Sport

Gulbis og Johnson eru nýjasta „ofurparið“

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Natalie Gulbis.
Natalie Gulbis. Nordic Photos/Getty Images

Bandarísku atvinnukylfingarnir Natalie Gulbis og Dustin Johnson eru nýjasta „ofurparið" á íþróttasviðinu en Gulbis hefur á undanförnum árum verið einn af „ofurkylfingum" LPGA kvennamótaraðarinnar.

Fjölmörg fyrirtæki hafa gert risasamning við Gulbis á undanförnum árum enda vekur hún ávallt mikla athygli hvar sem hún er. Johnson er nýjasta „stjarnan" á PGA mótaröðinni en hann tók Gulbis með sér til Hawaii þar sem að fyrsta mót PGA mótaraðarinnar stendur nú yfir.

„Ég ætla að láta Dustin um að útskýra þetta," sagði Gulbis við golffréttavefinn golf.com þar sem hún staðfesti að þau væru par.



Dustin Johnson.Nordic Photos/Getty Images
Johnson er 25 ára gamall en hann sigraði á tveimur mótum á síðasta ári og var nálægt því að sigra á tveimur stórmótum - opna bandaríska og PGA meistaramótinu.

Hann var efsti bandaríski kylfingurinn á peningalistanum á árinu 2010. Gulbis er 28 ára gömul en hún var í sambandið með Ben Roethlisberger leikstjórnanda NFL liðsins Pittsburgh Steelers. Gulbis hefur ekki látið mikið bera á sér á LPGA mótaröðinni á undanförnum misserum vegna meiðsla í baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×