Jarðskjálfti í Nemendaleikhúsinu 2. desember 2011 11:00 Úr jarðskjálfta í London. Verkið var frumsýnt í Bretlandi í fyrra við mjög góðar undirtektir. Mynd/Óskar hallgrímsson Jarðskjálfti eftir London, sem Nemendaleikhúsið sýnir í Smiðjunni, er spánnýtt verk eftir breska leikskáldið Mike Bartlett. Það var frumsýnt í National Theater í London í fyrra við góðar undirtektir. Sögð er saga af snörpum hræringum í lífi þriggja systra sem reyna af öllum mætti að bjarga sér og sínum úr hamförum og framförum nútímans á meðan faðir þeirra, heimsfrægur vísindamaður, boðar heimsendi. Tónlist, dansi og myndbandsverkum er fléttað saman í sýningunni. Halldór E. Laxness leikstýrir verkinu og segir hann geggjunina svífa yfir vötnum. „Þetta er verk um miklar hræringar í lífi þriggja systra í London, nútíminn getur verið snúinn og ekki allir sem ná að halda höfði í hraða og geggjun nútímasamfélags." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Halldór leikstýrir Nemendaleikhúsinu. „Það vill svo til að í ár eru rétt 20 ár síðan ég leikstýrði hér síðast, verkinu Leiksoppum. Ég hef líka unnið með ungu fólki í menntaskólum en munurinn er auðvitað sá að í Nemendaleikhúsinu eru leikararnir menntaðir í sínu fagi." Útskriftarhópur leikaradeildar LHÍ er sterkur í ár að mati Halldórs. „Þessi hópur stendur sig mjög vel, þetta er krefjandi verkefni þar sem þarf að nýta alls kyns tækni til að koma verkinu til skila. Þau hafa skilað sínu með sóma og ég verð að segja eins og er að Listaháskólinn hefur staðið sig frábærlega í að undirbúa þessa ungu leikara." Heiðar Sumarliðason þýðir verkið. Tinna Ottesen hannar leikmynd og búninga og Brynja Björnsdóttir vinnur myndbönd fyrir verkið. Hljóðmynd er í höndum Georgs Kára Hilmarssonar, lýsingu annast Jóhann Friðrik Ágústsson og danshöfundur er Brogan Davison. Lífið Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Jarðskjálfti eftir London, sem Nemendaleikhúsið sýnir í Smiðjunni, er spánnýtt verk eftir breska leikskáldið Mike Bartlett. Það var frumsýnt í National Theater í London í fyrra við góðar undirtektir. Sögð er saga af snörpum hræringum í lífi þriggja systra sem reyna af öllum mætti að bjarga sér og sínum úr hamförum og framförum nútímans á meðan faðir þeirra, heimsfrægur vísindamaður, boðar heimsendi. Tónlist, dansi og myndbandsverkum er fléttað saman í sýningunni. Halldór E. Laxness leikstýrir verkinu og segir hann geggjunina svífa yfir vötnum. „Þetta er verk um miklar hræringar í lífi þriggja systra í London, nútíminn getur verið snúinn og ekki allir sem ná að halda höfði í hraða og geggjun nútímasamfélags." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Halldór leikstýrir Nemendaleikhúsinu. „Það vill svo til að í ár eru rétt 20 ár síðan ég leikstýrði hér síðast, verkinu Leiksoppum. Ég hef líka unnið með ungu fólki í menntaskólum en munurinn er auðvitað sá að í Nemendaleikhúsinu eru leikararnir menntaðir í sínu fagi." Útskriftarhópur leikaradeildar LHÍ er sterkur í ár að mati Halldórs. „Þessi hópur stendur sig mjög vel, þetta er krefjandi verkefni þar sem þarf að nýta alls kyns tækni til að koma verkinu til skila. Þau hafa skilað sínu með sóma og ég verð að segja eins og er að Listaháskólinn hefur staðið sig frábærlega í að undirbúa þessa ungu leikara." Heiðar Sumarliðason þýðir verkið. Tinna Ottesen hannar leikmynd og búninga og Brynja Björnsdóttir vinnur myndbönd fyrir verkið. Hljóðmynd er í höndum Georgs Kára Hilmarssonar, lýsingu annast Jóhann Friðrik Ágústsson og danshöfundur er Brogan Davison.
Lífið Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira