Kári Steinn og Kristjana Sæunn valin íþróttafólk ársins í Kópavogi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2012 19:53 Kristjana Sæunn og faðir Kára Steins, Karl G. Kristinsson, en Kári gat ekki verið viðstaddur hátíðina. Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011 en verðlaun voru afhent í kvöld. Þau fengu bæði að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Kári Steinn og Kristjana Sæunn voru valin úr hópi 38 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.Kári Steinn Karlsson setti á árinu Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavík og í heilu maraþoni í Berlín. Í Berlín náði Kári jafnframt lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana sem verða í London árið 2012. Þar með verður hann fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í maraþoni á Ólympíuleikum. Með árangri sínum er Kári orðin einn fremsti maraþonhlaupari á Norðurlöndum. Auk glæsilegra afreka í maraþoni varð Kári Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi og bikarmeistari í 1500 og 5000 metra hlaupum. Einnig sigraði hann í öllum götu- og víðavangshlaupum sem hann tók þátt í hér á landi.Kristjana Sæunn Ólafsdóttir varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum kvenna ásamt stöllum sínum í liði Gerplu, en þær urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut og sigruðu einnig á öllum áhöldum. Hápunktinum var hinsvegar náð í nóvember síðastliðnum þegar hún varð ásamt liðsfélögum sínum Norðurlandameistari í hópfimleikum. Kristjana Sæunn var máttarstólpi liðsins þar sem hún framkvæmdi erfiðustu æfingarnar á mótinu og var í öllum umferðum hjá Gerpluliðinu, nokkuð sem aðeins afburðaíþróttamenn gera.Flokkur ársins 2011 var kjörinn meistaraflokkur Gerplu í hópfimleikum kvenna en liðið varð Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna auk þess að verða bæði Íslands- og bikarmeistari.Þau sem voru tilnefnd til verðlaunanna í ár voru eftirtalin: Fanndís Friðriksdóttir knattspyrna, Hanna Rún Ólafsdóttir dans, Jón Margeir Sverrisson sund, Kári Steinn Karlsson frjálsar íþróttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir hópfimleikar, Ólafur Bjarki Ragnarsson handknattleikur, Róbert Kristmannsson áhaldafimleikar, Sigurður Þór Sigurðsson dans, Stefanía Valdimarsdóttir frjálsar íþróttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir karate. Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011 en verðlaun voru afhent í kvöld. Þau fengu bæði að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Kári Steinn og Kristjana Sæunn voru valin úr hópi 38 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.Kári Steinn Karlsson setti á árinu Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavík og í heilu maraþoni í Berlín. Í Berlín náði Kári jafnframt lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana sem verða í London árið 2012. Þar með verður hann fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í maraþoni á Ólympíuleikum. Með árangri sínum er Kári orðin einn fremsti maraþonhlaupari á Norðurlöndum. Auk glæsilegra afreka í maraþoni varð Kári Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi og bikarmeistari í 1500 og 5000 metra hlaupum. Einnig sigraði hann í öllum götu- og víðavangshlaupum sem hann tók þátt í hér á landi.Kristjana Sæunn Ólafsdóttir varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum kvenna ásamt stöllum sínum í liði Gerplu, en þær urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut og sigruðu einnig á öllum áhöldum. Hápunktinum var hinsvegar náð í nóvember síðastliðnum þegar hún varð ásamt liðsfélögum sínum Norðurlandameistari í hópfimleikum. Kristjana Sæunn var máttarstólpi liðsins þar sem hún framkvæmdi erfiðustu æfingarnar á mótinu og var í öllum umferðum hjá Gerpluliðinu, nokkuð sem aðeins afburðaíþróttamenn gera.Flokkur ársins 2011 var kjörinn meistaraflokkur Gerplu í hópfimleikum kvenna en liðið varð Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna auk þess að verða bæði Íslands- og bikarmeistari.Þau sem voru tilnefnd til verðlaunanna í ár voru eftirtalin: Fanndís Friðriksdóttir knattspyrna, Hanna Rún Ólafsdóttir dans, Jón Margeir Sverrisson sund, Kári Steinn Karlsson frjálsar íþróttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir hópfimleikar, Ólafur Bjarki Ragnarsson handknattleikur, Róbert Kristmannsson áhaldafimleikar, Sigurður Þór Sigurðsson dans, Stefanía Valdimarsdóttir frjálsar íþróttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir karate.
Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira