Viðurkenni oft að ég er fíflið 2. desember 2011 10:00 Hljómsveitin Ég Róbert Örn, fyrir miðju, ásamt Baldri Sívertsen Bjarnasyni gítarleikara og Arnari Inga Hreiðarssyni bassaleikara. Á myndina vantar Örn Eldjárn Kristjánsson og Andra Geir Árnason.fréttablaðið/valli „Við erum öll að gera sitthvorn heimska hlutinn. Við borðum bara drasl og horfum bara á drasl,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, forsprakki Hljómsveitarinnar Ég. Sveitin hefur gefið út sína fjórðu plötu, Ímynd fíflsins. Þar syngur Róbert Örn um heimsku, kóngafólk, manninn og tengingu hans við sauðkindur og Hollywood-ást. Mynd af Róberti Erni sjálfum er á umslaginu. „Ég er ekki að þessu til að vera frægur,“ segir hann, spurður um myndina. „Ég er pínulítið heppinn með það að stundum get ég fylgst með samfélaginu eins og ég sé gestur. En ég viðurkenni það reyndar oft á þessari plötu að ég er fíflið. Ég er ekkert að tala niður til fólks. Maður verður að viðurkenna að maður sé heimskur svo maður geti verið gáfaður,“ segir Róbert Örn, spekingslega. Ímynd fíflsins hefur að geyma þrettán grípandi rokklög. Hún er metnaðarfyllsta plata Hljómsveitarinnar Ég, að mati Róberts Arnar. Það veit á mjög gott því síðustu tvær plötursveitarinnar, Plata ársins og Lúxus upplifun, voru tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins. Róbert Örn var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins. Lúxus upplifun hlaut jafnframt plötuverðlaun Kraums í fyrra. Næstu tónleikar Hljómsveitarinnar Ég verða á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og Gamla-Bauki á Húsavík á laugardagskvöld. Róbert Örn lofar góðri skemmtun og tekur fram að bandið sé kraftmikið á tónleikum og hljóðfæraleikararnir þrautþjálfaðir. - fb Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
„Við erum öll að gera sitthvorn heimska hlutinn. Við borðum bara drasl og horfum bara á drasl,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, forsprakki Hljómsveitarinnar Ég. Sveitin hefur gefið út sína fjórðu plötu, Ímynd fíflsins. Þar syngur Róbert Örn um heimsku, kóngafólk, manninn og tengingu hans við sauðkindur og Hollywood-ást. Mynd af Róberti Erni sjálfum er á umslaginu. „Ég er ekki að þessu til að vera frægur,“ segir hann, spurður um myndina. „Ég er pínulítið heppinn með það að stundum get ég fylgst með samfélaginu eins og ég sé gestur. En ég viðurkenni það reyndar oft á þessari plötu að ég er fíflið. Ég er ekkert að tala niður til fólks. Maður verður að viðurkenna að maður sé heimskur svo maður geti verið gáfaður,“ segir Róbert Örn, spekingslega. Ímynd fíflsins hefur að geyma þrettán grípandi rokklög. Hún er metnaðarfyllsta plata Hljómsveitarinnar Ég, að mati Róberts Arnar. Það veit á mjög gott því síðustu tvær plötursveitarinnar, Plata ársins og Lúxus upplifun, voru tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins. Róbert Örn var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins. Lúxus upplifun hlaut jafnframt plötuverðlaun Kraums í fyrra. Næstu tónleikar Hljómsveitarinnar Ég verða á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og Gamla-Bauki á Húsavík á laugardagskvöld. Róbert Örn lofar góðri skemmtun og tekur fram að bandið sé kraftmikið á tónleikum og hljóðfæraleikararnir þrautþjálfaðir. - fb
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira