Utan vallar: Hver byrjaði á þessu "gefðu mér fimm“ kjaftæði? Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. desember 2011 07:00 Leikmenn í NBA-deildinni að gefa "fimmu". NBA-körfuboltinn í Bandaríkjunum hófst með látum á jóladag eftir ömurlegt verkbann sem stóð yfir í nokkra mánuði. Áður en lengra er haldið er best að viðurkenna að ég held með Golden State Warriors. Það hefur ekki verið dans á rósum – alls ekki. Fyrstu minningar mínar frá NBA-körfuboltanum voru úrslitaviðureignir LA Lakers og Philadelphia 76'ers á RÚV þar sem Bjarni Felixson lýsti eldgömlum leikjum eins og þeir væru brakandi ferskir. Viðureignir Boston Celtics og LA Lakers næstu ár þar á eftir með þá Magic Johnson og Larry Bird fremsta í flokki voru sjónvarpsefni sem ekki mátti missa af. Og með tilkomu Michael Jordan var ekki aftur snúið. Á undanförnum vikum hef ég séð brot úr fjölmörgum gömlum úrslitaleikjum á NBA TV. Þar hefur eitt lítið atriði vakti athygli mína. Bird, Magic og Jordan – þeirra kynslóð var ekkert að gefa einhverjum gaurum „fimm" eftir hvert einasta vítaskot. Þeir stóðu einfaldlega við vítateiginn og biðu eftir frákastinu og voru með „hittu bara úr helv... skotinu" svipinn. Á einhverjum tímapunkti fóru körfuboltamenn og konur að gefa hvort öðru „fimm" í hvert einasta skipti sem einhver tekur vítaskot. Það er gefið „high five" fyrir drullulélegt víti sem fer ekki ofaní og líka fyrir þau sem fara ofaní. Þetta fer óendanlega í taugarnar á mér. Hver byrjaði eiginlega á þessu? Hvað er svona flókið við að taka vítaskot í körfubolta? Þú færð frið til þess að taka skotið, þú færð að því virðist óendanlegan tíma til þess að taka skotið. Tíminn sem fer í þetta er ótrúlega lengi að líða þegar maður hefur andstyggð á þessu „gef mér fimm kjaftæði". Ég legg til að þetta aðkallandi mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Og eftir þann fund verði því lýst yfir með formlegum hætti að Ísland verði fyrst allra landa til þess að banna „gefðu mér fimm" kveðjuna í vítaskotum í körfubolta. NBA-deildin yrði ekki lengi að feta í fótspor Íslendinga ef ég þekki David Stern rétt. Og veröldin yrði miklu betri fyrir vikið. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Sjá meira
NBA-körfuboltinn í Bandaríkjunum hófst með látum á jóladag eftir ömurlegt verkbann sem stóð yfir í nokkra mánuði. Áður en lengra er haldið er best að viðurkenna að ég held með Golden State Warriors. Það hefur ekki verið dans á rósum – alls ekki. Fyrstu minningar mínar frá NBA-körfuboltanum voru úrslitaviðureignir LA Lakers og Philadelphia 76'ers á RÚV þar sem Bjarni Felixson lýsti eldgömlum leikjum eins og þeir væru brakandi ferskir. Viðureignir Boston Celtics og LA Lakers næstu ár þar á eftir með þá Magic Johnson og Larry Bird fremsta í flokki voru sjónvarpsefni sem ekki mátti missa af. Og með tilkomu Michael Jordan var ekki aftur snúið. Á undanförnum vikum hef ég séð brot úr fjölmörgum gömlum úrslitaleikjum á NBA TV. Þar hefur eitt lítið atriði vakti athygli mína. Bird, Magic og Jordan – þeirra kynslóð var ekkert að gefa einhverjum gaurum „fimm" eftir hvert einasta vítaskot. Þeir stóðu einfaldlega við vítateiginn og biðu eftir frákastinu og voru með „hittu bara úr helv... skotinu" svipinn. Á einhverjum tímapunkti fóru körfuboltamenn og konur að gefa hvort öðru „fimm" í hvert einasta skipti sem einhver tekur vítaskot. Það er gefið „high five" fyrir drullulélegt víti sem fer ekki ofaní og líka fyrir þau sem fara ofaní. Þetta fer óendanlega í taugarnar á mér. Hver byrjaði eiginlega á þessu? Hvað er svona flókið við að taka vítaskot í körfubolta? Þú færð frið til þess að taka skotið, þú færð að því virðist óendanlegan tíma til þess að taka skotið. Tíminn sem fer í þetta er ótrúlega lengi að líða þegar maður hefur andstyggð á þessu „gef mér fimm kjaftæði". Ég legg til að þetta aðkallandi mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Og eftir þann fund verði því lýst yfir með formlegum hætti að Ísland verði fyrst allra landa til þess að banna „gefðu mér fimm" kveðjuna í vítaskotum í körfubolta. NBA-deildin yrði ekki lengi að feta í fótspor Íslendinga ef ég þekki David Stern rétt. Og veröldin yrði miklu betri fyrir vikið.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Sjá meira