Fimmtíu sekúndna bæting á einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2011 07:30 Anton Sveinn McKee var sigursælasti íslenski sundmaðurinn á Norðurlandamóti unglinga með fjögur gull og sjö verðlaun. Mynd/Hag Sund Óhætt er að segja að hinn 18 ára gamli Anton Sveinn McKee hafi stigið stór og söguleg skref á árinu 2011. Hann hefur bætt sig gríðarlega á árinu og sló „eldgömul" met í 1.500 metra skriðsundi í bæði 25 og 50 metra laug. Hápunkturinn var þó um helgina þegar hann var næstum því búinn að synda 1.500 metrana á undir fimmtán mínútum og stóð alls fjórum sinnum efstur á palli sem Norðurlandameistari í sínum aldursflokki. Nýja tæknin svínvirkaðiMynd/Anton„Við ætluðum að toppa þarna og það tókst. Ég bjóst ekki við að synda svona hratt í 1.500 metrunum. Við vorum að þróa nýja tækni og hún bara svínvirkaði. Ég bætti mig mjög mikið og náði næstum því að rjúfa fimmtán mínútna múrinn. Það kemur bara næst. Ég var sáttur við bætinguna í 1.500 metrunum og eftir að ég náði því var bara gaman að synda allt hitt," sagði Anton, sem sér ekki eftir tímanum sem fer í sundið. „Þetta tekur sinn tíma. Ég er að fórna ýmsu fyrir þetta en ég fæ líka mikið í staðinn, eins og þessa helgi sem dæmi," segir Anton. Fyrir einu ári vann Anton Sveinn til silfurverðlauna í 1.500 metra skriðsundi á Norðurlandamóti unglinga og kom þá í mark á 15:52.17 mínútum, sem var bæting á hans besta tíma. Tólf mánuðum síðar átti enginn möguleika í Anton Svein í úrslitasundinu á NMU, þar sem hann synti 1.500 metrana á 15:01,35 mínútum og bætti sitt eigið Íslandsmet um 22,62 sekúndur. Anton hafði tekið ellefu ára Íslandsmet af Erni Arnarsyni á Íslandsmeistaramótinu á dögunum en sló nú í leiðinni annað ellefu ára Íslandsmet Arnar í 800 metra skriðsundi. „Norsku og dönsku þjálfurunum þótti mikið til þess koma hvað hann er búinn að bæta sig mikið á stuttum tíma," sagði þjálfari hans, Jacky Pellerin. Góð fyrirmynd í JakobiMynd/AntonAnton segist hafa góða fyrirmynd með sér í Ægi. „Jakob (Jóhann Sveinsson) er rosalega flottur sundmaður og það er ekki hægt annað en að líta upp til hans. Hann er bæði mikil fyrirmynd í sundlauginni en líka hvernig hann hagar sínu lífi utan hennar. Það er hægt að læra mikið af honum. Kannski verð ég í þessu jafnlengi og Kobbi," segir Anton í léttum tón, en hann fylgist líka vel með uppgangi sundmanns frá Færeyjum. „Færeyingurinn Pál Joensen er alltaf flott fyrirmynd. Hann er rosalega flottur langsundmaður. Hann er að koma sterkur upp og er farinn að stimpla sig inn með bestu langsundmönnum í heimi. Það er gaman að geta litið upp til frænda síns úr Færeyjum," segir Anton. Jacky sá þetta á undan mérAnton er fæddur árið 1993 og segist hafa valið sundið þegar hann var krakki. Hann var þó aldrei viss um að geta náð svona langt fyrr en þjálfari hans sagði það. „Við erum með góðan þjálfara og það hjálpar mikið. Hann kann þetta alveg og hefur þjálfað marga Ólympíufara. Hann er reynslubolti og kröfuharður eins og allir alvöru þjálfarar. Jacky var búinn að sjá það á undan mér að ég gæti náð langt. Hann sagði mér að ég gæti þetta og svo gerðist það allt. Síðasta ár er búið að vera mjög gott," segir Anton um hinn franska þjálfara sinn Jacky Pellerin. „Það var rosalega gaman að taka metið hans Arnar um helgina. Maður nær oftast metinu í 800 metrum með 1.500 metrunum. Ég náði því ekki á Íslandmeistaramótinu en náði því núna," segir Anton og fram undan eru spennandi tímar. Þarf að bæta sig um 30 sekúndurMynd/Anton„Það er markmiðið núna að komast inn á Ólympíuleikana. Við erum að fara í æfingabúðir á Flórída og ætlum að æfa þar á fullu til þess að reyna að komast eins nálægt Ólympíulágmörkunum og hægt er. Vonandi náum við því," segir Anton, en kunnugir eru bjartsýnir eftir árangur helgarinnar enda er Anton jafnvel betri í löngu brautinni en þeirri stuttu. „Ég er núna 30 sekúndum frá lágmarkinu en í 25 metra lauginni bætti ég mig um 50 sekúndur á einu ári þannig að ég gæti náð þessu. 30 sekúndur eru mikið en ég vona það besta," segir Anton. Innlendar Sund Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sjá meira
