Körfubolti

NBA: Kobe Bryant skoraði 40 stig | Miami tapaði á ný

Kobe Bryant leikmaður LA Lakers er í miklu stuði þessa dagana en hann skoraði 40 stig í 90-87 sigri liðsins í framlengdum leik gegn Utah.
Kobe Bryant leikmaður LA Lakers er í miklu stuði þessa dagana en hann skoraði 40 stig í 90-87 sigri liðsins í framlengdum leik gegn Utah. AFP
Að venju var mikið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í nótt en 11 leikir fóru fram. Kobe Bryant leikmaður LA Lakers er í miklu stuði þessa dagana en hann skoraði 40 stig í 90-87 sigri liðsins í framlengdum leik gegn Utah. Þetta er fyrsti tapleikur Utah á heimavelli í vetur. Bryant skoraði 48 stig í síðasta leik Lakers og alls hefur hann skorað 40 stig eða meira í 109 leikjum.

Chris Paul var allt í öllu hjá hinu stórskemmtilega liði LA Clippers sem lagði Miami 95-89 í framlengdum leik.

Paul skoraði 27 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta er annar tapleikur stjörnuliðs Miami í röð. Blake Griffin skoraði 20 stig og tók 12 fráköst. LeBron James skoraði 23 stig og tók hann 13 fráköst fyrir Miami.

Meistaralið Dallas landaði góðum sigri í Boston, 90-85. Jason Terry var stigahæstur í liði Dallas með 18 stig en Rajon Rondo skoraði 24 fyrir Boston. Dirk Nowitzki skoraði síðustu þrjú stig leiksins fyrir Dallas þremur sekúndum fyrir leikslok.

Úrslit:

Toronto – Sacramento 91-98

Indiana – Atlanta 96-84

New York Knicks – Philadelphia 85-79

Boston – Dallas 85-90

Chicago – Washington 78-64

New Orleans – Oklahoma 85-95

San Antonio – Houston 101-95

Denver – New Jersey 123-115

Utah – LA Lakers 87-90

Portland – Orlando 104-107

LA Clippers – Miami 95-89




Fleiri fréttir

Sjá meira


×