Landsdómur og hrun tefur sýningarhaldið 27. desember 2011 04:00 Ein meginrökin fyrir því að Þjóðminjasafnið tekur yfir rekstur hússins er sú reynsla sem þar er innandyra við slíkan rekstur. fréttablaðið/gva Þjóðmenningarhúsið mun í framtíðinni hýsa grunnsýningu sem lýsir íslenskum þjóðmenningararfi. Að sýningunni koma höfuðsöfnin tvö Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn auk Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafn mun taka við rekstri hússins af mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar skipunartími Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns hússins, rennur út 1. júní 2013. Starfsemi Þjóðmenningarhússins hefur ekki verið nákvæmlega skilgreind til þessa. Þar hefur farið fram fjölbreytt sýningarhald á vegum ýmissa aðila og hefur það verið fundarstaður fyrir ráðherra, ráðuneyti og stofnanir. Síðla árs 2010 var ákveðið að flytja Þjóðmenningarhúsið úr vörslu forsætisráðuneytis undir menntamálaráðuneyti, og tengdist það hrókeringum innan stjórnarráðsins. Síðla sumars 2011 var síðan gengið frá stjórnarskiptum í húsinu. Í stað fráfarandi stjórnar var forstöðumönnum þriggja stofnana, Þjóðminjasafnsins, Stofnunar Árna Magnússonar og Listasafnsins, falið að leggja á ráðin um framtíðarskipan hússins og fékk sú hugmynd brautargengi að grunnsýning yrði skipulögð í öllu Þjóðmenningarhúsinu, sem lyti að sögu íslenskrar myndlistar í aldanna rás, frá miðöldum til samtímans. Listasafn Íslands reið á vaðið með sýningu, aðallega í efri hluta hússins í júní. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafnsins, segir að sú sýning – Þúsund ár/Millennium – sé fyrsti hluti áætlunar sem muni taka nokkur ár að ljúka. „Líklega mun verða breyting á sýningunni þegar Þjóðminjasafnið og Árnastofnun bæta við sínum hluta á neðri hæðum og mun þá verða sameiginleg sýning viðkomandi stofnana,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs hefur ýmislegt tafið framgang áætlunarinnar, svo sem efnahagsástandið, sem hægir á framkvæmdum, og notkun hússins sem höfuðstöðvar landsdóms. Þá undirbýr Þjóðminjasafnið 150 ára afmæli sitt, en safnið var stofnað 1863, og Árnastofnun mun eignast eigið húsnæði á komandi árum og með því hverfur handritasýningin af grunnhæð hússins í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár. „Vegna þessa verður óhjákvæmilega töf á grunnsýningunni og sýningin Þúsund ár ber áfram ein vitni sem fyrsti hluti þessarar áætlunar stofnananna þriggja. Hún mun þó breytast að hluta og verða þétt með fræðslu- og upplýsingarefni,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þjóðmenningarhúsið mun í framtíðinni hýsa grunnsýningu sem lýsir íslenskum þjóðmenningararfi. Að sýningunni koma höfuðsöfnin tvö Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn auk Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafn mun taka við rekstri hússins af mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar skipunartími Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns hússins, rennur út 1. júní 2013. Starfsemi Þjóðmenningarhússins hefur ekki verið nákvæmlega skilgreind til þessa. Þar hefur farið fram fjölbreytt sýningarhald á vegum ýmissa aðila og hefur það verið fundarstaður fyrir ráðherra, ráðuneyti og stofnanir. Síðla árs 2010 var ákveðið að flytja Þjóðmenningarhúsið úr vörslu forsætisráðuneytis undir menntamálaráðuneyti, og tengdist það hrókeringum innan stjórnarráðsins. Síðla sumars 2011 var síðan gengið frá stjórnarskiptum í húsinu. Í stað fráfarandi stjórnar var forstöðumönnum þriggja stofnana, Þjóðminjasafnsins, Stofnunar Árna Magnússonar og Listasafnsins, falið að leggja á ráðin um framtíðarskipan hússins og fékk sú hugmynd brautargengi að grunnsýning yrði skipulögð í öllu Þjóðmenningarhúsinu, sem lyti að sögu íslenskrar myndlistar í aldanna rás, frá miðöldum til samtímans. Listasafn Íslands reið á vaðið með sýningu, aðallega í efri hluta hússins í júní. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafnsins, segir að sú sýning – Þúsund ár/Millennium – sé fyrsti hluti áætlunar sem muni taka nokkur ár að ljúka. „Líklega mun verða breyting á sýningunni þegar Þjóðminjasafnið og Árnastofnun bæta við sínum hluta á neðri hæðum og mun þá verða sameiginleg sýning viðkomandi stofnana,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs hefur ýmislegt tafið framgang áætlunarinnar, svo sem efnahagsástandið, sem hægir á framkvæmdum, og notkun hússins sem höfuðstöðvar landsdóms. Þá undirbýr Þjóðminjasafnið 150 ára afmæli sitt, en safnið var stofnað 1863, og Árnastofnun mun eignast eigið húsnæði á komandi árum og með því hverfur handritasýningin af grunnhæð hússins í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár. „Vegna þessa verður óhjákvæmilega töf á grunnsýningunni og sýningin Þúsund ár ber áfram ein vitni sem fyrsti hluti þessarar áætlunar stofnananna þriggja. Hún mun þó breytast að hluta og verða þétt með fræðslu- og upplýsingarefni,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira