Nokkur gleðiráð Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 10. janúar 2011 09:37 Eftir lestur bókarinnar Brasilíufanginn varð ég að hafa snar handtök og finna gleðilyf sem virkaði beint í æð. Höfundi tekst mætavel að soga lesandann inn í ömurleika fangelsisvistar og frelsissviptingar og það er erfitt að hrista þrúgandi innilokunartilfinningu af sér eftir lesturinn. Bókin hefur án efa afbragðsforvarnargildi og ég var fegin að höfundur þröngvaði ekki samúð með burðardýrinu upp á lesandann, magnað í raun hversu langt undan hún er. Næst eyði ég hins vegar sumarfríinu í að lesa hrollvekjur og les gömlu brandarabækurnar mínar og Andrés Önd í skammdeginu. Andrés Önd og jólin - man ekki einhver eftir sögunni þar sem Andrés sá að það var miklu hagstæðara að halda jólin í janúar á útsölum? Í janúar 2012 verð ég búin að finna það blað og annað sem fleytir lundinni enn hærra þegar sól hækkar á lofti og andinn með. Það er ýmislegt sem má gera til að lyfta sér upp og valdið er oftar en ekki manns megin. Andrés Önd er þar til að mynda mjög góður til að hefja daginn á. Jafnvel áður en farið er fram úr rúminu. Um leið og hægt er að skemmta sér yfir einni lipurri sögu úr Andabæ má stinga upp í sig mola af súkkulaði sem geyma má í náttborðsskúffunni og hafa til reiðu kvöldið áður. Eða fyrir þá sem eru með heilsutengt áramótaheiti: svo lífræna gulrót að moldarbragðið af jarðvegi Mosfellssveitar finnst á tungunni. Ef maður er ekki enn kominn fram úr eftir þessar prufur (þú lagðir jafnvel ekki í þær - myndir ekki láta þér detta það í hug að kaupa þér Andrésblað eftir að hafa lesið það í Fréttablaðinu að kona sem las Brasilíufangann hefði reynst það vel að lesa teiknimyndasögur til að koma sér aftur á ról), er spilið alls ekki búið. Krossgátublað í náttborðsskúffunni innihalda oft einfeldningslega brandara, kannski smá dónó ef þú ert heppinn, inni á milli krossgátna. Það mætti reyna að teygja sig eftir því blaði, prófa að hlæja bara að einum brandara, þótt það þurfi að neyða sig til þess og stíga svo í fæturna. Það er góð og gild ástæða fyrir því að krossgátublöð eru mikið keypt þegar gleðin og vellíðan skal gefin í botn í sumarfríum. Ekki má gleyma sjónvarpsefninu sem getur verið jarðsprengjusvæði fyrir janúarþunglynda Byrona. Ef þið eruð svo heppin að ná erlendum stöðvum er bókað að allir eru yfirleitt glaðir í suður-þýsku og austurrísku alpasjónvarpi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Júlía Margrét Alexandersdóttir Skoðanir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun
Eftir lestur bókarinnar Brasilíufanginn varð ég að hafa snar handtök og finna gleðilyf sem virkaði beint í æð. Höfundi tekst mætavel að soga lesandann inn í ömurleika fangelsisvistar og frelsissviptingar og það er erfitt að hrista þrúgandi innilokunartilfinningu af sér eftir lesturinn. Bókin hefur án efa afbragðsforvarnargildi og ég var fegin að höfundur þröngvaði ekki samúð með burðardýrinu upp á lesandann, magnað í raun hversu langt undan hún er. Næst eyði ég hins vegar sumarfríinu í að lesa hrollvekjur og les gömlu brandarabækurnar mínar og Andrés Önd í skammdeginu. Andrés Önd og jólin - man ekki einhver eftir sögunni þar sem Andrés sá að það var miklu hagstæðara að halda jólin í janúar á útsölum? Í janúar 2012 verð ég búin að finna það blað og annað sem fleytir lundinni enn hærra þegar sól hækkar á lofti og andinn með. Það er ýmislegt sem má gera til að lyfta sér upp og valdið er oftar en ekki manns megin. Andrés Önd er þar til að mynda mjög góður til að hefja daginn á. Jafnvel áður en farið er fram úr rúminu. Um leið og hægt er að skemmta sér yfir einni lipurri sögu úr Andabæ má stinga upp í sig mola af súkkulaði sem geyma má í náttborðsskúffunni og hafa til reiðu kvöldið áður. Eða fyrir þá sem eru með heilsutengt áramótaheiti: svo lífræna gulrót að moldarbragðið af jarðvegi Mosfellssveitar finnst á tungunni. Ef maður er ekki enn kominn fram úr eftir þessar prufur (þú lagðir jafnvel ekki í þær - myndir ekki láta þér detta það í hug að kaupa þér Andrésblað eftir að hafa lesið það í Fréttablaðinu að kona sem las Brasilíufangann hefði reynst það vel að lesa teiknimyndasögur til að koma sér aftur á ról), er spilið alls ekki búið. Krossgátublað í náttborðsskúffunni innihalda oft einfeldningslega brandara, kannski smá dónó ef þú ert heppinn, inni á milli krossgátna. Það mætti reyna að teygja sig eftir því blaði, prófa að hlæja bara að einum brandara, þótt það þurfi að neyða sig til þess og stíga svo í fæturna. Það er góð og gild ástæða fyrir því að krossgátublöð eru mikið keypt þegar gleðin og vellíðan skal gefin í botn í sumarfríum. Ekki má gleyma sjónvarpsefninu sem getur verið jarðsprengjusvæði fyrir janúarþunglynda Byrona. Ef þið eruð svo heppin að ná erlendum stöðvum er bókað að allir eru yfirleitt glaðir í suður-þýsku og austurrísku alpasjónvarpi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun