaði leik FH-liðsins frábærlega í seinni hálfleiknum og Andri Berg Haraldsson og Hjalti Þór Pálmason nýttu sín skot vel. Besti maður liðsins var þó Daníel Freyr Andrésson sem varði val allan leikinn. Haukarnir voru nánast skyttulausir í þessum leik því Stefán Rafn Sigurmannsson og Nemanja Malovic voru í tómu tjóni (3 mörk úr 14 skotum, fullt af töpuðum boltum) og það var alltof krefjandi verkefni fyrir Tjörva Þorgeirsson að stýra leik liðsins um leið að vera aðalógnun liðsins. Birkir Ívar varði vel í upphafi en hélt ekki út og vörnin datt líka niður gegn skynsömum sóknarleik FH-inga í seinni hálfleiknum. Haukar þurfa ekki að bíða lengi eftir tækifæri til hefnda því liðin mætast í undanúrslitum bikarsins á sama stað á sunnudaginn. Það má búast við blóðugari baráttu en í kvöld enda ekki oft að annað Hafnarfjarðarliðið missi máttinn í seinni hálfleik eins og Haukarnir gerðu í kvöld. Baldvin: Sunnudagurinn verður miklu erfiðarimynd/anton„Þetta var flott í dag og góður leikur hjá okkur," sagði Baldvin Þorsteinsson, fyrirliði FH, eftir sex marka sigur á erkifjendunum í Haukum í kvöld. „Byrjunin var svolítið eins og hinir leikirnir á móti þeim í vetur. Við vorum að gera tæknifeila og þeir voru að skora úr hraðaupphlaupum. Við náðum síðan að hrista skrekkinn úr okkur og fórum að spila okkar bolta. Vörnin var frábær og Danni var frábær fyrir aftan og þetta gat ekki verið betra," sagði Baldvin. „Það féll margt með okkur í kvöld og þetta var góður sigur. Haukarnir eiga inni og sunnudagurinn verður miklu erfiðari," sagði Baldvin. „Menn þurfa að hugsa vel um sig næstu daga og þetta var líka í fyrsta skiptið sem ég spila leik á milli Hauka og FH þar sem Haukaáhorfendurnir voru fleiri. Ég vil sjá alla FH-inga mæta á sunnudaginn. Það verður alvöruslagur," sagði Baldvin. „Ég hef tapað tvisvar í röð í deild og bikar. Það segir ekkert þótt að við séum að mæta þeim aftur eftir þrjá daga. Það byrjar núll-núll á sunnudaginn og svo taka bara við 60 mínútur," sagði Baldvin. Freyr: Ótrúlega lélegt hvað við gefum eftirmynd/anton„Þetta hefur ekki legið fyrir okkur í seinni hálfleik í síðustu tveimur leikjum. Það var jafnt í hálflleik á móti Val, 8-8, og svo 10-10 í kvöld. Svo komum við ekki nógu brattir í seinni hálfleikinn. Við erum ekki að gera þetta af nógum miklum krafti sóknarlega og erum síðan að gera klaufamistök í vörninni. Það er bara einbeitingarleysi og ekkert annað," sagði Freyr Brynjarsson, fyrirliði Hauka eftir sex marka tap á móti FH í kvöld. „Seinni hálfleikarnir í þessum tveimur leikjum eru ekki boðlegir og við getum hvorki boðið sjálfum okkur né áhorfendum upp á svona vitleysu. Það er ótrúlega lélegt hvað við gefum eftir. Einbeitingin klikkar á einhverjum punkti hjá okkur og svo bara hættum við. Þetta er ekki hægt," sagði Freyr. „Það verður núna unnið í okkar málum og við komum tvíelfdir til leiks á sunnudaginn. Þá er allt eða ekkert, annaðhvort bikarúrslit eða búnir," sagði Freyr. „Við verðum að klára heilan leik. Við getum ekki bara spilað fyrri hálfleikinn og vonað síðan það besta í seinni hálfleik. Það gengur ekki upp," sagði Freyr. „Ég neita að trúa því að þetta hafi eitthvað með fríið að gera. Við æfðum vel og allt það. Kannski hafði fríið þau áhrif á okkur að við fórum aðeins niður á hælana og við megum ekki gera það. Við verðum að koma okkur upp á tærnar aftur og vera tilbúnir í 60 mínútur í öllum leikjum. Það er ekkert annað í boði," sagði Freyr. Örn Ingi: Var svolítið feiminn að sækja á þá í fyrri hálfleik„Þetta var allt annað en í síðustu leikjum á móti þeim. Við vorum miklu ferskari í kvöld sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikstjórnandi FH, sem var mjög góður í seinni hálfleiknum þar sem hann stjórnaði leik sinna manna. FH vann seinni hálfleikinn 16-10 og um leið sannfærandi sigur. „Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fækka