Turin Brakes til Íslands 14. desember 2011 09:00 Í uppáhaldi Turin Brakes er uppáhaldshljómsveit tónleikahaldarans Valþórs Sverrissonar. Breska hljómsveitin Turin Brakes naut talsverðra vinsælda upp úr aldamótum, og hefur stöðugt sent frá sér tónlist síðan þá. Hljómsveitin er á leiðinni til Íslands í janúar og kemur fram í Fríkirkjunni. „Þeir eru mjög spenntir fyrir ferðinni til Íslands.“ segir Valþór Örn Sverrisson tónleikahaldari, vefstjóri og starfsmaður Nova. Valþór og bræður hans, Sverrir Birgir og Pétur Rúnar, flytja inn bresku hljómsveitina Turin Brakes á næsta ári. Hljómsveitin kemur fram í Fríkirkjunni 20. janúar, en upphitun verður í höndum Jóns Jónssonar og hljómsveitar. Stjarna Turin Brakes reis hátt upp úr aldamótum. Hljómsveitin var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna árið 2001 fyrir fyrstu breiðskífuna sína, The Optimist LP. Eftir fylgdu plöturnar Ether Song og Jackinabox sem nutu talsverðra vinsælda. Minna hefur farið fyrir hljómsveitinni síðustu ár þótt hún hafi aldrei lagt árar í bát. Spurður hvernig honum datt í hug að flytja inn Turin Brakes segir Valþór svarið einfalt: „Þetta er uppáhaldsbandið mitt. Ég hlusta á þá á hverju kvöldi,“ segir hann. Síðasta breiðskífa Turin Brakes, Outbursts, kom út á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda. Skoska tónlistartímaritið Clash gaf henni til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hljómsveitin sendi frá sér stuttskífu í ár sem innihélt tökulög ásamt einu nýju lagi. Valþór segir hljómsveitina flytja blöndu af nýju efni og gömlu á tónleikum. Hann er spenntur fyrir því að eyða helgi með uppáhaldshljómsveitinni sinni í janúar. „Við ætlum í Bláa lónið og út að borða á Panorama,“ segir hann. „Ég bauð þeim lúxusferð.“ Miðasala hefst í versluninni Noland í Kringlunni á föstudag. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira
Breska hljómsveitin Turin Brakes naut talsverðra vinsælda upp úr aldamótum, og hefur stöðugt sent frá sér tónlist síðan þá. Hljómsveitin er á leiðinni til Íslands í janúar og kemur fram í Fríkirkjunni. „Þeir eru mjög spenntir fyrir ferðinni til Íslands.“ segir Valþór Örn Sverrisson tónleikahaldari, vefstjóri og starfsmaður Nova. Valþór og bræður hans, Sverrir Birgir og Pétur Rúnar, flytja inn bresku hljómsveitina Turin Brakes á næsta ári. Hljómsveitin kemur fram í Fríkirkjunni 20. janúar, en upphitun verður í höndum Jóns Jónssonar og hljómsveitar. Stjarna Turin Brakes reis hátt upp úr aldamótum. Hljómsveitin var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna árið 2001 fyrir fyrstu breiðskífuna sína, The Optimist LP. Eftir fylgdu plöturnar Ether Song og Jackinabox sem nutu talsverðra vinsælda. Minna hefur farið fyrir hljómsveitinni síðustu ár þótt hún hafi aldrei lagt árar í bát. Spurður hvernig honum datt í hug að flytja inn Turin Brakes segir Valþór svarið einfalt: „Þetta er uppáhaldsbandið mitt. Ég hlusta á þá á hverju kvöldi,“ segir hann. Síðasta breiðskífa Turin Brakes, Outbursts, kom út á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda. Skoska tónlistartímaritið Clash gaf henni til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hljómsveitin sendi frá sér stuttskífu í ár sem innihélt tökulög ásamt einu nýju lagi. Valþór segir hljómsveitina flytja blöndu af nýju efni og gömlu á tónleikum. Hann er spenntur fyrir því að eyða helgi með uppáhaldshljómsveitinni sinni í janúar. „Við ætlum í Bláa lónið og út að borða á Panorama,“ segir hann. „Ég bauð þeim lúxusferð.“ Miðasala hefst í versluninni Noland í Kringlunni á föstudag. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira