Palli með sinaskeiðabólgu eftir áritanir 14. desember 2011 10:00 Ekkert stoppar Palla Poppstjarna Íslands lætur sinaskeiðabólgu ekki stöðva sig heldur áritar sem aldrei fyrr með aðstoð bólgueyðandi lyfja og sjúkranudds. „Ég hef aldrei fengið svona á ævinni en er núna að éta bólgueyðandi töflur og liðaktín ásamt því að fara í sjúkranudd þrisvar í viku. Ætli ég mæti ekki í næstu áritun með svona lyftingahanska,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Jólatörnin er farin að setja mark sitt á poppstjörnuna því hún greindist nýlega með sinaskeiðabólgu. Sinaskeiðabólgan lýsir sér þannig að erfitt er að taka í höndina á fólki og erfitt að halda á penna. „Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt. Ég var að taka upp tónlistarmyndband fyrir UNICEF og í glæsilegu dansspori tókst mér að reka höndina í rafmagnstöflu. Hin ástæðan er sú að í síðustu viku hefur verið svolítill hamagangur í áritunum og mér tókst að skrifa nafnið mitt 900 sinnum,“ útskýrir Páll Óskar sem hyggst þó hvergi slaka á heldur ætlar að halda uppteknum hætti og mætir galvaskur í næstu átta áritanir sem skipulagðar hafa verið því hann veit, af eigin reynslu, hversu mikilvægt þetta er. Hann rifjar upp sögu af því þegar hann var fimmtán ára í London og beið eftir áritun frá breska poppbandinu Five Star í þrjá klukkutíma. „Ég sveif út úr plötubúðinni á bleiku skýi.“ Páll segir að áritanirnar séu einfaldlega hluti af því að hann komist í jólaskapið og þá sérstaklega að hitta smáfólkið. „Ég botna ekkert í því hvað lítil börn tengja við 41 árs gamlan homma með grátt í vöngum. En ef lögin eru grípandi og textarnir skýrir þá má aldrei gleyma því að börn eru músíkölsk. Ég kunni sjálfur alla Abba-texta utan að sem krakki.“ - fgg Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
„Ég hef aldrei fengið svona á ævinni en er núna að éta bólgueyðandi töflur og liðaktín ásamt því að fara í sjúkranudd þrisvar í viku. Ætli ég mæti ekki í næstu áritun með svona lyftingahanska,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Jólatörnin er farin að setja mark sitt á poppstjörnuna því hún greindist nýlega með sinaskeiðabólgu. Sinaskeiðabólgan lýsir sér þannig að erfitt er að taka í höndina á fólki og erfitt að halda á penna. „Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt. Ég var að taka upp tónlistarmyndband fyrir UNICEF og í glæsilegu dansspori tókst mér að reka höndina í rafmagnstöflu. Hin ástæðan er sú að í síðustu viku hefur verið svolítill hamagangur í áritunum og mér tókst að skrifa nafnið mitt 900 sinnum,“ útskýrir Páll Óskar sem hyggst þó hvergi slaka á heldur ætlar að halda uppteknum hætti og mætir galvaskur í næstu átta áritanir sem skipulagðar hafa verið því hann veit, af eigin reynslu, hversu mikilvægt þetta er. Hann rifjar upp sögu af því þegar hann var fimmtán ára í London og beið eftir áritun frá breska poppbandinu Five Star í þrjá klukkutíma. „Ég sveif út úr plötubúðinni á bleiku skýi.“ Páll segir að áritanirnar séu einfaldlega hluti af því að hann komist í jólaskapið og þá sérstaklega að hitta smáfólkið. „Ég botna ekkert í því hvað lítil börn tengja við 41 árs gamlan homma með grátt í vöngum. En ef lögin eru grípandi og textarnir skýrir þá má aldrei gleyma því að börn eru músíkölsk. Ég kunni sjálfur alla Abba-texta utan að sem krakki.“ - fgg
Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira