Jól og áramót Jónína Michaelsdóttir skrifar 20. desember 2011 06:00 Aðventan er ekki bara jólabókaveisla, heldur kvikna út um allt skemmtilegar hugmyndir og sköpunargleði eins og hvarvetna má sjá og heyra. Það iðar allt af hvers kyns tilboðum og uppákomum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Börn og unglingar láta ekki sitt eftir liggja, það er sungið og leikið og snjórinn rammar inn stemninguna. Atorkan er ótrúleg. Það er eins og fólk ætli ekki að láta ástandið í þjóðfélaginu skyggja á jólagleðina, hvað sem öðru líður. Auðvitað er víða erfitt og sums staðar nánast óbærilegt eftir fjöldauppsagnir og hvers kyns áföll. Margir eru vonlitlir eða vonlausir, en vonina má aldrei missa. Aldrei. Síst ef maður er foreldri. Það er auðvitað útlátalaust fyrir þá sem sitja í öryggi að slá slíku fram, en þetta er engu að síður staðreynd sem maður má aldrei gleyma, þegar lífið hefur trúað manni fyrir börnum. Það er dálítið sérkennilegt að það sé verið að taka frá börnum kristindóminn á þessum tímum. Heimta að hann sé ekki kenndur í skóla. Við hvað eru menn hræddir? Börn sem alast upp við sitt faðirvor fyrir svefninn og falleg vers finna gjarnan fyrir öryggi og vellíðan. Ef þetta er spurning um sagnfræði geta þau sjálf tekið ákvörðun um hvort hún hentar þeim á fullorðinsárum. JólagleðiNú orðið hefst jólavertíðin svo snemma að aðventan er mun líflegri og stundum jafn hátíðleg og jólin sjálf. Þau eru eins og lokapunktur á löngu ferli. Samt finnst manni enn að helgin komi klukkan sex á aðfangadag. Oftast er það svo að börnin hafa mestan áhuga á jólagjöfunum en fullorðna fólkið á jólamatnum. Sums staðar er sungið og gengið kringum jólatréð, en það eru ekki allir krakkar svo heppnir. En þegar best lætur eru jólin dásamlegur samverutími fyrir fjölskylduna. Og svo koma áramótin. Þau eru öðruvísi en önnur mánaðamót, þó að þau breyti í sjálfu sér engu. Segja má að hver dagur í lífi manns sé nýtt upphaf, ný tækifæri, en um áramót lítur maður um öxl. Skoðar hvernig til hafi tekist í tilverunni þetta árið og veltir fyrir sé hvað sé framundan. Strengir áramótaheit sem sumir halda, aðrir ekki. Þegar ártalið hverfur smám saman af skjánum á gamlárskvöld og nýtt birtist fær maður stundum á sekúndubroti tilfinningu fyrir því sem bíður manns á nýju ári. Það er að minnsta kosti mín reynsla, og ég vil hafa kyrrð meðan gamla árið kveður og nýja ártalið er á leiðinni á skjáinn. TækifærissinnarEf litið er á þjóðmálin síðustu misserin er naumast tilefni til mikillar bjartsýni fyrstu misserin 2012. Við sitjum uppi með ríkisstjórn sem er fundvís á skatta og hvers kyns álögur og niðurskurð, en skortir skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs. Pólitískir tækifærissinnar sem bera ábyrgð á því að einn maður á svara til saka fyrir landsdómi vegna hrunsins, fá nú tækifæri til að hressa upp á æruna ef vera kynni að þeir væru komnir niður á jörðina. Viðbrögð flestra þeirra sýna að svo er ekki. Og það merkilega er, að forystumaður á Alþingi talar um að bíða eftir því hvort þessi fyrrum samþingsmaður hans verði kærður. Hann virðist ekki skilja að meirihluti þingsins ákærði hann með atkvæði sínu. En eins og aðrir vona ég sannarlega að árið 2012 verði gjöfult og gott – þrátt fyrir ríkisstjórnina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Aðventan er ekki bara jólabókaveisla, heldur kvikna út um allt skemmtilegar hugmyndir og sköpunargleði eins og hvarvetna má sjá og heyra. Það iðar allt af hvers kyns tilboðum og uppákomum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Börn og unglingar láta ekki sitt eftir liggja, það er sungið og leikið og snjórinn rammar inn stemninguna. Atorkan er ótrúleg. Það er eins og fólk ætli ekki að láta ástandið í þjóðfélaginu skyggja á jólagleðina, hvað sem öðru líður. Auðvitað er víða erfitt og sums staðar nánast óbærilegt eftir fjöldauppsagnir og hvers kyns áföll. Margir eru vonlitlir eða vonlausir, en vonina má aldrei missa. Aldrei. Síst ef maður er foreldri. Það er auðvitað útlátalaust fyrir þá sem sitja í öryggi að slá slíku fram, en þetta er engu að síður staðreynd sem maður má aldrei gleyma, þegar lífið hefur trúað manni fyrir börnum. Það er dálítið sérkennilegt að það sé verið að taka frá börnum kristindóminn á þessum tímum. Heimta að hann sé ekki kenndur í skóla. Við hvað eru menn hræddir? Börn sem alast upp við sitt faðirvor fyrir svefninn og falleg vers finna gjarnan fyrir öryggi og vellíðan. Ef þetta er spurning um sagnfræði geta þau sjálf tekið ákvörðun um hvort hún hentar þeim á fullorðinsárum. JólagleðiNú orðið hefst jólavertíðin svo snemma að aðventan er mun líflegri og stundum jafn hátíðleg og jólin sjálf. Þau eru eins og lokapunktur á löngu ferli. Samt finnst manni enn að helgin komi klukkan sex á aðfangadag. Oftast er það svo að börnin hafa mestan áhuga á jólagjöfunum en fullorðna fólkið á jólamatnum. Sums staðar er sungið og gengið kringum jólatréð, en það eru ekki allir krakkar svo heppnir. En þegar best lætur eru jólin dásamlegur samverutími fyrir fjölskylduna. Og svo koma áramótin. Þau eru öðruvísi en önnur mánaðamót, þó að þau breyti í sjálfu sér engu. Segja má að hver dagur í lífi manns sé nýtt upphaf, ný tækifæri, en um áramót lítur maður um öxl. Skoðar hvernig til hafi tekist í tilverunni þetta árið og veltir fyrir sé hvað sé framundan. Strengir áramótaheit sem sumir halda, aðrir ekki. Þegar ártalið hverfur smám saman af skjánum á gamlárskvöld og nýtt birtist fær maður stundum á sekúndubroti tilfinningu fyrir því sem bíður manns á nýju ári. Það er að minnsta kosti mín reynsla, og ég vil hafa kyrrð meðan gamla árið kveður og nýja ártalið er á leiðinni á skjáinn. TækifærissinnarEf litið er á þjóðmálin síðustu misserin er naumast tilefni til mikillar bjartsýni fyrstu misserin 2012. Við sitjum uppi með ríkisstjórn sem er fundvís á skatta og hvers kyns álögur og niðurskurð, en skortir skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs. Pólitískir tækifærissinnar sem bera ábyrgð á því að einn maður á svara til saka fyrir landsdómi vegna hrunsins, fá nú tækifæri til að hressa upp á æruna ef vera kynni að þeir væru komnir niður á jörðina. Viðbrögð flestra þeirra sýna að svo er ekki. Og það merkilega er, að forystumaður á Alþingi talar um að bíða eftir því hvort þessi fyrrum samþingsmaður hans verði kærður. Hann virðist ekki skilja að meirihluti þingsins ákærði hann með atkvæði sínu. En eins og aðrir vona ég sannarlega að árið 2012 verði gjöfult og gott – þrátt fyrir ríkisstjórnina.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun