Handbolti

Haukar og ÍBV unnu leiki sína í N1-deild kvenna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grigore Gqorgola skoraði fimm mörk fyrir ÍBV á Nesinu í dag.
Grigore Gqorgola skoraði fimm mörk fyrir ÍBV á Nesinu í dag. Mynd / Valli
Haukar unnu öruggan sigur á grönnum sínum í FH í viðureign liðanna í N1-deild kvenna í Schenkerhöllinni í dag. Þá vann ÍBV góðan sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi.

Haukar höfðu yfir 16-12 í hálfleik og létu forystuna aldrei af hendi. Lokatölurnar urðu 32-23 Haukum í vil.

Marija Gedroit var markahæst Haukakvenna í dag með sjö mörk en Ásta Björk Agnarsdóttir kom næst með sex. Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst gestanna með fimm mörk.

Haukar eru í 6. sæti deildarinnar með sex stig að loknum níu umferðum. FH er í 8. sæti, því næstneðsta, með þrjú stig.

Á Seltjarnarnesi höfðu gestirnir undirtökin allan tímann og leiddu í hálfleik 9-12. Í síðari hálfleik bættu Eyjakonur í og unnu sjö marka sigur, 19-26.

Þórsteina Sigurbjörnsdóttir var markahæst hjá ÍBV með átta mörk og Grigore Gqorgola skoraði fimm. Hjá Gróttu var Sunna María Einarsdóttir atkvæðamest með sex mörk.

Eyjakonur eru í 3.-4. sæti með tólf stig en Grótta í 7. sæti með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×