Eru prófkjör besta leiðin? Jónína Michaelsdóttir skrifar 6. desember 2011 06:00 Orðin lýðræði og þjóðin eru að verða hvers manns mantra í ólíklegustu málum. Ef menn vilja sýnast öðrum framsýnni og heiðarlegri, flagga þeir þessum orðum í tíma og ótíma. Það væri til dæmis ólýðræðislegt að setja saman framboðslista sem ekki hefði verið valinn af þjóðinni eftir vel auglýsta frambjóðendur. Hins vegar er lýðræðislegt að allir fái að kjósa um hverjir fara á stjórnlagaþing, hverjir setjast á þing og hverjir verða borgarfulltrúar. Hver er svo niðurstaðan? Hún er sú að fólk kýs fólk með andlit sem það þekkir úr fjölmiðlum. Ekki endilega fjölmiðlafólkið sjálft þó að það sé líka með, heldur fólk með nafn og andlit sem menn kannast við þegar þeir skoða framboðslistana. Stjórnlaganefnd er gott dæmi um þetta, svo ágæt sem hún er. Val á frambjóðendumEf einhver legði til að frambjóðendur í næstu kosningum yrðu valdir af nefndum innan flokkanna yrði eflaust litið á það eins og gamaldags klíkufyrirkomulag. Menn myndu vísast velja vini sína, klíkubræður og klíkusystur. Tortryggnin yrði ofan á ef þetta yrði lagt til. En er úr háum söðli að detta? Ég veit ekki hvernig þetta var áður í öðrum stjórnmálaflokkum, en í Sjálfstæðisflokknum var þetta á sínum tíma í höndum fimmtán manna fulltrúaráðs ef mig misminnir ekki. Það fóru fram skoðanakannanir í félögum og kjördæmum sem unnið var úr. Fyrrverandi formaður fulltrúaráðsins sagði mér að menn hefðu lagt metnað í að vera með fólk á öllum aldri og fólk sem þekkti vel stoðir samfélagsins, og menningarlíf. Í hverjum kosningum hefði verið skipt út einhverjum til að koma með nýtt blóð inn í hópinn. Ég er ekki frá því að þessi tilhögun yrði betri en það sem nú tíðkast. Hún yrði allavega ekki verri. Hverjum treystum við?Ég hef áður minnt á Rögnu Árnadóttur sem dæmi um ráðherra sem var sóttur. Þetta var kona sem maður hafði aldrei séð og vissi ekki einu sinni að væri til. En hún var fagleg, yfirveguð, lét verkin tala og var nánast óumdeild. Óvíst er að hún hefði kært sig um að fara í framboð til Alþingis. Kannski eru fleiri Rögnur hér og þar sem myndu auka virðingu Alþingis með þekkingu sinni, vinnubrögðum og framkomu og sóma sér vel sem ráðherrar. Er ekki farsælast fyrir blessað lýðræðið og þjóðina sem alltaf er verið að vitna í, að fulltrúar hennar á Alþingi sé fólk sem hún treystir, og að það sé fólk sem hefur þekkingu og skilning á atvinnulífi, heilbrigðismálum, sjávarútvegi, iðnaði, utanríkismálum, menningarmálum og íþróttum, en þurfi ekki að reiða sig á ráðgjafa að öllu leyti? Er það virkilega svo að við treystum fólki fyrir lífi okkar og limum af því að við höfum séð það í sjónvarpi, myndir af því í blöðum eða á netinu? Sé það svo, eigum við ekkert betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun
Orðin lýðræði og þjóðin eru að verða hvers manns mantra í ólíklegustu málum. Ef menn vilja sýnast öðrum framsýnni og heiðarlegri, flagga þeir þessum orðum í tíma og ótíma. Það væri til dæmis ólýðræðislegt að setja saman framboðslista sem ekki hefði verið valinn af þjóðinni eftir vel auglýsta frambjóðendur. Hins vegar er lýðræðislegt að allir fái að kjósa um hverjir fara á stjórnlagaþing, hverjir setjast á þing og hverjir verða borgarfulltrúar. Hver er svo niðurstaðan? Hún er sú að fólk kýs fólk með andlit sem það þekkir úr fjölmiðlum. Ekki endilega fjölmiðlafólkið sjálft þó að það sé líka með, heldur fólk með nafn og andlit sem menn kannast við þegar þeir skoða framboðslistana. Stjórnlaganefnd er gott dæmi um þetta, svo ágæt sem hún er. Val á frambjóðendumEf einhver legði til að frambjóðendur í næstu kosningum yrðu valdir af nefndum innan flokkanna yrði eflaust litið á það eins og gamaldags klíkufyrirkomulag. Menn myndu vísast velja vini sína, klíkubræður og klíkusystur. Tortryggnin yrði ofan á ef þetta yrði lagt til. En er úr háum söðli að detta? Ég veit ekki hvernig þetta var áður í öðrum stjórnmálaflokkum, en í Sjálfstæðisflokknum var þetta á sínum tíma í höndum fimmtán manna fulltrúaráðs ef mig misminnir ekki. Það fóru fram skoðanakannanir í félögum og kjördæmum sem unnið var úr. Fyrrverandi formaður fulltrúaráðsins sagði mér að menn hefðu lagt metnað í að vera með fólk á öllum aldri og fólk sem þekkti vel stoðir samfélagsins, og menningarlíf. Í hverjum kosningum hefði verið skipt út einhverjum til að koma með nýtt blóð inn í hópinn. Ég er ekki frá því að þessi tilhögun yrði betri en það sem nú tíðkast. Hún yrði allavega ekki verri. Hverjum treystum við?Ég hef áður minnt á Rögnu Árnadóttur sem dæmi um ráðherra sem var sóttur. Þetta var kona sem maður hafði aldrei séð og vissi ekki einu sinni að væri til. En hún var fagleg, yfirveguð, lét verkin tala og var nánast óumdeild. Óvíst er að hún hefði kært sig um að fara í framboð til Alþingis. Kannski eru fleiri Rögnur hér og þar sem myndu auka virðingu Alþingis með þekkingu sinni, vinnubrögðum og framkomu og sóma sér vel sem ráðherrar. Er ekki farsælast fyrir blessað lýðræðið og þjóðina sem alltaf er verið að vitna í, að fulltrúar hennar á Alþingi sé fólk sem hún treystir, og að það sé fólk sem hefur þekkingu og skilning á atvinnulífi, heilbrigðismálum, sjávarútvegi, iðnaði, utanríkismálum, menningarmálum og íþróttum, en þurfi ekki að reiða sig á ráðgjafa að öllu leyti? Er það virkilega svo að við treystum fólki fyrir lífi okkar og limum af því að við höfum séð það í sjónvarpi, myndir af því í blöðum eða á netinu? Sé það svo, eigum við ekkert betra skilið.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun