Tónlist

Milljónasamningur Madonnu

nýr samningur Madonna hefur samið við Interscope Records.
nýr samningur Madonna hefur samið við Interscope Records.
Madonna hefur undirritað samning um að gefa út þrjár plötur hjá Interscope Records, undirfyrirtæki Universal Music Group. Talið er að hún fái eina milljón dollara í sinn hlut fyrir hverja plötu, eða um 120 milljónir króna.

Samningur söngkonunnar við Warner Music Group var runninn út en þar hafði hún verið frá því hún hóf feril sinn árið 1982. Ný plata frá Madonnu er væntanleg snemma á næsta ári. Hún hefur að undanförnu verið í hljóðveri með plötusnúðnum Martin Solveig og upptökustjóranum William Orbit og eru tólf ný lög á teikniborðinu.

Eftir að platan kemur út fer Madonna að sjálfsögðu í risavaxna tónleikaferð eins og hennar er von og vísa. Fyrirtækið Live Nation Entertainment annast skipulagningu hennar eins og undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×