þessum tæknifeilum hjá okkur og vanda sóknina því þá fá þeir ekki þessi hraðaupphlaup. Ég held að þeir hafi fengið eitt hraðaupphlaup í seinni hálfleik og á móti fimm í þeim fyrri. Við töluðum um að bæta það og það gekk eftir. Við vorum miklu ferskari í seinni hálfleik og það gekk allt upp," sagði Örn Ingi. „Ég fann mig miklu betur í seinni hálfleik og var miklu ákveðnari. Ég var svolítið feiminn að sækja á þá í fyrri hálfleik en þegar ein sókn byrjaði að ganga þá fór þetta að rúlla hjá mér," sagði Örn Ingi en það er stuttu í bikarleik liðanna sem verður á sunnudaginn. „Undirbúningurinn fyrir leikinn á sunnudaginn hefst í kvöld og það er allt á fullt. Við þurfum annað svona góðan leik á sunnudaginn. FH hefur ekki farið lengi í Höllina og ég held að það sé alveg klárt mál að það sé kominn tími á það," sagði Örn Ingi. Aron: Það auðvitað óþolandi að tapa á móti FHAron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægðari með leik sinna manna en í tapinu á móti Val en þurfti engu að síður að horfa upp á annað tap liðsins í röð. „Það auðvitað óþolandi að tapa á móti FH," sagði Aron en bætti svo við: „Mér fannst við koma sterkir inn í leikinn, með góðri vörn, góðri markvörslu og ágætis krafti í sóknarleiknum. Við vorum að henda boltanum of auðveldlega frá okkur í þó nokkrum tilfellum þar sem við vorum að leyfa okkur að taka óöguð skot eða gefa óagaðar sendingar. Þá eru þeir að ná að halda jöfnu í hálfleik í staðinn fyrir að við værum með ágætis forskot í hálfleik. 10-10 gaf ekki rétta mynd af fyrri hálfleiknum," sagði Aron. „Í seinni hálfeik eiga þeir mjög auðvelt með að skora í byrjun leiks þar sem við erum að gera einstaklingsmistök í vörninni. Svo byrjum við að klikka hvað eftir annað í skotunum og mér fannst skytturnar ekki þora að horfa almennilega á markið í seinni hálfleiknum. Þeir voru ekki nógu áræðnir og þá getur sóknarleikurinn orðið svolítið ræfislegur: Hann var að verja oft þegar við vorum ákjósanlegum færum en að skjóta mjög illa," sagði Aron. „Mér fannst leikurinn á móti Val slakur yfir höfuð. Það var öðruvísi leikur með meiri værukærð. Í þessum leik er annað að en það eru hlutir sem við þurfum að vinna með. Það er auðveldara að vinna með hluti þegar menn eru að leggja sig fram. Það var fín barátta í liðinu í dag og menn voru að berjast fyrir þessu. Þegar var verið að verja frá okkur hvað eftir annað úr ákjósanlegum færum þá misstu menn trúna á skotin sín," sagði Aron. „Núna er bara að safna vopnum, undirbúa sig vel fyrir bikarleikinn og koma tvíelfdir til leiks. Allir leikir milli Hauka og FH eru stórir leikir en þetta er undanúrslitaleikurinn þar sem þetta snýst um allt eða ekkert," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Topplið Hauka í N1-deild karla fer ekki vel af stað eftir EM-fríið. Liðið tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð og að þessu sinni gegn erfkifjendunum í FH á heimavelli, 20-26. Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 10-10. FH-ingar voru þó mun sterkari í þeim síðari og tryggðu sér sanngjarnan sex marka sigur. Þeir hafa þar með minnkað forskot Hauka á toppnum niður í eitt stig. Haukarnir byrjuðu vel en misstu kraftinn þegar á leið fyrri hálfleikinn og FH-ingar gengu á lagið. Um leið og FH-ingar fóru að leysa betur framliggjandi vörn Haukanna voru þeim allar leiðir færar. Haukar voru búnir að vinna báða leikina við FH í vetur nokkuð örugglega en nú snérust hlutirnir við. Liðin mætast strax aftur eftir þrjá daga og þá í undanúrslitum bikarsins. FH-ingar unnu í kvöld en það verður miklu meira undir í leiknum á sunnudaginn. Haukar byrjuðu leikinn betur og Tjörvi Þorgeirsson kom þeim í 2-0 með því að skora fyrstu mörk leiksins. Birkir Ívar varði þrjú fyrstu skot FH-inga og tók alls sjö (af 9) skot á fyrstu átta mínútunum. Haukar náðu mest þriggja marka forskoti, 6-3, eftir að Freyr Brynjarsson og Gylfi Gylfason skiptust á því að stela boltanum og skora úr hraðaupphlaupi. FH-ingar komu muninum strax niður í eitt mark og náðu síðan að jafna metin í 9-9 rúmum tveimur mínútum fyrir hálfleik. Ólafur Gústafsson átti síðan lokaorð hálfleisins þegar hann jafnaði metin í 10-10 en Birkir Ívar Guðmundsson var þá búinn að verja fimm fyrstu skotin hans í leiknum. FH-ingar voru í sífellum vandræðum með framliggjandi vörn Haukaliðsins en tókst að vinna betur út úr sínum málum í lok fyrri hálfleiksins sem skilaði þeim jafnri stöðu í hálfleik. Haukar klóruðu sig örugglega í hausnum í hálfleik hvernig stæði á því að þeir væri ekki yfir í hálfleik en þeir náðu ekki nógu vel að vinna sig út úr því þegar FH-ingar tóku fastar á þeim í lok hálfleiksins. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og nú var allt annað lið inn á vellinun. Þeir leystu betur framliggjandi vörn Haukanna og tóku vel á í vörninni. FH-ingar litu síðan ekki til baka eftir þeir breyttu stöðunni úr 15-15 í 15-20. Haukarnir náðu að minnka muninn í þrjú mörk en komust aldrei nær nágrönnum sínum en það. Örn Ingi Bjarkason stjórnaði leik FH-liðsins frábærlega í seinni hálfleiknum og Andri Berg Haraldsson og Hjalti Þór Pálmason nýttu sín skot vel. Besti maður liðsins var þó Daníel Freyr Andrésson sem varði val allan leikinn. Haukarnir voru nánast skyttulausir í þessum leik því Stefán Rafn Sigurmannsson og Nemanja Malovic voru í tómu tjóni (3 mörk úr 14 skotum, fullt af töpuðum boltum) og það var alltof krefjandi verkefni fyrir Tjörva Þorgeirsson að stýra leik liðsins um leið að vera aðalógnun liðsins. Birkir Ívar varði vel í upphafi en hélt ekki út og vörnin datt líka niður gegn skynsömum sóknarleik FH-inga í seinni hálfleiknum. Haukar þurfa ekki að bíða lengi eftir tækifæri til hefnda því liðin mætast í undanúrslitum bikarsins á sama stað á sunnudaginn. Það má búast við blóðugari baráttu en í kvöld enda ekki oft að annað Hafnarfjarðarliðið missi máttinn í seinni hálfleik eins og Haukarnir gerðu í kvöld. Baldvin: Sunnudagurinn verður miklu erfiðarimynd/anton„Þetta var flott í dag og góður leikur hjá okkur," sagði Baldvin Þorsteinsson, fyrirliði FH, eftir sex marka sigur á erkifjendunum í Haukum í kvöld. „Byrjunin var svolítið eins og hinir leikirnir á móti þeim í vetur. Við vorum að gera tæknifeila og þeir voru að skora úr hraðaupphlaupum. Við náðum síðan að hrista skrekkinn úr okkur og fórum að spila okkar bolta. Vörnin var frábær og Danni var frábær fyrir aftan og þetta gat ekki verið betra," sagði Baldvin. „Það féll margt með okkur í kvöld og þetta var góður sigur. Haukarnir eiga inni og sunnudagurinn verður miklu erfiðari," sagði Baldvin. „Menn þurfa að hugsa vel um sig næstu daga og þetta var líka í fyrsta skiptið sem ég spila leik á milli Hauka og FH þar sem Haukaáhorfendurnir voru fleiri. Ég vil sjá alla FH-inga mæta á sunnudaginn. Það verður alvöruslagur," sagði Baldvin. „Ég hef tapað tvisvar í röð í deild og bikar. Það segir ekkert þótt að við séum að mæta þeim aftur eftir þrjá daga. Það byrjar núll-núll á sunnudaginn og svo taka bara við 60 mínútur," sagði Baldvin. Freyr: Ótrúlega lélegt hvað við gefum eftirmynd/anton„Þetta hefur ekki legið fyrir okkur í seinni hálfleik í síðustu tveimur leikjum. Það var jafnt í hálflleik á móti Val, 8-8, og svo 10-10 í kvöld. Svo komum við ekki nógu brattir í seinni hálfleikinn. Við erum ekki að gera þetta af nógum miklum krafti sóknarlega og erum síðan að gera klaufamistök í vörninni. Það er bara einbeitingarleysi og ekkert annað," sagði Freyr Brynjarsson, fyrirliði Hauka eftir sex marka tap á móti FH í kvöld. „Seinni hálfleikarnir í þessum tveimur leikjum eru ekki boðlegir og við getum hvorki boðið sjálfum okkur né áhorfendum upp á svona vitleysu. Það er ótrúlega lélegt hvað við gefum eftir. Einbeitingin klikkar á einhverjum punkti hjá okkur og svo bara hættum við. Þetta er ekki hægt," sagði Freyr. „Það verður núna unnið í okkar málum og við komum tvíelfdir til leiks á sunnudaginn. Þá er allt eða ekkert, annaðhvort bikarúrslit eða búnir," sagði Freyr. „Við verðum að klára heilan leik. Við getum ekki bara spilað fyrri hálfleikinn og vonað síðan það besta í seinni hálfleik. Það gengur ekki upp," sagði Freyr. „Ég neita að trúa því að þetta hafi eitthvað með fríið að gera. Við æfðum vel og allt það. Kannski hafði fríið þau áhrif á okkur að við fórum aðeins niður á hælana og við megum ekki gera það. Við verðum að koma okkur upp á tærnar aftur og vera tilbúnir í 60 mínútur í öllum leikjum. Það er ekkert annað í boði," sagði Freyr. Örn Ingi: Var svolítið feiminn að sækja á þá í fyrri hálfleik„Þetta var allt annað en í síðustu leikjum á móti þeim. Við vorum miklu ferskari í kvöld sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikstjórnandi FH, sem var mjög góður í seinni hálfleiknum þar sem hann stjórnaði leik sinna manna. FH vann seinni hálfleikinn 16-10 og um leið sannfærandi sigur. „Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fækka þessum tæknifeilum hjá okkur og vanda sóknina því þá fá þeir ekki þessi hraðaupphlaup. Ég held að þeir hafi fengið eitt hraðaupphlaup í seinni hálfleik og á móti fimm í þeim fyrri. Við töluðum um að bæta það og það gekk eftir. Við vorum miklu ferskari í seinni hálfleik og það gekk allt upp," sagði Örn Ingi. „Ég fann mig miklu betur í seinni hálfleik og var miklu ákveðnari. Ég var svolítið feiminn að sækja á þá í fyrri hálfleik en þegar ein sókn byrjaði að ganga þá fór þetta að rúlla hjá mér," sagði Örn Ingi en það er stuttu í bikarleik liðanna sem verður á sunnudaginn. „Undirbúningurinn fyrir leikinn á sunnudaginn hefst í kvöld og það er allt á fullt. Við þurfum annað svona góðan leik á sunnudaginn. FH hefur ekki farið lengi í Höllina og ég held að það sé alveg klárt mál að það sé kominn tími á það," sagði Örn Ingi. Aron: Það auðvitað óþolandi að tapa á móti FHAron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægðari með leik sinna manna en í tapinu á móti Val en þurfti engu að síður að horfa upp á annað tap liðsins í röð. „Það auðvitað óþolandi að tapa á móti FH," sagði Aron en bætti svo við: „Mér fannst við koma sterkir inn í leikinn, með góðri vörn, góðri markvörslu og ágætis krafti í sóknarleiknum. Við vorum að henda boltanum of auðveldlega frá okkur í þó nokkrum tilfellum þar sem við vorum að leyfa okkur að taka óöguð skot eða gefa óagaðar sendingar. Þá eru þeir að ná að halda jöfnu í hálfleik í staðinn fyrir að við værum með ágætis forskot í hálfleik. 10-10 gaf ekki rétta mynd af fyrri hálfleiknum," sagði Aron. „Í seinni hálfeik eiga þeir mjög auðvelt með að skora í byrjun leiks þar sem við erum að gera einstaklingsmistök í vörninni. Svo byrjum við að klikka hvað eftir annað í skotunum og mér fannst skytturnar ekki þora að horfa almennilega á markið í seinni hálfleiknum. Þeir voru ekki nógu áræðnir og þá getur sóknarleikurinn orðið svolítið ræfislegur: Hann var að verja oft þegar við vorum ákjósanlegum færum en að skjóta mjög illa," sagði Aron. „Mér fannst leikurinn á móti Val slakur yfir höfuð. Það var öðruvísi leikur með meiri værukærð. Í þessum leik er annað að en það eru hlutir sem við þurfum að vinna með. Það er auðveldara að vinna með hluti þegar menn eru að leggja sig fram. Það var fín barátta í liðinu í dag og menn voru að berjast fyrir þessu. Þegar var verið að verja frá okkur hvað eftir annað úr ákjósanlegum færum þá misstu menn trúna á skotin sín," sagði Aron. „Núna er bara að safna vopnum, undirbúa sig vel fyrir bikarleikinn og koma tvíelfdir til leiks. Allir leikir milli Hauka og FH eru stórir leikir en þetta er undanúrslitaleikurinn þar sem þetta snýst um allt eða ekkert," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira