Tebow og félagar unnu Steelers | Fljótur að afgreiða framlenginguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2012 09:15 Tim Tebow. Mynd/Nordic Photos/Getty Tim Tebow og félagar hans í Denver Broncos komust áfram í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt þegar þeir unnu 29-23 sigur á Pittsburgh Steelers í framlengdum "wild card" leik í Ameríkudeildinni. Denver-liðið þurfti aðeins 11 sekúndur af framlengingu til þess að tryggja sér sigurinn en Tebow átti þá sendingu á Demaryius Thomas sem skoraði sigur-snertimarkið eftir að hafa hlaupið 80 metra. Tim Tebow kastaði alls 316 metra í heppnuðum sendingum sem er það mesta á tímabilinu hjá honum. Denver-liðið tryggði sér þar með leik á móti New England Patriots um næstu helgi en þetta var fyrsti leikur Tim Tebow í úrslitakeppni. Denver-liðið tapaði síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og rétt skreið inn í úrslitakeppnina en eins og oft áður stóð Tebow sig best þegar allir voru búnir að afskrifa hann. Denver var 20-6 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað 20 stig í öðrum leikhlutanum þar sem Tebow bæði skoraði sjálfur og átti snertimarkssendingu. Pittsburgh vann seinni hálfleikinn 17-3 og náði að tryggja sér framlengingu. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger spilaði meiddur og munaði um það en honum tókst þó að koma sínu liði aftur inn í leikinn.Liðin sem mætast í úrslitakeppninni um næstu helgi:Laugardagur San Francisco 49ers - New Orleans Saints (Þjóðardeildin) New England Patriots - Denver Broncos (Ameríkudeildin)Sunnudagur Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeildin) Green Bay Packers - New York Giants (Þjóðardeildin) NFL Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Sjá meira
Tim Tebow og félagar hans í Denver Broncos komust áfram í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt þegar þeir unnu 29-23 sigur á Pittsburgh Steelers í framlengdum "wild card" leik í Ameríkudeildinni. Denver-liðið þurfti aðeins 11 sekúndur af framlengingu til þess að tryggja sér sigurinn en Tebow átti þá sendingu á Demaryius Thomas sem skoraði sigur-snertimarkið eftir að hafa hlaupið 80 metra. Tim Tebow kastaði alls 316 metra í heppnuðum sendingum sem er það mesta á tímabilinu hjá honum. Denver-liðið tryggði sér þar með leik á móti New England Patriots um næstu helgi en þetta var fyrsti leikur Tim Tebow í úrslitakeppni. Denver-liðið tapaði síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og rétt skreið inn í úrslitakeppnina en eins og oft áður stóð Tebow sig best þegar allir voru búnir að afskrifa hann. Denver var 20-6 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað 20 stig í öðrum leikhlutanum þar sem Tebow bæði skoraði sjálfur og átti snertimarkssendingu. Pittsburgh vann seinni hálfleikinn 17-3 og náði að tryggja sér framlengingu. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger spilaði meiddur og munaði um það en honum tókst þó að koma sínu liði aftur inn í leikinn.Liðin sem mætast í úrslitakeppninni um næstu helgi:Laugardagur San Francisco 49ers - New Orleans Saints (Þjóðardeildin) New England Patriots - Denver Broncos (Ameríkudeildin)Sunnudagur Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeildin) Green Bay Packers - New York Giants (Þjóðardeildin)
NFL Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Sjá meira