Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg 14. janúar 2012 14:07 Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. Það var fréttastofa RÚV sem greindi fyrst frá málinu. Þar kom meðal annars fram að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til 91 fyrirtækis til matvælaframleiðslu á síðasta ári. Þar af eru stór fyrirtæki á matvælamarkaði. Um er að ræða salt frá hollenska fyrirtækinu Akzo Nobel, sem Ölgerðin hefur flutt inn og dreift til matvælafyrirtækja, í að minnsta kosti 13 ár. Saltið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki ætlað til notkunar í matvælaiðnaði. Málið komst upp í nóvember á síðasta ári. Matvælastofnun gerði þá athugasemd við saltsölu Ölgerðarinnar. Aftur á móti heimilaði stofnunin Ölgerðinni að selja saltið áfram, gegn því að fyrirtækin sem keyptu það, væru upplýst um hverskyns salt væri um að ræða. „Það er forkastanlegt að Matvælaeftirlitið skuli leyfa slíkt," segir Jóhannes, en Neytendasamtökin hafa fundað um málið og mun lögfræðingur samtakanna skoða málið og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um það hvernig samtökin munu bregðast við. Jóhannes segir það samt alveg skýrt að það þurfi að upplýsa neytendur um það hvaða vörur séu á markaði sem innihalda iðnaðarsaltið. „Þegar gerð eru mistök eins og þessi, á að sjálfsögðu að leggja öll spil á borðið, þannig að neytendur, sem vilja sniðganga vörur sem innihalda iðnaðarsalt, geti það," segir Jóhannes. „Ég er svo sem enginn sérfræðingur í salti, en ég geng út frá því að iðnaðarsalt eigi að nota við iðnað, og matvælasalt í mat, ekki öfugt," segir Jóhannes en samtökin líta málið afar alvarlegum augum. Spurður hvort samtökin munu bregðast við málinu með formlegum hætti, segir Jóhannes að viðbrögðin séu enn til skoðunar. Þá þurfi lögfræðingur samtakanna að fara yfir málið. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Neytendur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
„Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. Það var fréttastofa RÚV sem greindi fyrst frá málinu. Þar kom meðal annars fram að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til 91 fyrirtækis til matvælaframleiðslu á síðasta ári. Þar af eru stór fyrirtæki á matvælamarkaði. Um er að ræða salt frá hollenska fyrirtækinu Akzo Nobel, sem Ölgerðin hefur flutt inn og dreift til matvælafyrirtækja, í að minnsta kosti 13 ár. Saltið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki ætlað til notkunar í matvælaiðnaði. Málið komst upp í nóvember á síðasta ári. Matvælastofnun gerði þá athugasemd við saltsölu Ölgerðarinnar. Aftur á móti heimilaði stofnunin Ölgerðinni að selja saltið áfram, gegn því að fyrirtækin sem keyptu það, væru upplýst um hverskyns salt væri um að ræða. „Það er forkastanlegt að Matvælaeftirlitið skuli leyfa slíkt," segir Jóhannes, en Neytendasamtökin hafa fundað um málið og mun lögfræðingur samtakanna skoða málið og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um það hvernig samtökin munu bregðast við. Jóhannes segir það samt alveg skýrt að það þurfi að upplýsa neytendur um það hvaða vörur séu á markaði sem innihalda iðnaðarsaltið. „Þegar gerð eru mistök eins og þessi, á að sjálfsögðu að leggja öll spil á borðið, þannig að neytendur, sem vilja sniðganga vörur sem innihalda iðnaðarsalt, geti það," segir Jóhannes. „Ég er svo sem enginn sérfræðingur í salti, en ég geng út frá því að iðnaðarsalt eigi að nota við iðnað, og matvælasalt í mat, ekki öfugt," segir Jóhannes en samtökin líta málið afar alvarlegum augum. Spurður hvort samtökin munu bregðast við málinu með formlegum hætti, segir Jóhannes að viðbrögðin séu enn til skoðunar. Þá þurfi lögfræðingur samtakanna að fara yfir málið.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Neytendur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira