Lífið

Helgi Björns flottur í björgunarsveitarbúningi

Leikstjórinn Reynir Lyngdal gefur sér stund milli stríða til ræða málin, vel dúðaður fyrir átökin næstu daga.Fréttablaðið/Vilhelm
Leikstjórinn Reynir Lyngdal gefur sér stund milli stríða til ræða málin, vel dúðaður fyrir átökin næstu daga.Fréttablaðið/Vilhelm
Tökur á kvikmyndinni Frost eru hafnar en myndin er fyrsta sci-fi kvikmyndin sem gerð er á Íslandi.

Tökuliðið lagði undir sig húsnæði Björgunarsveitar Kópavogs við Kópavogsbryggju og þar voru ræstir stórir trukkar og björgunarsveitarlið. Myndin gerist að nokkru leyti uppi á Langjökli en lítið hefur verið gefið upp um söguþráðinn, enda er það nánast regla í sci-fi-myndaheiminum.

Leikstjóri er Reynir Lyngdal en handritið skrifar Jón Atli Jónasson. Með aðalhlutverkin fara þau Björn Thors, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson og Hilmar Jónsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×