Sund Óhætt er að segja að hinn 18 ára gamli Anton Sveinn McKee hafi stigið stór og söguleg skref á árinu 2011. Hann hefur bætt sig gríðarlega á árinu og sló „eldgömul" met í 1.500 metra skriðsundi í bæði 25 og 50 metra laug. Hápunkturinn var þó um helgina þegar hann var næstum því búinn að synda 1.500 metrana á undir fimmtán mínútum og stóð alls fjórum sinnum efstur á palli sem Norðurlandameistari í sínum aldursflokki. Nýja tæknin svínvirkaðiMynd/Anton„Við ætluðum að toppa þarna og það tókst. Ég bjóst ekki við að synda svona hratt í 1.500 metrunum. Við vorum að þróa nýja tækni og hún bara svínvirkaði. Ég bætti mig mjög mikið og náði næstum því að rjúfa fimmtán mínútna múrinn. Það kemur bara næst. Ég var sáttur við bætinguna í 1.500 metrunum og eftir að ég náði því var bara gaman að synda allt hitt," sagði Anton, sem sér ekki eftir tímanum sem fer í sundið. „Þetta tekur sinn tíma. Ég er að fórna ýmsu fyrir þetta en ég fæ líka mikið í staðinn, eins og þessa helgi sem dæmi," segir Anton. Fyrir einu ári vann Anton Sveinn til silfurverðlauna í 1.500 metra skriðsundi á Norðurlandamóti unglinga og kom þá í mark á 15:52.17 mínútum, sem var bæting á hans besta tíma. Tólf mánuðum síðar átti enginn möguleika í Anton Svein í úrslitasundinu á NMU, þar sem hann synti 1.500 metrana á 15:01,35 mínútum og bætti sitt eigið Íslandsmet um 22,62 sekúndur. Anton hafði tekið ellefu ára Íslandsmet af Erni Arnarsyni á Íslandsmeistaramótinu á dögunum en sló nú í leiðinni annað ellefu ára Íslandsmet Arnar í 800 metra skriðsundi. „Norsku og dönsku þjálfurunum þótti mikið til þess koma hvað hann er búinn að bæta sig mikið á stuttum tíma," sagði þjálfari hans, Jacky Pellerin. Góð fyrirmynd í JakobiMynd/AntonAnton segist hafa góða fyrirmynd með sér í Ægi. „Jakob (Jóhann Sveinsson) er rosalega flottur sundmaður og það er ekki hægt annað en að líta upp til hans. Hann er bæði mikil fyrirmynd í sundlauginni en líka hvernig hann hagar sínu lífi utan hennar. Það er hægt að læra mikið af honum. Kannski verð ég í þessu jafnlengi og Kobbi," segir Anton í léttum tón, en hann fylgist líka vel með uppgangi sundmanns frá Færeyjum. „Færeyingurinn Pál Joensen er alltaf flott fyrirmynd. Hann er rosalega flottur langsundmaður. Hann er að koma sterkur upp og er farinn að stimpla sig inn með bestu langsundmönnum í heimi. Það er gaman að geta litið upp til frænda síns úr Færeyjum," segir Anton. Jacky sá þetta á undan mérAnton er fæddur árið 1993 og segist hafa valið sundið þegar hann var krakki. Hann var þó aldrei viss um að geta náð svona langt fyrr en þjálfari hans sagði það. „Við erum með góðan þjálfara og það hjálpar mikið. Hann kann þetta alveg og hefur þjálfað marga Ólympíufara. Hann er reynslubolti og kröfuharður eins og allir alvöru þjálfarar. Jacky var búinn að sjá það á undan mér að ég gæti náð langt. Hann sagði mér að ég gæti þetta og svo gerðist það allt. Síðasta ár er búið að vera mjög gott," segir Anton um hinn franska þjálfara sinn Jacky Pellerin. „Það var rosalega gaman að taka metið hans Arnar um helgina. Maður nær oftast metinu í 800 metrum með 1.500 metrunum. Ég náði því ekki á Íslandmeistaramótinu en náði því núna," segir Anton og fram undan eru spennandi tímar. Þarf að bæta sig um 30 sekúndurMynd/Anton„Það er markmiðið núna að komast inn á Ólympíuleikana. Við erum að fara í æfingabúðir á Flórída og ætlum að æfa þar á fullu til þess að reyna að komast eins nálægt Ólympíulágmörkunum og hægt er. Vonandi náum við því," segir Anton, en kunnugir eru bjartsýnir eftir árangur helgarinnar enda er Anton jafnvel betri í löngu brautinni en þeirri stuttu. „Ég er núna 30 sekúndum frá lágmarkinu en í 25 metra lauginni bætti ég mig um 50 sekúndur á einu ári þannig að ég gæti náð þessu. 30 sekúndur eru mikið en ég vona það besta," segir Anton.
Innlendar Sund Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn