Drukkið úr Cruise í 30 ár 15. desember 2011 16:30 Endless Love: 1981; Risky Business: 1983; Top Gun: 1986; Rain Man: 1988; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Born on the Fourth July (1990); Far and away: 1992; The Firm: 1993; Mission:Impossible: 1996; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Jerry Maguire (1996); Mission:Impossible II: 2000; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Magnolia (2000); Minority report: 2002; War of the Worlds: 2005; Hoppar á sófanum hjá Opruh og lætur öllum illum látum (2005); Mission:Impossible III: 2006; Knight and Day: 2010 Tom Cruise er stærsta kvikmyndastjarna í heimi; hvort sem maður skellti hurðum eftir væmna ástarjátningu í Jerry Maguire eða tók á flótta eftir vandræðalegar slagsmálasenur í Far and Away. Nú er komið að nýjustu Cruise-myndinni, leikarinn snýr aftur sem Ethan Hunt í fjórða sinn. Mission Impossible: Ghost Protocol er merkileg fyrir margar sakir. Fæstir vita um hvað myndin er fyrir utan stikluna sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum að undanförnu og er myndinni leikstýrt af Brad Bird. Bird þessi er fyrst og fremst þekktur fyrir verk sín á teiknimyndasviðinu, gerði meðal annars Ratatouille og hina stórkostlegu The Incredibles. Stóra stjarnan er hins vegar Tom Cruise. Hann verður fimmtugur á næsta ári, hefur verið á hvíta tjaldinu í þrjátíu ár og rakað inn milljörðum í miðasölu (auðævi hans eru metin á 250 milljónir dollara eða um þrjátíu milljarða). Cruise er umdeildur í Hollywood, hann er öflugur talsmaður hinnar dularfullu Vísindakirkju, hefur látið hafa eftir sér ótrúleg ummæli um lyfjanotkun og komst merkilega nálægt því að rústa eigin ferli með sérkennilegum uppátækjum á því herrans ári 2005 þegar hann varð, í bókstaflegri merkingu, brjálæðislega ástfanginn af Katie Holmes, núverandi eiginkonu, (einkalíf herra Cruise er reyndar kapítuli út af yfir sig, samband hans við Nicole Kidman, orðrómur um samkynhneigð og svona mætti lengi telja). Engum dylst hins vegar að Cruise er listamaður og hæfileikaríkur sem slíkur; hann sýndi það og sannaði í kvikmyndum á borð við Interview with the Vampire og Magnolia, einu eftirminnilegasta hlutverki sínu á hvíta tjaldinu. Þrátt fyrir brotsjóinn sem Cruise fékk á sig fyrir sex árum virðist leikarinn vera að rétta skipið af og Mission Impossible: Ghost Protocol gæti komið honum aftur á fleygiferð. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Tom Cruise er stærsta kvikmyndastjarna í heimi; hvort sem maður skellti hurðum eftir væmna ástarjátningu í Jerry Maguire eða tók á flótta eftir vandræðalegar slagsmálasenur í Far and Away. Nú er komið að nýjustu Cruise-myndinni, leikarinn snýr aftur sem Ethan Hunt í fjórða sinn. Mission Impossible: Ghost Protocol er merkileg fyrir margar sakir. Fæstir vita um hvað myndin er fyrir utan stikluna sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum að undanförnu og er myndinni leikstýrt af Brad Bird. Bird þessi er fyrst og fremst þekktur fyrir verk sín á teiknimyndasviðinu, gerði meðal annars Ratatouille og hina stórkostlegu The Incredibles. Stóra stjarnan er hins vegar Tom Cruise. Hann verður fimmtugur á næsta ári, hefur verið á hvíta tjaldinu í þrjátíu ár og rakað inn milljörðum í miðasölu (auðævi hans eru metin á 250 milljónir dollara eða um þrjátíu milljarða). Cruise er umdeildur í Hollywood, hann er öflugur talsmaður hinnar dularfullu Vísindakirkju, hefur látið hafa eftir sér ótrúleg ummæli um lyfjanotkun og komst merkilega nálægt því að rústa eigin ferli með sérkennilegum uppátækjum á því herrans ári 2005 þegar hann varð, í bókstaflegri merkingu, brjálæðislega ástfanginn af Katie Holmes, núverandi eiginkonu, (einkalíf herra Cruise er reyndar kapítuli út af yfir sig, samband hans við Nicole Kidman, orðrómur um samkynhneigð og svona mætti lengi telja). Engum dylst hins vegar að Cruise er listamaður og hæfileikaríkur sem slíkur; hann sýndi það og sannaði í kvikmyndum á borð við Interview with the Vampire og Magnolia, einu eftirminnilegasta hlutverki sínu á hvíta tjaldinu. Þrátt fyrir brotsjóinn sem Cruise fékk á sig fyrir sex árum virðist leikarinn vera að rétta skipið af og Mission Impossible: Ghost Protocol gæti komið honum aftur á fleygiferð. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira