Sport

Yfirburðasigur hjá Kaymer í Abu Dhabi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kaymer kann vel við sig í Abu Dhabi
Kaymer kann vel við sig í Abu Dhabi Getty Images
Þjóðverjinn Martin Kaymer fór með sigur af hólmi á Abu Dhabi Championship mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni. Kaymer varði þar með titil sinn frá síðasta ári en hann var í algjörum sérflokki og lék á 24 höggum undir pari.

Kaymer varð átta höggum á undan Norður-Íranum Rory McIlroy sem varð annar í mótinu. Fyrir sigurinn hlýtur Kaymer um 53 milljónir króna. Kaymer, sem sigraði á PGA meistaramótinu á síðasta ári, er með sigrinum kominn upp í annað sæti heimslistans í golfi og hefur aldrei verið hærra á listanum.

Besti kylfingur heims, Englendingurinn Lee Westwood, varð í 64. sæti í mótinu og var á meðal neðstu kylfinga er komust í gegnum niðurskurðinn. Sigurinn í dag var sá níundi á Evrópumótaröðinni hjá hinum 26 ára gamla Kaymer.

Lokastaða efstu kylfinga í mótinu:

1. Martin Kaymer ÞÝS -24

2. Rory McIlroy N-ÍRL -16

3.-4. Retief Goosen S-AFR -14

3.-4. Graeme McDowell N-ÍRL -14

5.-6. Gareth Maybin N-ÍRL -12

5.-6. David Lynn ENG -12



Hér má sjá lokastöðuna í mótinu









Fleiri fréttir

Sjá meira


×