Tekur frá Eurovision-hallir fyrir Frostrósar-tónleika 16. desember 2011 11:00 Samúel Kristjánsson ætlar að flytja Frostrósar-þemað til Noregs og Svíþjóðar. Fréttablaðið/GVA Frostrósar-tónleikaröðin mun velta í kringum 150 til 170 milljónum þegar yfir lýkur. Forsvarsmenn tónleikaraðarinnar ætla sér stóra hluti á næsta ári. „Við erum búnir að ganga frá þessu og ætlum að gera þetta á næsta ári. Þetta hefur staðið til síðustu tvö ár en alltaf verið frestað. Nú ætlum við hins vegar að kýla á þetta," segir Samúel Kristjánsson. Hann ætlar að flytja út Frostrósar-þema sitt til Noregs og Svíþjóðar og halda þar tónleika í fjórtán borgum í löndunum tveimur. Samúel er nýkominn heim frá Ósló þar sem hann var að ganga frá samningum þess efnis en jafnframt er verið að skoða tónleikastaði í Danmörku og Finnlandi. Þegar yfir lýkur gætu Frostrósar-borgirnar því orðið tuttugu í Skandinavíu. Samúel hefur þegar gengið frá leigu á tveimur stærstu tónleikasölum Svíþjóðar og Noregs; það er Globen í Stokkhólmi og Spektrum í Ósló. Þessar hallir eiga það báðar sameiginlegt að hafa hýst Eurovision-keppni. Spurður hvort íslenskir söngvarar muni koma við sögu efast Samúel um það, sýningarnar verði byggðar upp með söngfuglum hvers lands. Hann gerir sér jafnframt vonir um að Sissel Kyrkjebø verði þeim innan handar við tónleikahaldið. „Hún var búin að lýsa því yfir að hún ætlaði að taka sér frí í tvö ár en gerði alveg sérstaka undantekningu fyrir Ísland," segir Samúel. Frostrósir hafa slegið í gegn hér á landi og árið í ár var engin undantekning. Allt tal um kreppu og samdrátt virðist því ekki eiga við rök að styðjast þegar kemur að þessum jólatónleikum. „Við fengum 27 þúsund gesti í fyrra og ég reikna með að við náum þeirri tölu aftur." Viðskiptablaðið birti í október frétt þess efnis að Frostrósar-tónleikarnir myndu velta 250 milljónum króna í miðasölu en Samúel segir þá tölu aðeins of háa, hún sé á bilinu 150 til 170 milljónir. „En kostnaðurinn er líka gríðarlegur. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið nokkuð góð og við höfum komið út réttum megin við núllið," segir Samúel.Sissell Kyrkjebo.Fjórir Frostrósar Klassík-tónleikar fóru fram í Hörpu um síðustu helgi þar sem Kyrkjebø söng með íslenskum söngvurum. Orðrómur var á kreiki um að brögð hefðu verið í tafli með þriðju tónleikana sem voru um miðjan dag á sunnudeginum en á vefsíðunni midi.is var auglýst að uppselt væri á þá. Samúel segir að þeir tónleikar hafi verið keyptir af fjórum fyrirtækjum, þeir voru styttri eða aðeins fimmtíu mínútur. Hann þvertekur því fyrir að einhverjum blekkingum hafi verið beitt. „Við veltum því fyrir okkur hvort við ættum að setja þessa tónleika á netið og ákváðum að gera það." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira
Frostrósar-tónleikaröðin mun velta í kringum 150 til 170 milljónum þegar yfir lýkur. Forsvarsmenn tónleikaraðarinnar ætla sér stóra hluti á næsta ári. „Við erum búnir að ganga frá þessu og ætlum að gera þetta á næsta ári. Þetta hefur staðið til síðustu tvö ár en alltaf verið frestað. Nú ætlum við hins vegar að kýla á þetta," segir Samúel Kristjánsson. Hann ætlar að flytja út Frostrósar-þema sitt til Noregs og Svíþjóðar og halda þar tónleika í fjórtán borgum í löndunum tveimur. Samúel er nýkominn heim frá Ósló þar sem hann var að ganga frá samningum þess efnis en jafnframt er verið að skoða tónleikastaði í Danmörku og Finnlandi. Þegar yfir lýkur gætu Frostrósar-borgirnar því orðið tuttugu í Skandinavíu. Samúel hefur þegar gengið frá leigu á tveimur stærstu tónleikasölum Svíþjóðar og Noregs; það er Globen í Stokkhólmi og Spektrum í Ósló. Þessar hallir eiga það báðar sameiginlegt að hafa hýst Eurovision-keppni. Spurður hvort íslenskir söngvarar muni koma við sögu efast Samúel um það, sýningarnar verði byggðar upp með söngfuglum hvers lands. Hann gerir sér jafnframt vonir um að Sissel Kyrkjebø verði þeim innan handar við tónleikahaldið. „Hún var búin að lýsa því yfir að hún ætlaði að taka sér frí í tvö ár en gerði alveg sérstaka undantekningu fyrir Ísland," segir Samúel. Frostrósir hafa slegið í gegn hér á landi og árið í ár var engin undantekning. Allt tal um kreppu og samdrátt virðist því ekki eiga við rök að styðjast þegar kemur að þessum jólatónleikum. „Við fengum 27 þúsund gesti í fyrra og ég reikna með að við náum þeirri tölu aftur." Viðskiptablaðið birti í október frétt þess efnis að Frostrósar-tónleikarnir myndu velta 250 milljónum króna í miðasölu en Samúel segir þá tölu aðeins of háa, hún sé á bilinu 150 til 170 milljónir. „En kostnaðurinn er líka gríðarlegur. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið nokkuð góð og við höfum komið út réttum megin við núllið," segir Samúel.Sissell Kyrkjebo.Fjórir Frostrósar Klassík-tónleikar fóru fram í Hörpu um síðustu helgi þar sem Kyrkjebø söng með íslenskum söngvurum. Orðrómur var á kreiki um að brögð hefðu verið í tafli með þriðju tónleikana sem voru um miðjan dag á sunnudeginum en á vefsíðunni midi.is var auglýst að uppselt væri á þá. Samúel segir að þeir tónleikar hafi verið keyptir af fjórum fyrirtækjum, þeir voru styttri eða aðeins fimmtíu mínútur. Hann þvertekur því fyrir að einhverjum blekkingum hafi verið beitt. „Við veltum því fyrir okkur hvort við ættum að setja þessa tónleika á netið og ákváðum að gera það." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira