Lífið

Þorgeir Ástvalds fékk Litla fuglinn

fékk litla fuglinn Þorgeir Ástvaldsson tekur á móti Litla fuglinum úr höndum Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra.
fréttablaðið/anton
fékk litla fuglinn Þorgeir Ástvaldsson tekur á móti Litla fuglinum úr höndum Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. fréttablaðið/anton
Þorgeir Ástvaldsson hefur verið heiðraður fyrir stuðning sinn við íslenska tónlist. Degi íslenskrar tónlistar var fagnað í Hörpu í gær.

Útvarpsmaðurinn Þorgeir Ástvaldsson hlaut Litla fuglinn við formlega athöfn í Hörpu í gær. Verðlaunin fékk hann fyrir stuðning sinn við íslenska tónlist. Þau voru veitt af Samtóni, samtökum rétthafa tónlistar, og var það Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem afhenti honum verðlaunagripinn. Þorgeir er löngu landskunnur sem tónlistarmaður og dagskrárgerðarmaður og var valinn fyrstur til að gegna starfi forstöðumanns Rásar 2. Hann átti ríkan þátt í mótun þeirrar tónlistarstöðvar og hefur jafnframt sett svip sinn á Bylgjuna þar sem hann hefur starfað mörg undanfarin ár.

Degi íslenskrar tónlistar var fagnað í Hörpu í gær og þar var fjöldi tónlistarmanna samankominn. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, fagnaði enn fremur fimm ára afmæli og var boðið upp á kakó og afmælistertu í tilefni þess. Tilkynnt var að til standi að hrinda í framkvæmd einu helsta baráttumáli ÚTÓN, sem er Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×