Paradísarmissi slegið á frest 15. desember 2011 16:00 Frestað Paradísarmissi með Bradley Cooper hefur verið frestað um óákveðinn tíma en kynþokkafyllsti maður heims átti að leika sjálfan Lúsifer. Það er ekki bara tóm gleði hjá Bradley Cooper þótt hann hafi verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims því kvikmynd hans, Paradise Lost, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Framleiðslufyrirtækið Legendary Pictures tók þessa ákvörðun eftir að forsvarsmönnum þess þótti einsýnt að kvikmyndin myndi sprengja kostnaðaráætlunina sem hljóðar upp á 120 milljónir dollara. Cooper átti að leika sjálfan Lúsifer en myndin er innblásin af frægum ljóðabálki eftir John Milton. Leikstjórinn Alex Proyas hafði gert viðamiklar ráðstafanir og áttu tökur að hefjast í Ástralíu innan skamms þegar kallið kom og myndinni var slegið á frest. Aðstandendur myndarinnar hafa lýst því yfir að þessi ákvörðun sé bara tímabundin, unnið sé hörðum höndum að því að lækka framleiðslukostnaðinn og því muni tökur hefjast innan skamms. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jafnstór mynd er látin ganga gegnum hreinsunareld niðurskurðarhnífsins. Disney tilkynnti á árinu að fyrirtækið hygðist skoða fjármögnun hasar-kúrekamyndarinnar Lone Ranger örlítið betur en Jerry Bruckheimer og Gore Verbinski stóðu að myndinni. Kostnaðurinn við þá mynd var sagður geta sprengt 250 milljón dollara markið en Bruckheimer og Verbinski eru sannfærðir um að þeir geti lækkað hann niður í 215 milljónir, meðal annars með því að semja upp á nýtt við aðalleikarann, Johnny Depp. - fgg Lífið Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira
Það er ekki bara tóm gleði hjá Bradley Cooper þótt hann hafi verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims því kvikmynd hans, Paradise Lost, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Framleiðslufyrirtækið Legendary Pictures tók þessa ákvörðun eftir að forsvarsmönnum þess þótti einsýnt að kvikmyndin myndi sprengja kostnaðaráætlunina sem hljóðar upp á 120 milljónir dollara. Cooper átti að leika sjálfan Lúsifer en myndin er innblásin af frægum ljóðabálki eftir John Milton. Leikstjórinn Alex Proyas hafði gert viðamiklar ráðstafanir og áttu tökur að hefjast í Ástralíu innan skamms þegar kallið kom og myndinni var slegið á frest. Aðstandendur myndarinnar hafa lýst því yfir að þessi ákvörðun sé bara tímabundin, unnið sé hörðum höndum að því að lækka framleiðslukostnaðinn og því muni tökur hefjast innan skamms. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jafnstór mynd er látin ganga gegnum hreinsunareld niðurskurðarhnífsins. Disney tilkynnti á árinu að fyrirtækið hygðist skoða fjármögnun hasar-kúrekamyndarinnar Lone Ranger örlítið betur en Jerry Bruckheimer og Gore Verbinski stóðu að myndinni. Kostnaðurinn við þá mynd var sagður geta sprengt 250 milljón dollara markið en Bruckheimer og Verbinski eru sannfærðir um að þeir geti lækkað hann niður í 215 milljónir, meðal annars með því að semja upp á nýtt við aðalleikarann, Johnny Depp. - fgg
Lífið Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira