Naktir bændur á Norðurlandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. febrúar 2011 13:34 Bændurnir munu frumsýna verkið þann 5. mars næstkomandi. Bændur í Hörgárdalnum hafa ákveðið að setja upp nýja staðfærða sýningu á verkinu Með fullri reisn, sem kallast Full Monty á frummálinu. Verkið verður frumsýnt í næsta mánuði. „Þetta er bara um það að bændaiðnaðurinn er ekki búinn að skila sínu. Mjólkin fer öll til MS og ferðaþjónustan er ekki að virka þannig að eina ráðið þeirra er að fara að strippa. Og þeir æfa sig í kirkjunni á Möðruvöllum í að strippa," segir Jón Gunnar Þórðarson, sem er leikstjóri að verkinu. Hann segir að það sé svolítið skrýtið að vera þarna við Hörgána. „Þetta er þar sem sagan af djáknanum á Myrká fór fram og ansi skemmtilegt að keyra þarna á hverjum degi frá Akureyri í 20 mínútur. Svo bara mætir maður fullt af bændum og þeir fara úr fötunum," segir Jón Gunnar í samtali við Vísi. Ein þeirra mynda sem birtist í dagatalinu. Það verður til sölu á bensínstöðvum á Norðurlandi.Jón Gunnar segir að bændurnir, sem mynda með sér leikfélag, hafi átt hugmyndina að uppfærslunni. „Bændurnir komu til mín og spurðu hvort ég væri til að setja upp verk með þeim þar sem þeir myndu strippa," segir Jón Gunnar. Hann segir að bændurnir séu ansi góðir og gangi alla leið. Jón Gunnar segir ekki til um það hvort sýningin sé bönnuð börnum. „Þetta er ansi skemmtileg sýning en þetta er ekki dónalegt sko," segir Jón Gunnar. Verkið verður frumsýnt þann 5. mars næstkomandi. „Það er búist við því að þetta geti orðið svolítið vinsælt svona að skreppa hérna rétt fyrir utan Akureyri í skemmtiferð. Þetta er bara fyndið," segir Jón Gunnar. Í tengslum við sýninguna ætla bændurnir einnig að gefa út dagatal sem er núna að fara í framleiðslu og verður í sölu á bensínstöðvum á Norðurlandi. „Ég held að þetta sé kjörið fyrir vinnustaði, sérstaklega kvennastaði," segir Jón Gunnar. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Bændur í Hörgárdalnum hafa ákveðið að setja upp nýja staðfærða sýningu á verkinu Með fullri reisn, sem kallast Full Monty á frummálinu. Verkið verður frumsýnt í næsta mánuði. „Þetta er bara um það að bændaiðnaðurinn er ekki búinn að skila sínu. Mjólkin fer öll til MS og ferðaþjónustan er ekki að virka þannig að eina ráðið þeirra er að fara að strippa. Og þeir æfa sig í kirkjunni á Möðruvöllum í að strippa," segir Jón Gunnar Þórðarson, sem er leikstjóri að verkinu. Hann segir að það sé svolítið skrýtið að vera þarna við Hörgána. „Þetta er þar sem sagan af djáknanum á Myrká fór fram og ansi skemmtilegt að keyra þarna á hverjum degi frá Akureyri í 20 mínútur. Svo bara mætir maður fullt af bændum og þeir fara úr fötunum," segir Jón Gunnar í samtali við Vísi. Ein þeirra mynda sem birtist í dagatalinu. Það verður til sölu á bensínstöðvum á Norðurlandi.Jón Gunnar segir að bændurnir, sem mynda með sér leikfélag, hafi átt hugmyndina að uppfærslunni. „Bændurnir komu til mín og spurðu hvort ég væri til að setja upp verk með þeim þar sem þeir myndu strippa," segir Jón Gunnar. Hann segir að bændurnir séu ansi góðir og gangi alla leið. Jón Gunnar segir ekki til um það hvort sýningin sé bönnuð börnum. „Þetta er ansi skemmtileg sýning en þetta er ekki dónalegt sko," segir Jón Gunnar. Verkið verður frumsýnt þann 5. mars næstkomandi. „Það er búist við því að þetta geti orðið svolítið vinsælt svona að skreppa hérna rétt fyrir utan Akureyri í skemmtiferð. Þetta er bara fyndið," segir Jón Gunnar. Í tengslum við sýninguna ætla bændurnir einnig að gefa út dagatal sem er núna að fara í framleiðslu og verður í sölu á bensínstöðvum á Norðurlandi. „Ég held að þetta sé kjörið fyrir vinnustaði, sérstaklega kvennastaði," segir Jón Gunnar.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira